Borgin leigir því dýrt en leigir út ódýrt

DV segir frá athyglisverðu máli í kringum svokallaðar mathallar Reykjavíkur. Lykilsetning í frétt þeirra er, að mínu mati:

Borgin leigir því dýrt en leigir út ódýrt.

Þetta er vitaskuld hægt að skýra með því að benda á að þeir sem vasast með fjármuni skattgreiðenda eru ekki að vasast með eigið fé. Menn nota skattfé til að ná pólitískum markmiðum og þau skipta oft meira en að fá sem mest fyrir takmarkað fé. Ekki hætta menn að borga skatta, er það nokkuð?

Borgin er kannski slæmt dæmi, en ekki einsdæmi. Um allt land, og raunar allan heim, brenna stjórnmálamenn fé skattgreiðenda í glæsihallir og bruðl og tískubólur og vonast til að fá endurkjör út á það eða klapp á axlirnar frá uppáhaldshagsmunagæsluhópunum. 

Reykjavík er kannski með verst reknu sveitarfélögum landsins, en það mega fleiri taka til sín í þeirri gagnrýni sem borgarstjórn þarf að sæta, með réttu.

En kannski er hið jákvæða í þessu máli að miðbæjarbúar og ferðamann geta nú heimsótt matsölustaði í rándýru leiguhúsnæði og fjármagnað þannig hagnað einhvers vildarvinar borgarstjóra. Gleður það ekki alla?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Reykjavíkurbúar eru enn að súpa seyðið af þeim stjórnháttum sem Jón Gnarr innleiddi hjá borginni

Stjórnendur Reykjavíkurborgar gera upp á bak í vanhæfni og þá nægir bara að segja JOKE eða ulla á næstu manneskju og þá þarf ekki að ræða það meir.

Starfsmaður Reykjavíkurborgar (IP-tala skráð) 3.11.2018 kl. 21:10

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Eitthvað ristir nú vandamálið dýpra en til borgarstjóra sem varð að strengjabrúðu.

Geir Ágústsson, 4.11.2018 kl. 20:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband