Yndislega miðstýring á fávitum

Svo virðist sem hið opinbera menntakerfi geri ráð fyrir að skólastjórar, rektorar og aðrir yfirmenn skólanna séu fávitar.

Þeir kunna ekki að velja starfsfólk eða úthluta starfsfólki verkefni við hæfi.

Þeir eiga á hættu að ráða stórhættulega og rangt menntaða einstaklinga sem brengla hausinn á krökkunum með röngu kennsluefni.

Þeir velja ranga umsækjendur um stöður og úthluta þeim of mikilli ábyrgð.

Hættan er sú að þessir skólastjórnendur sendi nemendur á veg glötunar og tapaðra tækifæra.

Þess vegna þarf að gefa út allskyns leyfisbréf sem kveða á um allskyns menntun og námskeið.

Það er ekki nóg að hafa skilning á námsefninu og viljann til að kenna það. Nei. Þú þarft að hafa leyfisbréf, sem bendir á ákveðið skólastig, og hananú.

Skólastjórnendur, af hverju þurfið þið að vera svona miklir fávitar?


mbl.is Skiptar skoðanir um eitt leyfisbréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En svo er algjörlega ómenntað lið úr Samtökunum 78 fengið til sjá um KYNfræðslu þá þarf ekkert háskólanám bara sýna fram á persónulega reynslu af notkun á ?

Borgari (IP-tala skráð) 13.11.2018 kl. 20:17

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Eru það ekki bara gestafyrirlesarar?

Geir Ágústsson, 13.11.2018 kl. 20:58

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Notkun á hverju??

Þorsteinn Siglaugsson, 14.11.2018 kl. 00:09

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Persónulega þætti mér frábært ef skólarnir opnuðu í auknum mæli á gestafyrirlesara. Það yrði þá að vera jafnvægi í því, án tillits til pólitísks rétttrúnaðar:

- Sósíalisti vs. frjálshyggjumaður

- Samtökin '78 vs. fulltrúi frá Krossinum fríkirkju

- Háskólamaður vs. iðnaðarmaður

- Femínisti vs. karlremba

- Hugvísindamaður vs. raunvísindamaður

- Nunna vs. vændiskona

Allt gæti þetta farið vel fram og á yfirvegaðan hátt. Börn fengju fjölbreytt efni til að hugsa um. 

Geir Ágústsson, 14.11.2018 kl. 12:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband