Segja þeir sem sáu ekkert fyrir

Það vantar ekki spekingana til að tjá sig um ástand efnahagsmála á Íslandi og erlendis. Gallinn er sá að þetta eru spekingarnir sem sáu ekkert fyrir árið 2008, hvorki á Íslandi né erlendis.

Ekki ætla ég að þykjast vita neitt en ætla samt að fara varlega í vali mínu á spámönnum. Í það minnsta ætla ég ekki að leita í smiðjur spámanna innan kerfisins, ef svo mætti kalla: Opinberra stofnana og bankafólks.

Kannski Heiðar Guðjónsson, fjárfestirinn sem kom fé sínu í skjól fyrir hrunið, sé málið.


mbl.is Áhættan í kerfinu hófleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lærdómurinn af hruninu er löngu gleymdur og óskhyggjan tekin við.

Eftir hrun voru allir á því að krónan væri ónýt og því nauðsynlegt að taka upp annan gjaldmiðil. Þeir sem voru ekki sáttir við evru vildu norska krónu eða Kanadadollar rétt eins og Íslendingum stæði til boða opið hlaðborð hinna ýmsu gjaldmiðla.

Það leið þó ekki á löngu áður en krónan var aftur lofuð upp til skýjanna fyrir að hjálpa okkur upp úr hruninu. Þá var gleymt að krónan var hrunvaldurinn. Án hennar hefði aðeins orðið kreppa.

Ein blekking krónuunnenda er að seðlabankinn geti með kaupum og sölu á gjaldeyri jafnað sveiflur. Það getur hann kannski þegar allt er með kyrrum kjörum en um leið og eitthvað bjátar á mega slík inngrip seðlabanka sín einskis.

Hvað mun það taka mörg hrun og hve mörgum þúsundum milljarða þurfum við að tapa áður en sú augljósa staðreynd rennur upp fyrir Íslendingum að ESB-aðild og evra er það sem koma skal?

Ásmundur (IP-tala skráð) 24.10.2018 kl. 11:32

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Kannski gjaldþrot Ítalíu og hrun evrunnar.

Geir Ágústsson, 24.10.2018 kl. 13:12

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það væri slæm hugmynd fyrir þjóð með jafn vitlausa stjórnendur að taka upp gjaldmiðil sem tekur ekki á sig hagsveiflur sem skapast af heimskupörum fyrrnefndra stjórnenda.

Ásgrímur Hartmannsson, 24.10.2018 kl. 16:51

4 identicon

Margir telja það galla á evru að ekki er hægt að fella gengi hennar í samdrætti. Ég tel það hins vegar ótvíræðan kost því að þannig fæst eftirsóknarverður stöðugleiki. Með stöðugleikanum opnast möguleikar á margbreytilegum útflutningsgreinum. 

Með evru verður ekki lengur hægt að varpa afleiðingum mistaka stjórnvalda yfir á almenning með gengisfellingum og rýra þannig kjör hans en bæta um leið hag auðmanna.

Með evru verðum við í sömu sporum og þær ESB-þjóðir sem eru með evru og hafa af því góða reynslu (með fáum undantekningum). Þær má rekja til fúsks heima fyrir. Það eru gífurlegir hagsmunir sem fylgja upptöku evru ef menn vanda sig.

Með evru verða sveiflur miklu minni en með krónu. Það þarf því ekki gengisfellingu til að koma sér upp úr lægð. Aðeins þarf að beita skynsemi til að lægir verði hóflegar. Með því að opinberir aðilar stilli framkvæmdum í hóf og minnki skuldir í þenslu er hægt að fjárfesta og auka skuldir í efnahagslegri lægð.

Haldið þið kannski að við séum of miklir molbúar til að stjórna af skynsemi?

Ásmundur (IP-tala skráð) 24.10.2018 kl. 18:07

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Einmitt.  Fúsk heima fyrir hver sem gjaldmiðillinn er eða heitir bitnar á almenningi.  Vel orðað hjá Ásmundi.

Kolbrún Hilmars, 24.10.2018 kl. 18:38

6 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Með evru verða sveiflur, bara ekki á gjaldmiðlinum.  Afleiðingar af svoleiðis hefur mátt sjá víða í Evrópu.

