Mánudagur, 5. nóvember 2018
Markaðurinn hreinsar til
Icelandair hefur keypt WOW air. Þetta mun hafa breytingar í för með sér fyrr eða síðar. Kannski hækka flugfargjöld og hagnaður Icelandair eykst og laðar þannig að sér keppinauta. Kannski ekki og reksturinn verður ásættanlegur en ekki nógu glæsilegur til að draga fjárfesta frá öðrum tækifærum.
Kannski sjá félög eins og EasyJet og RyanAir tækifæri í kaupum WOW air. Kannski ekki.
Kannski sjá flugfélög eins og KLM og BA tækifæri nú þegar það er viðbúið að samruni sé að eiga sér stað með tilheyrandi hagræðingu sem leiðir kannski til svigrúms.
Við vitum það ekki en eitt er víst: Neytendum verður þjónað. Kannski fækkar hræódýrum miðum en þá ferðast þeir minna sem vilja borga minnst.
Svona sveigjanleiki hefði verið drepinn ef ríkið hefði troðið sér að borðinu og byrjað að niðurgreiða, veita ríkisábyrgðir eða beinlínis taka rekstrarlega stöðu. Þá hefði lífi verið haldið í sofandi risum rétt eins og gildir um svo margt annað á Íslandi. Heilbrigðiskerfið og landbúnaður eru sofandi risar á spenanum sem fá ekki að aðlagast, vakna, breyta um ásýnd eða leita nýrra leiða. Þeir fitna og fitna og verða sífellt svifaseinni. Sem betur fer urðu það ekki örlög flugsamgangna til og frá Íslandi.
Skúli ávarpaði starfsfólk WOW air | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:10 | Facebook
Athugasemdir
Hvernig er með lánin með 9% vöxtum sem WOW var búið að semja um? Tekur Icelandair við þeim? Voru þetta ekki sex milljarðar? Var verðið þá í raun átta milljarðar en e3kki tveir?
Ásmundur (IP-tala skráð) 5.11.2018 kl. 20:53
WOW er með rúmlega 70 milljaraða skuldaklafa og á ekkert. Ég veit ekki hvernig þetta verður tæklað.
Geir Ágústsson, 6.11.2018 kl. 00:50
"WOW er með rúmlega 70 milljarða skuldaklafa og á ekkert. Ég veit ekki hvernig þetta verður tæklað."
Á 9 % talsvert af því? Og engin flugvél fylgir? Verður ekki Icelandair að reyna að losna við þetta drasl?
Halldór Jónsson, 6.11.2018 kl. 09:35
WOW air hefur leigt allar sínar flugvélar að mér skilst, og hefur alltaf keypt eldsneyti á markaðsverði. Þeir eru að vísu með betri sætanýtingu en bara af því þeir hafa selt sætin of ódýrt. Þeir eru að vísu með sparneytnari flugvélar en það er af því þeir leigja nýrri vélar en hinn gamli floti Icelandair samanstendur af.
Fjárfestar búast nú við því að miðaverði rjúki upp og skal það engan undra.
Ég ætla í þessu samhengi að leyfa mér að endurbirta skrif kunningja míns (án þess að láta nafn hans getið):
Á Facebook má greina töluverðan titring hjá fólki vegna Icewowair. Sumir óttast að dragi úr samkeppni og að afleiðingin verði færri áfangastaðir og hærra farmiðaverð.
Aðrir óttast að samruninn verði stöðvaður, Wow fari í framhaldinu á hliðina og dragi hagkerfið niður í dýfu.
En fáir virðast leiða hugann að því hvort að ófrelsi á flugmarkaði valdi því að landið á svona mikið undir tveimur flugfélögum.
Raunin er að bandarísk flugfélög (og nær örugglega evrópsk líka) fá ekki að millilenda og hleypa út farþegum á leið yfir Atlantshafið. Ísland má aðeins vera enda- eða upphafsstöð fyrir flug sem hefst/endar í flugmarkaðssvæði viðkomandi flugfélags.
Þeir sem vilja átta sig betur á ófrelsi í flugsamgöngum geta horft á þetta stutta og skýra myndskeið hér:
https://www.youtube.com/watch?v=thqbjA2DC-E
Lögin gefa því, faktískt, íslenskum flugfélögum einkarétt á að nota Keflavík sem söfnunar- og dreifingarflugvöll fyrir farþega á leið milli vestur- og austurhvels.
Ef slakað væri á þessum hömlum og íslenski flugmarkaðurinn opnaður gæti það hæglega gerst að alls kyns flugfélög sæju gróðavon í því að nota Ísland sem spoke-and-hub stoppistöð.
Þyrfti þá ekki að spyrja að framboðinu af áhugaverðum áfangastöðum og ódýrum flugsætum.
Geir Ágústsson, 6.11.2018 kl. 11:09
70 milljarða skuld hverfur ekki þó að fyrirtækið sé selt. Getur verið að Icelandair vilji kaupa WOW til að setja það í þrot og losna þannig fyrr við helsta samkeppnisaðilann?
Ef Icelandair hyggst reka WOW áfram setur það sjálft sig í mikla hættu. Þó að rekstur Iceelandair gangi bærileg þurfa dótturfyrirtæki einnig að bera sig. Rekstur WOW batnar ekki við það eitt að skipta um eigendur.
Ásmundur (IP-tala skráð) 7.11.2018 kl. 11:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.