Sunnudagur, 18. nóvember 2018
Valið milli tveggja slæmra valkosta
Lífið stillir oft upp valkostum fyrir okkur. Stundum eru báðir slæmir. Þá þarf að vega og meta. Stundum hentar sumt betur en annað, og stundum öfugt.
En mætir þá á svæðið góðhjartaði stjórnmálamaðurinn. Hvað gerir hann? Hann fjarlægir annan valkostinn. Málið leyst!
Það sem var áður val á milli erfiðisvinnu og hungurdauða er einfaldað: Hungurdauðinn einn er í boði.
Það sem áður var val á milli verksmiðjuvinnu og vændis er einfaldað: Verksmiðjuvinnan er gerð útlæg eða ólögleg og vændið eitt stendur eftir sem val.
Auðvitað fer margt fram í heiminum sem mér misbýður mér persónulega. Auðvitað má alltaf fordæma ofbeldi og þjófnað. En hverjum er verið að hjálpa með því að fækka valkostum í lífinu? Nætursvefni þeirra ríku sem þurfa varla að velja á milli annars en kavíars og kampavíns?
Hann dó eins og vígamaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þarna virðist nú valið standa milli þess að börnin hafi hlífðarbúnað þegar þau berjast eða að þau hafi hann ekki. Það finnst mér vera einfalt val.
Þorsteinn Siglaugsson, 18.11.2018 kl. 13:07
Vitaskuld, en ég vona að afleiðing valdboðs verði ekki enn drungalegri.
Geir Ágústsson, 18.11.2018 kl. 16:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.