Evra bætir ekki greind þeirra sem við kjósum alltaf yfir okkur (eða réttara sagt, þið kjósið í sífellu yfir mig, ég hef engan áhuga á neinu af þessu liði.)

Ásgrímur Hartmannsson, 24.10.2018 kl. 19:47

7 identicon

Ásmundur hefur fundið fyrirheitna landið, þar sem auðmenn verða ekki ríkari og ríkari, evrusvæðið. Af því að þeir hafa evrur.

Merkilegt, þetta hefur farið framhjá öllum öðrum. 
Kannski vegna þess að ríkir verða ríkari á evrusvæðinu. 
Það hefur heldur enginn séð það sem Mundi sér, að kjör almennings á evrusvæðinu versni ekki, af því að þeir hafa evru.
Kannski vegna þess að menn eru uppteknir við að horfa á almenning á Grikklandi, Írlandi og Ítalíu, svo einhver lönd séu nefnd, þar sem fátækari verða sárafátækari.

Aldrei biðja krata um ráð í efnahagsmálum.
Nema náttúrulega að fólk sé að leita eftir stöðugleika. 
Stöðugleika í fátækt.

Hilmar (IP-tala skráð) 24.10.2018 kl. 20:12

8 identicon

Í síðasta hruni færðist stórt hlutfall íbúðarhúsnæðis frá almenningi til auðmanna sem fengu það fyrir slikk þegar almenningur gat ekki lengur staðið í skilum vegna mikillar hækkunar verðtryggðra skulda.

Í næsta hruni mun þessi þróun halda áfram og enn færri eiga sitt eigið húsnæði þegar upp verður staðið. Þeir verða ofurseldir leigumarkaði frjálshyggjunnar.

Ekkert slíkt gerist með evru. Skuldir hækka ekkert í samdrætti enda verðtrygging óþekkt. Greiðslubyrði jafnvel lækkar vegna lækkandi vaxta. Með evru munu vextir lækka mikið og þar með greiðslubyrði lána.

Miklar sveiflur á gengi krónunnar eru oftast fyrirsjáanlegar og skapa þannig tækifæri til að kaupa gjaldeyri þegar gengi krónunnar er hátt og selja þegar það er lágt á kostnað almennings. Krónan er því óskagjaldmiðill sjálfstæðismanna og framsóknarmanna allra flokka. 

Hve lengi ætlar almenningur að láta bjóða sér þetta? 

Ásmundur (IP-tala skráð) 25.10.2018 kl. 10:18

9 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég efast um að margir stjórnmálamenn hefðu gert eins og Steingrímur J. og Jóhanna Sig. - að reyna að þagga niður í gagnrýnisröddum með því að gefa eftir alla leið. 

Um leið skil ég ekki af hverju efnahagsstjórn á að snúast um að gera skuldsetningu sem auðveldasta og - tímabunið - ódýrasta. 

Geir Ágústsson, 25.10.2018 kl. 11:00

10 identicon

Síðasta hruni, Mundi?
Eru mörg hrun í þínu lífi?

En, sökum evru sem aðlagar sig ekki að efnahagslegum raunveruleika þar sem samdráttur er, missir fólk vinnuna, lækkar í launum, og missir húsnæði. Eins og hefur gerst á evrusvæðinu síðustu 10 ár. 

Verðtrygging hefur heldur ekkert með gjaldmiðil að gera. Einu löndin fyrir utan Ísland sem eru með verðtryggingu er Ísrael og Brasilíu. Það hefur heldur ekkert með schekel og real að gera. Þetta er efnahagsleg aðgerð á svæði þar sem ráða þarf bót á óðaverðbólgu. Meira að segja Bandaríkin og Bretland, með dollar og pund, hugleiddu að fara verðtryggingarleið í byrjun 8. áratugarins. Sú hugleiðing stafaði ekki af því að dollar og pund væru smámyntir. 

Við getum afnumið verðtryggingu án þess að skipta um gjaldmiðil. Verðbólga er skárri kostur, þar sem hún er leiðrétting á þegar útgjöld fara úr böndunum, án þess að tekjur standi undir auknum útgjöldum. Sem sagt, leiðrétta þarf of há laun og of mikil útgjöld. Þau lönd sem geta ekki leiðrétt sig á þennan hátt, með verðbólgu og gengisfalli, eru dæmd í samdrátt og atvinnuleysi, sem er margfalt erfiðara að leysa úr en verðbólga.

Með evru yrðum við dæmd reglulega í atvinnuleysi og eignamissi.
Þeir einu sem þetta hefði engin áhrif á, eru sumir ríkisstarfsmenn, sérstaklega þeir sem geta skammtað sér kjörin sjálfir, og borðað og drukkið frítt í Brussel.

Hilmar (IP-tala skráð) 25.10.2018 kl. 11:42

11 identicon

Ég hef upplifað hrun þrisvar á Íslandi, 1967-8, þegar síldin hvarf og Íslendingar flykktust til Svíþjóðar í atvinnuleit, 1983-4 og 2008.

Í öll skiptin hrundi gengi krónunnar um meira en helming. Afleiðingarnar voru þó verstar 2008 ekki síst vegna hárra verðtryggðra skulda almennings og gífurlegra erlendra skulda þjóðarbúsins. Næsta hrun gæti orðið enn verra en það síðasta ef krónan verður enn gjaldmiðillinn.

Íslendingum stendur til boða að taka óverðtryggð lán en kjósa flestir verðtryggð. Ef verðtryggð lán verða bönnuð mun þeim fækka mikið sem geta keypt íbúð og er ekki á það bætandi.

Í samdrætti, svo að ekki sé minnst á hrun, munu vextir á óverðtryggðum lánum hækka upp úr öllu valdi og mun greiðslubyrði þeirra hækka miklu meira en verðtryggðra. Gjaldþrot yrðu því mun fleiri en með verðtryggingu og fleiri eignir fyrir auðmenn til að hirða upp fyrir spottprís, með auknum ójöfnuði. Hrun án verðtryggingar yrði því miklu verra en með verðtryggingu.

Vegna þess að lítill gjaldmiðill eins og krónan getur aldrei notið mi8kils trausts þurfa vextir að vera mun hærri hér en í evrulöndum. Annars myndi fjármagn streyma úr landi á öruggari mið.  

Ásmundur (IP-tala skráð) 25.10.2018 kl. 18:42

12 Smámynd: Geir Ágústsson

Ekki ætla ég að tala fyrir ríkiseinokun á peningaútgáfu og lögeyri sem slíkum. Það ætti að leggja niður SÍ og gefa framleiðalu, notkumn og val á peningum alveg frjálst, alveg eins og brauðuppskriftir og hárgreiðslur.

Geir Ágústsson, 25.10.2018 kl. 19:05

13 identicon

Samdráttur Mundi, samdráttur. Ekkert hrun.
Öll þjóðfélög upplifa samdrátt á einum tíma eða öðrum, ÖLL.

Gengi myntar segir til um efnahagsstjórn og afkomu þjóðfélaga, ekkert annað.
Ef þjóðinni gengur illa, hvort sem það er samdráttur vegna þess að síld hverfur, eða eftir að ábyrg ríkissjórn tekur til eftir óðaverðbólgu vinstrimanna.

Gengisfall þýðir einfaldlega að innfluttar vörur og þjónusta verður dýrari, innbyggð leiðrétting sem gerir engan greinarmun á milli manna, en bætir afkomu útflutningsfyrirtækja og heimaframleiðslu á kostnað heildsala. Ef ekkert gengisfall verður, t.d. ef Íslendingar væru svo heimskir að vera með evru, þá verður skekkjan áfram innbyggð í kerfið, og eina leiðin út er atvinnuleysi (sem minnkar neyslu), niðurskurður á kostnaði, t.d. launum (sem minnkar neyslu). Hvort tveggja leiðir til hærri kostnaðar ríkisins vegna atvinnuleysis og skertrar framfærslugetu, sem aftur leiðir af sér skattahækkanir sem draga enn úr getu atvinnulífsins og einstaklinga til að takast á við vanda.

Og ofangreint er nákvæmlega það sem gerðist á evrusvæðinu, Mundi minn. Evruþjóðir hafa ekki bolmagn til að vinna sig út úr vanda sem evran skapaði. 
Við gengisfall geta heildsalar farið að vinna við útflutningsatvinnuvegi. Kannski ekki eins spennandi, en það er framfærsla. Með evru, þá verður heildsalinn bara í sömu atvinnuleysiröð og útflutningsframleiðandinn.
Alveg eins og í evrulöndunum.

Vextir af lánum er svo allt annar handleggur, og má t.d. lagfæra með því að lækka byggingarkostnað. Það mætti bjóða fram lóðir í bunkum, og leyfa fólki að byggja sjálft, einfalda byggingareglugerðir og reka helming, ef ekki meira, af starfsfólki byggingafulltrúa og mannvirkjastofnunar. Lægri byggingakostnaður leiðir til lægri lána, sem aftur leiða til lægri vaxta. 

Hilmar (IP-tala skráð) 25.10.2018 kl. 19:37

14 identicon

Meira en helmingslækkun á gengi krónunnar, með þeim afleiðingum að innkaupaverð á innfluttum vörum og þjónustu meira en tvöfaldast, er meira en samdráttur,sem hefur orðið miklu oftar á þessu tímabili.

Skondið hvernig andstæðingar ESB lita á Grikkland og Ítalíu sem dæmigerð fyrir evrusvæðið. Ekki er slíkur málflutningur til þess fallinn að auka trúverðugleika þeirra.

Vegna stöðugleika evrunnar hefur allt verið í tiltölulrga góðu gengi á evrusvæðinu sl áratug með örfáum undantekningum þar sem menn hafa ekki gætt að sér og því flotið sofandi að feigðarósi. Sem dæmi má nefna að laun í Ítalíu hækkuðu á nokkurra ára tímabili fyrir 2008 miklu meira en laun í Þýskalandi. 

Það er kostulegt hvernig sveiflur á gengi krónunnar, sem gera hana ónýta sem gjaldmiðil, eru taldir vera jákvæðar af ESB-andstæðingum. Þessar sveiflur gera spilltum stjórnmálamönnum kleift að varpa afleiðingum eigin spillingar yfir á almenning. Samkeppnishæfni Íslands er einnig afar slæm á flestum sviðum vegna þessara sveiflna.

Með upptöku evru geta spilltir stjórnmálamenn ekki lengur varpað kostnaði af eigin spillingu á almenning. Þeir munu því ekki þrífast og hverfa á braut. Hæfari menn munu taka við.   

Var gífurleg skuldaaukning almennings vegna hrunsins svona eftirsóknarverð á sama tíma og tekjur og fasteignaverð stórlækkuðu?

Ásmundur (IP-tala skráð) 25.10.2018 kl. 22:11

15 identicon

Eru Grikkland og Ítalía dæmigerð evrulönd?
Já, þau eru dæmigerð evrulönd. 

Merkilegt að ESB sinnar skuli afneita þessum löndum. Af hverju skyldi það vera?
Jú, evran er að drepa þessi lönd. Eins og málflutningur andstæðinga evru og ESB hafa löngum bent á.

Þessi lönd eru holdgervingur þess, sem gæti gerst á Íslandi. Þess vegna vilja ESB sinnar ekki ræða um þessi lönd. Skrýtið að það að ræða þessi lönd, skuli á einhvern hátt verða til þess að trúverðugleiki manna minnki.
Spánn er líka dæmigert evruland. Portúgal er líka dæmigert evruland. Sem og Írland.

Öll þessi lönd eiga í, að hafa lent í hrikalegum hremmingum. Atvinnuleysi, samdrætti, gjaldþrotum o.sv.frv.

Írland er sennilega best statt í dag af þessum ríkjum, út af sterkum framleiðslufyrirtækjum. En þrátt fyrir það, brast á hrikalegur landflótti frá Írlandi fyrir 10 árum í kjölfar hrunsins. (Já, það hrundi líka í Evrópu, eins og Íslandi) Fjöldi manns missti eignir sínar, og enn aðrir festust í eignum sem þeir gátu ekki losnað úr. Flestir þeir sem flúðu fóru til ríkja utan evrusvæðisins, Bretlands, Bandaríkjanna, Ástralíu o.sv.frv.

Önnur dæmigerð evrulönd eru fyrrum austantjaldsríkin. Þjóðarframleiðsla sem eykst afar, afar hægt, og nemur um 15-20% af þjóðarframleiðslu á Íslandi, per haus. Langvarandi atvinnuleysi og fátækt, þrátt fyrir massívar peningasprautur frá ríkjum eins og Bretlandi. Ekkert þessara landa er líklegt að komast í hóp þokkalega stæðra ríkja.

