Næst fá Svíþjóðardemókratar 25%

For­dæma­laus staða er nú kom­in upp í sænsk­um stjórn­mál­um sem í gegn­um tíðina hafa ein­kennst af fyr­ir­sjá­an­leika.

Það sem gerðist var að hinir hefðbundnu stjórnmálaflokkar dönsuðu við pólitískan rétttrúnað án þess að fylgjast með afleiðingunum fyrir venjulegt fólk. Þegar fólkið ákvað að setja atkvæði sín annað urðu allir steinhissa.

Dönsk stjórnmál eru að þessu leyti öðruvísi. Vissulega er rekinn pólitískur rétttrúnaður í Danmörku en hann er frekar vægur miðað við þann sænska og vitaskuld hinn íslenska (þann skæðasta í allri Vestur-Evrópu að mínu mati). Dönsk yfirvöld fá að heyra það þegar heilu hverfin eru orðin hættuleg svæði fyrir venjulegt fólk, og full af atvinnulausum og ótalandi innflytjendum sem hafa engan áhuga á að taka þátt í samfélaginu í kringum sig.

Hinir dönsku sósíaldemókratar eru nú orðnir meðal hörðustu gagnrýnenda innflytjendastraumsins og gera sér grein fyrir að það er ekki hægt að halda úti bæði gjafmildu velferðarkerfi fyrir innfædda og um leið öðru eins hliðarkerfi fyrir aðflutta. Með því að berjast fyrir strangari innflytjendalöggjöf eru hinir dönsku sósíaldemókratar að reyna verja velferðarkerfið. Svíar hafa ekki komist svo langt í orsakagreiningu sinni.

Eða með þeirra eigin orðum:

Vi vil gerne hjælpe mennesker, der er på flugt. Det er en medmenneskelig pligt. Samtidig er vi også enige om, at der er en grænse for, hvor mange flygtninge og udlændinge der kan integreres i vores samfund. Og det er altafgørende, at integrationen kommer til at fungere bedre.

(Nálgun frjálshyggjumannsins er aðeins öðruvísi. Hún er sú að velferðarkerfið býr til innflytjendavandamál, og laði að sér fólk sem er bara á höttunum eftir bótagreiðslum. Miklu heilbrigðara samfélag er það sem hvetur fólk til að sjá fyrir sér sjálft og rétta þá hjálparhönd með frjálsum framlögum til þeirra sem eiga erfitt með það.)

Svíar eru að brenna á eigin báli. Í næstu kosningum fá Svíþjóðardemókratar 25% atkvæðanna og komast í algjöra lykilstöðu í sænskum stjórnmálum. Menn munu þá skammast út í almenna kjósendur og kalla þá pópulista og ýmislegt annað og jafnvel siga Evrópusambandinu á sænska lýðræðið.


mbl.is Fordæmalaus staða í Svíþjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Sæll Geir, þú hittir naglann í hverju höggi þarna, fínn pistill.

Eyjólfur Jónsson, 29.10.2018 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband