Föstudagur, 9. nóvember 2018
OR sem tékkhefti
Það hefur réttilega verið bent á að OR er notað eins og mjólkurbelja til að útvega peninga í tóman borgarsjóðinn. Umræddan hagnað OR má skýra með því að öll gjöld OR til neytenda eru í hæstu hæðum og hafa verið síðan OR þurfti að klóra sig upp úr holu sem áhættufjárfestingar þess fyrir hrunið 2008 höfðu dregið fyrirtækið ofan í.
Fasteignagjöldin eru sömuleiðis mjólkurbelja. Skattheimta vegna þeirra eykst og eykst með hækkandi fasteignamati um leið og kostnaður við þá þjónustu sem þau eiga að fjármagna gerir það ekki.
Þetta blasir við og menn geta ekki skýlt sér á bak við hagnaðartölur, sem að hluta má skýra með yfirgengilegri gjaldtöku og að hluta með pappírshagnaði vegna hækkandi verðmats á hinu og þessu.
Borgin er skelfilega illa rekin og fer að verða að athlægi á höfuðborgarsvæðinu þegar hún er borin saman við nágrannasveitarfélögin, t.d. Hafnarfjörð þar sem menn eru enn á fullu að taka til eftir seinustu stjórnartíð vinstrimanna. Það verkefni tekur við í Reykjavík dag einn og verður mjög erfitt viðureignar.
Kallar á einbeittan vilja til útúrsnúnings | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Getur þú útskýrt í hverju þessi slæmi rekstur er fólginn. Td. í samanburði við Garðabæ og Seltjarnarnes.
Jónas Kr. (IP-tala skráð) 9.11.2018 kl. 17:06
Nei, en ef bragginn er vísbending þá er hann vísbending um að borgarsjóður er orðinn að sjálftökuborði fyrir útvalda.
Geir Ágústsson, 9.11.2018 kl. 17:15
Það er alveg ljóst mál, og hefur verið lengi að borgasrjóður eru bara "sjálftökuborð fyrir útvalda," eins og þú orðar það.
Venjulega hefur það verið kallað "gæluverkefni." En þau gleymast. Það eru til dæmis allir búnir að gleyma því þegar þeir útdeildu sjálfum sér lóðum.
Ásgrímur Hartmannsson, 9.11.2018 kl. 21:49
Bragginn er mjög lítill hlutii af fjárfestingum borgarinnar og telur því tæpast í heildarmyndinni.
Borgin er tiltölulega vel rekinn. Hún sýndi mikinn rekstrarhagnað á síðasta ári og skuldir hafa lækkað á síðustu tíu árum jafnvel í krónum talið. Þegar leiðrétt hefur verið vegna verðlags hafa skuldir lækkað mikið og er skuldahlutfallið nú mjög hagstætt.
Þó að skuldir borgarsjóðs hafi aukist frá því fyrir tíu árum um 56 milljarða þá er aukningin lítil þegar leiðrétt hefur verið vegna verðlags. Auk þess eru það heildarskuldir sem mestu máli skipta.
OR sýndi mikinn hagnað fyrir síðasta ár. Arðgreiðslur eru því í góðu lagi.
Ásmundur (IP-tala skráð) 9.11.2018 kl. 22:58
Eins og mér hefur sýnst þetta þá eru þessar hagnaðar og arðtölur allar keyrðar áfram með lántökum, afhverju þarf að auka skuldir borgarinnar (taka lán) til að auka hagnað? Nú er ég ekki hagfræðimenntaður en maður spyr sig
Emil Þór Emilsson, 10.11.2018 kl. 10:29
Emil, á árinu 2017 lækkuðu skuldir borgarinnar um 4 milljarða og skuldir OR um 9 milljarða. Láttu ekki sjálfstæðismenn blekkja þig.