Ástæðan? Jú, evran.

Var ég búinn að minnast á atvinnuleysi þarna? Og það þrátt fyrir ótrúlega þjóðflutninga af ódýru vinnuafli til ríkja (utan evrusvæðisins nota bene) í vestri.

Evran hamlaði ekki suður Kóreu, Taiwan, Japan og Kína. 

Hilmar (IP-tala skráð) 25.10.2018 kl. 22:58

16 identicon

Sérkennilegur þessi bulláróður Hilmars. Íslendingar vita betur. Þeir eru tíðir gestir í þeim löndum sem við berum okkur helst saman og vita að þar er ástandið harla gott, reyndar mun betra en hér skv helstu hagtölum.

Við höfum aldrei borið okkur saman við lönd Austur-Evrópu og jafnvel ekki heldur Suður-Evrópu. Ástandið þar hefur þó víðast hvar lagast mikið með ESB-aðild og upptöku evru þar sem það á við. Þau eru þó að sjálfsögðu miklir eftirbátar áðurnefndra landa. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 25.10.2018 kl. 23:26

17 identicon

Bulláróður?
Lönd sem við berum okkur saman við?

Hvaða lönd eru það?
Þýskland hlýtur að vera eitt þeirra, er það ekki Mundi?

Lítum á Þýskaland.
Opinberar skuldir Þjóðverja eru um 50% hærri af þjóðarframleiðslu, en á Íslandi.
Þjóðarframleiða á mann á Íslandi er u.þ.b. 75% hærri per capita en í Þýskalandi.
Atvinnuleysi í Þýskalandi er helmingi meira en á Íslandi.
Ekki batnar það Mundi, fyrirmyndarþjóðfélagið í evrulandi er hálfdrættingur á við Ísland.

Og ef samanburðurinn í Þýskaland, flaggskipti evrunnar er ekki beysinn fyrir evrugreyið, þá ættu menn að skoða hörmungina í Frakklandi, hinu flaggskipinu, sem er reyndar lekt fúaafley. 
Skuldir af GDP tvisvar sinnum hærri en á Íslandi, og hálfum betur.
Atvinnuleysi þrefalt, og þjóðarframleiðsla pr haus helmingur af því sem hún er á Íslandi.

Ef flaggskipin eru rekald, við hverja eigum við að miða okkur í evrulandi, Mundi minn?

Hvaða lönd, Mundi?

Hilmar (IP-tala skráð) 25.10.2018 kl. 23:42

18 Smámynd: Geir Ágústsson

Það er einkennilegt að telja evruna vera undan seilingar spilltra stjórnmálamanna.

Geir Ágústsson, 26.10.2018 kl. 06:43

19 identicon

Þjóðarframleiðsla á mann 75% hærri á Íslandi en í Þýskalandi? Látum okkur nú sjá:

Ísland 52.150, Þýskaland 50.206

Þjóðarframleiðsla á mann er 3.9% hærri hér en í þýskalandi.

https://en.wikipedia.org/wiki/List_of_countries_by_GDP_(PPP)_per_capita

Þjóðarframleiðsla Luxembourg er meira en tvöföld þjóðarframleiðsla Íslands. Írland er 40% hærri, Holland 3% hærri og margar aðrar ESB-þjóðir á svipuðu róli og við.

Þetta eru tölur frá 2017, toppi hagsveiflunnar þegar gengi krónunnar var hæst. Gengi krónunnar hefur lækkað verulega síðan. Það er því líklegt að við höfum nú þegar dregist aftur úr þeim þjóðum sem eru á svipuðu róli og við. Annars  er þetta stökk fram á við fyrir Ísland vegna ferðaþjónustunnar sem hefur ekkert með ESB að gera.

Fyrir örfáum árum voru opinberar skuldir Íslendinga með því hæsta sem þekkist í Evrópu. Nú hafa þær lækkað einkum vegna stöðugleikaframlags vegna bankanna og mikilla arðgreiðslna frá þeim. Þetta er tímabundið ástand sem gefur ranga mynd ekki síst vegna ástands innviða sem eru að falli komnir og krefjast gífurlegs fjármagns. 

