Endurvinnsla (á glærum) í borginni

Hvenær ætla menn að gefast upp á þunglamalegum miðstýringarbatteríum?

Hvenær hætta menn að trúa þeirri haugalygi að það sé gott fyrir neytendur og notendur að hafa ekkert um það að segja hver veitir þeim þjónustu, og hvenær?

Hvenær byrja menn að krefja stjórnmálamenn um að skila einhverjum þeirra verkefna sem hið opinbera hrifsaði af frjálsri samvinnu?

Ég verð stundum alveg steinhissa á því hvað kjósendur eru auðkeyptir og láti hið opinbera endurtekið og ítrekað svíkja sig og pretta, afleiðingalaust.

Einkafyrirtæki sem svíkur og lofar upp í ermina á sér fer lóðbeint á hausinn og missir alla viðskiptavini í hendur samkeppnisaðila. 

Hið opinbera hækkar bara skatta og reynir að kenna öðrum um eigin klúður.

Og skólabörn, barnafjölskyldur, sjúklingar, aldraðir og fátækir raðast á biðlista og loforðalista og geta bara vonað það besta, en lítið gert nema bíða.


mbl.is Fimm nýir leikskólar og 750 fleiri pláss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

"Aldrei" er svarið, held ég.

Ekki vanmeta heimsku fólks.

Ásgrímur Hartmannsson, 19.11.2018 kl. 19:09

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Heimska er svo sem í góðu lagi. Öll gerum við eitthvað heimskulegt. Venjulega veitir lífið samt ákveðna endurgjöf við heimskupörum. Forstjórinn sér að viðskiptavinir flýja. Iðnaðarmaðurinn hættir að fá símtöl. Kvörtunarþjónustan verslunarinnar byrjar að fá mörg símtöl. Verslunareigandinn byrjar að fá mikið af viðskiptavinum sem vilja skipta eða fá endurgreitt. Krakkinn fær kúlu á höfuðið.

Stjórnmálamenn fá enga slíka endurgjöf. Á fjögurra ára fresti (dæmigert) fá þeir lauslega hugmynd um að fleiri kjósendur eru annaðhvort ánægðir með þá eða ekki, og vita svo ekki fyrir hvað nákvæmlega (eitthvert viðtalið? eitthvert frumvarpið? eitthvert þrætuefnið?). 

Hvernig færi fyrir neytendaaðhaldi Hagkaup ef viðskiptavinir verslananna færu fastir þar í 4 ár í senn og gætu ekki skipt við Bónus eða Krónuna eða 10-11 nema skuldbinda sig í 4 ár í senn? Ætli hvatinn til að bjóða betur, aðlagast breyttum þörfum og halda verði samkeppnishæfu hyrfi ekki eins og dögg fyrir sólu?

Stjórnmálin fyrirgefa heimsku - kerfisbundna, útbreidda og skaðlega heimsku.

Frjáls markaður refsar fyrir heimsku, vægðarlaust.

Geir Ágústsson, 19.11.2018 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband