Laugardagur, 20. október 2018
Grænmeti hækkar í verði
Íslenskir garðyrkjumenn eru í niðurgreiddri samkeppni við sólina í suðlægari löndum. Menn rembast við að rækta gúrkur og tómata innandyra sem vaxa utandyra um víða veröld á veðursælli svæðum. Þessir bændur eru bókstaflega í samkeppni við sólina, á kostnað skattgreiðenda.
Núna á að hækka enn þann reikning sem skattgreiðendur fá með því að kolefnisjafna. Sú jöfnun er innblásin af ótta við lofttegund sem er um 0,04% af andrúmsloftinu og eykst í styrkleika með hækkandi hitastigi í sveiflum sem ná yfir mörg hundruð ár. Almenningi hefur hins vegar verið seld sú lygi að hitastig Jarðar fylgi línulegu samhengi við styrk kolefnis í andrúmsloftinu, og í öfugu orsakasamhengi við raunveruleikann.
En gott og vel, gerið samkeppnina við sólina bara enn erfiðari. Skattgreiðendur borga brúsann eins og fyrri daginn.
Flutningur á grænmeti kolefnisjafnaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ef þetta leiðir til þess að íslenskt grænmeti hækkar í verði hafa neytendur auðvitað val um að hætta að kaupa það. Þessi verðhækkun mun leiða til þess að ég held áfram að kaupa bragðmikla og safaríka erlenda tómata í Costco.
Þorsteinn Siglaugsson, 20.10.2018 kl. 09:57
Á meðan, á svarta markaðnum: http://www.visir.is/g/2018181029971?fbclid=IwAR2ufFBlnE5tAEIWVIMHCoiV-Qvx0895QI6DCK93qGiLkIFCtpv3vVelTzM
Ásgrímur Hartmannsson, 20.10.2018 kl. 13:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.