Það eru þó mörg ESB-lönd sem sem eru með minni opinberar skuldir en við sem hlutfall af GDP. Luxembourg skuldar nær helmingi minna. Skuldir Dana og Svía eru mun lægri en okkar, einnig Tékklands, Eistlands, Lettlands, Lithauen, Búlgaríu og Rúmeníu.

https://en.wikipedia.org/wiki/List_of_countries_by_public_debt

Gengi krónunnar sendir okkur ekki bara niður í hyldýpi. Það fleygir okkur einnig upp til skýjanna. Hvorutveggja er villandi og sveiflurnar í sjálfu sér mjög slæmar.

Ásmundur (IP-tala skráð) 26.10.2018 kl. 08:55

20 Smámynd: Geir Ágústsson

En samt er beðið um evru, sem er á vöxtum sem falla að kröfum Þjóðverja en hefur verið prentuð að kröfum Frakka? Kannski lítur gin krókódílsins úr eins og öruggur staður en dag einn bítur hann.

Geir Ágústsson, 26.10.2018 kl. 11:18

21 identicon

Þjóðarframleiðsla á mann, á Íslandi 2017, Mundi minn, er um 70,000 USD 
Ekki trúa Wikipediu, afar léleg síða ef maður vill áreiðanlegar upplýsingar.

70.000 USD Mundi minn, og af hverju er það?
Jú, krónan féll, og Ísland varð samkeppnishæft. 

Did you see what I did there?
Jú Mundi, Ísland er besta dæmið um það, hvernig sjálfstæður gjaldmiðill getur lagfært efnahagslífið á undraskömmum tíma. Eitthvað sem undirokaðar þjóðir suður Evrópu geta ekki komist upp með, af því að þær eru í höftum evru. 
Þess vegna getur Spánn, Ítalía og Grikkland, og reyndar megnið af ESB ríkjunum ekki bætt samkeppnishæfni sína.

Lúx er svo undantekningin frá reglu ESB, út af fjármálastarfsemi, og aðstoð spilltra embættismanna, eins og Jean-Claude Junker, sem hefur komið í veg fyrir að ESB beitti sér í umfangsmiklum skattaundanskotum sem fara fram í Lúxemburg. Það er auðvelt að vera ríkur Mundi minn, ef maður er þjófur í skjóli bandalags eins og ESB.

Danmörk og Svíþjóð eru ekki evrulönd, og óþarfi hjá þér að reyna að draga þau inn í evruumræðu, evrunni til varnar.
Þess utan þá er landsframleiðsla á mann á Íslandi töluvert hærri en báðum þessum ríkjum, og opinberar skuldir sem hlutfall af þjóðarframleiðslu mjög svipaðar.

Best stöddu ríki Evrópu, sem ekki hafa Jean-Claude Junker til að aðstoða við þjófnað, eru Noregur, Sviss og Ísland. Ekkert þeirra í ESB, og ekkert þeirra með evru.

Reyndar svolítið skondið, að fyrir örfáum árum þurfti Sviss að festa gegni evru, því gjaldeyrisflótti frá evruríkjunum til Sviss, voru að gera svissneska frankann alltof alltof sterkan. Svona er nú að hafa sjálfstæðan gjaldmiðil, maður getur stjórnað honum, þó svo að flóttaevrur flæði landið.

Hér er svo ágætis síða fyrir þig, með fína og auðskiljanlega smantekt á milli landa:
https://www.focus-economics.com/

Hilmar (IP-tala skráð) 26.10.2018 kl. 12:06

22 Smámynd: Geir Ágústsson

Mér finnst menn hérna einblína aðeins of mikið á einn hlut: Gjaldmiðilinn.

Traustur gjaldmiðill er til lítils ef ríkisvaldið sogar of mikið í hítina og brennir í vitleysu.

Lítinn gjaldmiðill getur reynst ágætlega ef hann er prentaður í hófi og er notaður í umhverfi vel rekins hagkerfis.

Best væri að leyfa fólki að ráða því hvaða gjaldmiðill er notaður og að samkeppni í trúverðugleika sé heimil, rétt eins og með rekstur á fatahreinsunum og gleraugnaverslunum.

Þið nefnið báðir dæmi um ríki sem eiga að sanna mál ykkar í vali á tilteknum gjaldmiðli. En svo má nefna fleiri dæmi um ríki sem gera út af við ykkar dæmi, t.d. Lettlandi áður en ríkið tók upp evruna (og eftir að það tók upp evruna): Vel rekið hagkerfi hóflegrar skattheimtu þar sem einblínt var á samkeppnishæfnina með það að markmiði að auka verðmætasköpun (evran hefur svo vissulega einfaldað peningatilfærslur en ekki breytt því að hagstjórnin var og er traust).