https://reykjavik.is/sites/default/files/ymis_skjol/skjol_utgefid_efni/reykjavikurborgar_-_arsreikningur_2017_0.pdf
https://www.or.is/sites/or.is/files/arsreikningur_samstaedu_or_2017.pdf
Ásmundur (IP-tala skráð) 10.11.2018 kl. 13:53
Það mætti gera húsleit heima hjá Jóni Gnarr og endurheimta þar eignir Reykjavíkurborgar. Það mundi bæta fjárhag borgarinnar
Borgari (IP-tala skráð) 10.11.2018 kl. 20:42
Reykjavík er á leiðinni á gjörgæslu:
https://www.facebook.com/2102917676660646/posts/2226926074259805/
Geir Ágústsson, 11.11.2018 kl. 05:41
Braggamálið gefur tilefni til að rifja upp hvernig Davíð Oddsson spilaði borgina úr höndum Sjálfstæðisflokksins 1991.
Framúrkeyrslan vegna ráðhússins var 33 braggar að sögn Dags. Til víðbótar því var gífurleg framúrkeyrsla vegna Perlunnar. Öfugt við það sem nú er, eins og ársreikningar sýna, var skuldaaukningin svo gífurleg að Davíð sá sér þann kost vænstan að flýja af hólmi.
Síðan hefur sjálfstæðisflokkurinn ekki borið sitt barr í borginni. Flokkurinn hefur haft fimm borgarstjóra sem hafa ríkt að meðaltali í ca 1 1/2 ár hver og enginn þeirra í heilt kjörtímabil.
Allir fimm borgarstjórar Sjálfstæðisflokksins síðan Davíð hrökkluðust frá völdum vegna getuleysis eða spillingarmála.
Ásmundur (IP-tala skráð) 11.11.2018 kl. 12:07
Hafa menn ekki í sér að viðurkenna gjörðir sínar án þess að benda marga áratugi aftur í tímann á allt annað fólk? Davíð "hrökklaðist" ekki í forsætisráðuneytið. En flokkurinn gat vissulega ekki fyllt í skarðið.
Geir Ágústsson, 12.11.2018 kl. 17:03
Hvaða gjörðir mínar á ég að viðurkenna? Annars þarf ég að viðurkenna mistök þar sem ég vitna í ársreikning Reykjavíkur 2017. Skuldir borgarinnar hækkuðu á árinu 2017 um 6.8 milljarða en skuldir OR lækkuðu um 11.6 milljarða.
Hækkun skulda Reykjavíkurborgar stafar að mestu af hækkun á lífeyrisskuldbindingum. Annars þarf meira en eitt ár til að leggja mat á rekstur. Meira máli skiptir að skuldir borgarinnar sl 10 ar hafa lækkað mikið að raunvirði.
Ég velti því fyrir mér hvort Katrín Atladóttur sé svona illa að sér eða sé með vísvitandi blekkingar. Ríkið sleppir því að telja lífeyrisskuldbindingar sem skuldir eins og Reykjavík gerir. Þess vegna kemur hækkun á þeim ekki fram sem skuldaaukning hjá ríkinu. Það munar þó mest um að lækkun skulda ríkisins er til komin vegna stöðugleikaframlags gömlu bankanna og arðgreiðslna frá nýju bönkunum sem hafa ekkert með rekstur borgarinnar að gera.
Að bera saman tölur án þess að leiðrétta vegna þessara atriða eða að minnsta kosti nefna þau er ekkert annað en blekkingar.
Hvort Davíð hrökklaðist frá borginni 1991 má deila um. Allavega er ljóst að honum var ekki sætt lengur eftir þessa gífurlegu skuldasöfnun. Enginn eftirmanna hans úr flokknum sat nógu lengi til að safna verulegum skuldum. Davíð er því rétti borgarstjórinn til að bera saman við Dag.
Ásmundur (IP-tala skráð) 12.11.2018 kl. 23:01
Önnur eins romsa af eftiráskýringum er sjaldséð.
