Föstudagur, 16. nóvember 2018
Það sem þeir vilja sjá
Borgarstjóri lætur hafa eftirfarandi eftir sér:
Eitt af því sem einkennir uppbygginguna er að hún er ekki fyrir einhvern einn hóp. Stærstur hluti uppbyggingarinnar eru almennar söluíbúðir en svo eru fjölmörg verkefni með verkalýðshreyfingunni, stúdentum, félögum sem eru að byggja upp fyrir eldri borgara og öðrum sem eru að koma upp og tryggja þessa nauðsynlegu blöndu sem við viljum sjá.
Það er sem sagt þetta sem borgarstjóri vill sjá.
En hvað með það sem aðrir vilja sjá?
Margir vilja sjá framboð á lóðum í úthverfum aukast og að þær séu veittar eða seldar á raunhæfum kjörum (en ekki með útboðum þar sem borgin reynir að kreista sem mest út úr lóðaveitingunni).
Margir vilja sjá litlar og ódýrar íbúðir úti um allan bæ en sérstaklega nálægt þjónustukjörnum.
Margir vilja sjá rúmgott húsnæði fyrir fjölskyldur á bærilegum kjörum og sætta sig alveg við að búa í útjaðrinum á meðan það er nóg pláss fyrir alla á heimilinu.
Margir vilja sjá einföld fjölbýlishús sem eru jafnvel án geymslupláss, lyftu og tiltekinnar lágmarksstærðar af gluggum í svefnherberginu, en með sitt eigið bílastæði.
Margir hefðu viljað sjá uppbyggingu áður en verð húsnæðis rauk upp úr öllu valdi með tilheyrandi áhrifum á verðbólgu og þar með verðtryggð lán og áhrifum á kaupverð með tilheyrandi þörf á skuldsetningu. Fjölskylda á Akureyri þarf núna að borga af hærra láni en ella af því Reykjavík lokaði á lóðaframboð.
Af hverju má þetta fólk ekki sjá sínum þörfum mætt líka? Af hverju er það bara það sem borgarstjóri vill sjá sem fær að rætast? Sýn sem má í stuttu máli kalla: Of lítið, of seint.
Metár í byggingu nýrra íbúða í borginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:16 | Facebook
Athugasemdir
ALDREI, hefur Reykjavík haft eins auman borgarstjóra og núna.
Þótti maður Gnarrin slæmur,en þessi dúxar það algjörlega.
Hann sér bara það sem hann vill sjá. Hans sýn er útá
götuna 101. Þar er allt bara "lovely live" og hægt
að ganga eða fara á hjóli í vinnuna.
Það er sú sýn, sem hann sér og skiptir engvu máli
hernig aðrir sjá það.
Mér finnst alltaf einkennilegt, þegar stjórnmálamenn og
pólitíkusar, geta aldrei gert sér grein fyrir því að
þeirra starfa er ekki óskað lengur. Vitjunartími þeirra er búin.
Þé er eins og þeir helli sér í allskonar rugl og vitleysu sem kostar okkur
almúgan milljónir. Einhver staðar í kerfinu, án þess að
ég geti fullyrt það án sannana, þá virðist að úr sér gegnir
póllitíkusar og embættismenn, séu áskrifendur af vel
launuðum störfum á vegum hins opinbera, þegar helst enginn
vill sjá þá meira eða heyra.
Ég ætla ekki að telja upp þau störf sem sköpuð eru
fyrir þetta fólk. Enda listinn svo langur að bloggið
dyggði ekki til.
Bara sú vitleysa er að kosta Íslenskt samfélag þvílíkt,
að hækkun á launum hjá verkafólki, nær ekki broti
af því sem eitt er í þessa hít.
Svei öllu þessu fólki sem ÞÓTTIST vera að vinna
fyrir almannaheill.
Sigurður Kristján Hjaltested, 17.11.2018 kl. 00:32
Sigurður,
Takk fyrir athugasemdina. Þú virðist vera í uppnámi og það er skiljanlegt. Því miður mun samt ekki gerast mjög mikið ef Samfylkingin sleppir borgarstjórastólnum, sem ítrekað hefur þurft að bjarga fyrir horn með hækjuflokkum.
Borgin verður áfram dýr í rekstri þótt menn geti skorið hægt niður hér og þar.
Hún verður áfram skuldum vafin, beint og óbeint í gegnum eignarhald. Borgarfyrirtæki eru ekki seld einn tveir og þrír.
Hún verður áfram bundin allskyns lögbundnum kröfum.
Þó er ekki hægt að ímynda sér annað en að rekstur borgarinnar geti bara orðið betri, sama hver fær borgarstjórastólinn.
Sorglegast þykir mér samt að sjá borgarstjóra núna reyna að kenna Alþingi um vandræði sín. Ekki tala sveitarstjórar nágrannasveitarfélaga með sama hætti. Það er eitt að vilja verða borgarstjóri, en til hvers að halda af stað í slíka vegferð ef það er svo ekkert manni sjálfum að kenna?
Geir Ágústsson, 18.11.2018 kl. 11:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.