Krónan er heppileg því þannig má lækka laun í hallæri án þess að þurfa fá samþykki hjá verkalýðshreyfingunni. Hún er óheppileg því stjórnmálamenn geta bara sent rýrnun kaupmáttar áfram á launþega, sparifjáreigendur og neytendur.

Evran er heppileg því hún er notuð af fleira fólki og magn hennar eykst hlutfallslega hægar en krónunnar en óheppileg því hún er misnotkun til að bjarga illa reknum hagkerfum og fyrirtækjum frá gjaldþroti, á kostnað kaupmáttar launþega (þegar verðbólgan á endanum birtist í stað þess að vera falin í hinum og þessum bólum, svo sem á húsnæðis- og hlutabréfaverði).

Geir Ágústsson, 26.10.2018 kl. 13:56

23 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Kosturinn við krónuna er að með henni getur efnahagslífið aðlagast hraðar í kjölfar áfalla. Það gerist af sjálfu sér með rýrnandi lífskjörum án þess að lækka þurfi laun. Gallinn er að krónan gerir það erfitt um vik að skipuleggja fram í tímann. Það er eflaust ein ástæðan fyrir því að íslenskt efnahagslíf byggir að alvöru virðiasukandi iðnaður hefur átt mjög erfitt uppdráttar hér.

Þorsteinn Siglaugsson, 26.10.2018 kl. 14:33

24 identicon

Það vill svo til að einn góðvinur minn er Letti. Sem flúði ástandið heimafyrir og kom hingað til vinnu.

Vissulega er efnahagslífið í Lettlandi stöðugt, en það þýðir reyndar að þar hafa litlar efnahagslegar framfarir átt sér stað. Atvinnuleysi hefur minnkað að undanförnu, en er samt 8%.
En minnkandi atvinnuleysi er samt aðallega að þakka gríðarlegum landflótta.
Ef þessi landflótti hefði ekki komið til, væri atvinnuleysi líklegast á milli 20 og 30%, eins og staðan var áður en landið gekk í ESB.

Að sögn þá hafa yfir 500 þúsund Lettar flúið land síðustu 10 ár. Það er yfir 20% þjóðarinnar. Það er ekki vel rekið þjóðfélag. Nema náttúrulega að mælikvarðinn sé sá að losna við sem flesta íbúa.

Síðan Lettland tók upp evru fyrir fjórum árum, hafa hagvísar varla hreyfst. 

Sú efnahagslega bót sem varð í Lettlandi var drifin áfram af mafíupeningum frá fyrrum Sovétlýðveldum. Lettneskir bankar þvoðu gríðarlegar upphæðir, en þessi straumur hefur nú stöðvast. Spillingarmálin sem af þessu leiddi eru enn í rannsókn.

Þá verður að geta, að Lettland hefur þegið tæplega 1100 miljarða króna aðstoð, nettó, frá ESB, síðan landið gekk í bandalagið 2003. Upphæðirnar nema venjulega um 2% af GDP.

Hilmar (IP-tala skráð) 26.10.2018 kl. 15:23

25 identicon

Tölur Wikipedia um GDP per Capita koma frá IMF og eru áreiðanlegar.

Krónan féll og Ísland varð samkeppnishæft, segir Hilmar. Síðan hækkaði krónan aftur og Ísland var ekki lengur samkeppnishæft. Er þá ekki betra að Ísland sé alltaf samkeppnishæft með þeim stöðugleika sem fylgir evru?

Krónan er beinlínis hættuleg. Við höfum horft upp á miklar lækkanir á genginu undanfarið þrátt fyrir inngrip seðlabankans. Þó er allt enn í góðu gengi. Hvernig haldið þið að þetta verði þegar halla fer undan fæti? 

Íslenska krónan er svo lítill gjaldmiðill að sæmilega öflugir vogunarsjóðir geta leikið sér að því að skortselja krónur og lagt þannig gjaldmiðilinn í rúst.