Geir Ágústsson, 13.11.2018 kl. 07:01
Í næstum því 30 ár hafa vinstrimenn verið nánast einráðir í borginni.
Borgin er stórskuldug þótt lengsta góðæri Íslandssögunnar hafi vissulega sett smávegis dæld í sumar skuldir en ekki aðrar.
Það er reiknað með því að áfram megi eyða og eyða.
Útsvar og fasteignaskattar eru í löglegu hámarki.
Stjórsýsla ráðhússins kostar meira en alls Íþrótta- og tómstundarsviðs sem hefur umsjón með frístundum mörg þúsund barna.
Menn eru að benda á borgarstjórn Davíðs Oddssonar til að réttlæta ósómann!
Röð af allskyns vandræðamálum sem grunlausir embættismenn þurfa að svara fyrir því borgarstjóri stekkur í felur.
En alltaf fara menn í teflon-jakkann og láta alla gagnrýni sem vind um eyru þjóta og reyna í sífellu að benda út og suður til að afvegaleiða umræðuna.
Má ekki bara játa það af hógværð að það er eitthvað sem borgarstjórn þarf að taka ábyrgð á sjálf? Eða til hvers eru menn í stjórnmálum ef það er ekki hægt að gangast við verkum sínum? Segja alltaf "ekki mér að kenna" þegar á eitthvað er bent, en hlaupa svo til og klippa á borða þegar fé skattgreiðenda er lagt undir?
Geir Ágústsson, 13.11.2018 kl. 07:32
Sumar skuldir en ekki aðrar? Það er heildarmyndin sem skiptir mestu máli. Þar er skuldastaða Reykjavíkur mun betri en flestra annarra sveitarfélaga enda skuldaviðmiðið aðeins 85% meðan meðaltalið er 103%.
Ásmundur (IP-tala skráð) 13.11.2018 kl. 10:39
"Hvað Reykjavík snertir þá virðist skuldaviðmiðið gefa kolranga mynd af raunverulegri fjárhagsstöðu borgarinnar."
http://www.vb.is/skodun/hver-er-skuldastada-reykjavikur/142730/
Geir Ágústsson, 13.11.2018 kl. 17:32
Þetta var mjög misheppnuð tilraun hjá VB enda ljóst að það er mikill munur á skuldum sem skattgreiðendur standa undir og skuldum sem eru greiddar niður með tekjum fyrirtækjanna.
Arðbær rekstur fyrirtækja getur réttlætt háar skuldir. Þannig fæst aukið rekstrarfé sem eykur hagnað. Vegna eignarhluta borgarinnar í OR er staðan jafnvel enn betri en skuldaviðmið upp 85% bendir til.
Ásmundur (IP-tala skráð) 13.11.2018 kl. 20:06
Það er eins og upphaflegi punktur minn var: OR fær að mergsjúga borgarbúa til að fegra og borga undir rekstur borgarinnar, sem væri annars í molum þrátt fyrir að allir skattar séu í botni.
Geir Ágústsson, 14.11.2018 kl. 05:28
"Mergsjúga borgarbúa" og "borga undir rekstur borgarinnar" eru mótsagnir. Það er auðvitað hið besta mal fyrir borgarbúa ef eignaraðild borgarinnar að OR aflar henni tekna til að fjárfesta í uppbyggingu.
Þetta eru álíka mótsagnir og að borgin eigi að lækka skatta en á sama tíma auka innviðauppbyggingu. Eða með öðrum orðum að minnka tekjur en auka útgjöld sem leiðir óhjákvæmilega til skuldaaukningar. Er þetta ekki grunnstefið í stefnu Sjálfstæðisflokksins?
Ásmundur (IP-tala skráð) 14.11.2018 kl. 17:06
Nákvæmlega það sem þú kallar mótsögn er að eiga sér stað í td Hafnarfirði. Það er hægt að gera svo margt með svolitlum aga og aðhaldi og fækkun gæluverkefna.
Geir Ágústsson, 15.11.2018 kl. 06:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.