Evrulönd er betur stödd en önnur ESB-lönd. Svíar myndu hagnast á því að vera með evru. Danir eru með sinn gjaldmiðil bundinn við evru. Það er ekki af efnahagslegum ástæðum sem Danir og Svíar kjósa að hafa eigin gjaldmiðil. Ástæðan er þjóðernisleg enda var ákvörðun um það tekin í þjóðaratkvæðagreiðslu ef ég man rétt.

Það er mikill gorgeir að bera Ísland saman við Sviss og Noreg. Jafnvel 2017 á toppi hagsveiflunnar stöndum við þeim langt að baki. Sviss og Noregur eru ekki í ESB vegna þess að þau hafa efni á því. Staða þeirra væri jafnvel enn betri í ESB með evru.

Við höfum hins vegar ekki efni á því að vera utan ESB án evru. Það gæti reynst okkur mjög dýrkeypt einkum vegna smæðar krónunnar.  

Ásmundur (IP-tala skráð) 26.10.2018 kl. 17:48

26 identicon

Mundi minn, vitleysa á Wikipediu er bara vitleysa á Wikipediu.
Hvaða rugludallur sem er getur sett inn og breytt upplýsingum á Wikipediu, og gera það reglulega. Ég gæti jafnvel ímyndað mér að þú sért að fikta í ruglinu þarna, eins víðtækt og það nú er á þeim bænum.

Það er svo algert aukaatriði hversu hærri þjóðarframleiðsla pr mann er í Noregi og Sviss, meginmálið er það, að þjóðarframleiðsla á Íslandi, Noregi og Sviss, er hærri pr mann en í öllum evruríkjunum, og reyndar ESB eins og það leggur sig.

Varðandi skortsölur á krónum, þá er mjög ólíklegt að nokkur reyndi það. Fyrir það fyrsta, þá þarf það aðdraganda, eins og t.d. að eignast krónur.
Kosturinn við lítið myntkerfi er, að slíkt færi ekki framhjá Seðlabankanum, og hann hefur öll tæki til að koma í veg fyrir slíkt. 

Síðasta tilraun til skortsölu sem tókst með glæsibrag, er þegar George Soros, sá glæpahundur, gerði atlögu ásamt fleirum að pundinu. Sem er stór gjaldmiðill, og var enn stærri á þeim tíma. Ástæðan fyrir því að þessi atlaga tóks var sú heimska Breta að binda pundið við fyrirrennara evrunnar, ERM.

Nú, sumir Bretar horfðu á "stöðugleika" myntar í Evrópu, s.s DM, og töldu það frábært fyrir "stöðugleika" í Bretlandi að binda pundið við aðrar myndir í gegnum þetta verðandi evrusamstarf. Þetta átti að vera forspil að því að Bretar tækju upp sameiginlega mynt með hinum ESB þjóðunum.
Gerum langa sögu stutta. Soros sá það út að þetta var argasta firra, og "stöðugleikinn" leiddi til misgengis á milli pundsins og annarra mynta, vegna þess að breska hagkerfið hafði allt annað DNA en önnur hagkerfi í Evrópu.
Niðurstaðan, svarti miðvikudagurinn, þegar pundið var fellt, vegna heimsku manna sem taldi evru sniðuga.
Og þetta hefur verið Bretum áminning alla tíð, að evra sé eitur, eins og aðrar þjóðir í Evrópu þurfa svo að kyngja daglega, lítill skammtur af arseniki á dag, þar til yfir líkur.

Og hættu þessu kjaftæði um hvað Danmörk og Svíþjóð væru mikið betur sett með evruna. Nú þegar eru Danir og Svíar að gera margfalt betra mót en ruslið sunnar í álfunni, þó svo að löndin séu ekki að gera eins vel og Ísland, án evru, og án ESB

Hilmar (IP-tala skráð) 26.10.2018 kl. 23:13

27 identicon

Þú ert nú meiri bullukollurinn!

Segir þjóðarframleiðslu á mann á Íslandi vera hærri en í öllum evruríkjum þegar hún er meira en tvöfalt hærri í evrurikinu Luxembourg.

Og ekki tekur betra við þegar þú lítur á toppinn á gífurlegum sveiflum krónunnar sem varanlegt ástand.

Ertu nokkuð skyldur Trump? LOL!

Ásmundur (IP-tala skráð) 27.10.2018 kl. 08:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband