Laugardagur, 6. október 2018
Ríkið gæti selt vegakerfið
Það er vandlifað að vera stjórnmálamaður með alla þræði samfélagsins í höndum sér.
Til að létta líf stjórnmálamanna sting ég upp á því að þeir selji megnið af ríkisrekstrinum til einkaaðila. Einkaaðilar byggja upp fullkomnustu dreifikerfi heims fyrir farsíma, koma vörum á milli landshluta, troðfylla hillur verslana á hverjum degi, leiðrétta dapra sjón og senda pizzur allan sólarhringinn. Einkaaðilar geta líka hellt fljótandi drullu á jörðina og flatt hana út, gegn gjaldi.
Það er ríkinu greinilega ofviða að mennta börn, lækna sjúka og halda úti vegakerfi. Ég legg til að ríkið hætti þessu og einbeiti sér að framleiðslu pappírs.
Skorar á andstæðinga veggjalda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ofboðslega er þetta aumt hjá ráðherranum að segja þetta. Síðan hún settist í stól Ferðamálaráðherra hefuer ekkert gerst. Status Quo. Síðan hendir hún því fram að aðrir komi með tillögur. Hvað er þessi blessaða manneskja að gera á þingi ef hún er svona gjörsneydd að öllum hugmyndum? Hvað kom til að hún bauð sig fram til þings? Gott djobb?
Síðan er ég alfarið ósammála síðuhöfundi með að selja megnið af ríkisreskstrinum. Þar sem hann nefnir farsímakerfið er ágætt að benda honum að ef það hefði verið áfram í ríkiseign værum við ekki með lakara kerfi sem væti allt að 30 % ódýrara en það er í dag.
thin (IP-tala skráð) 6.10.2018 kl. 12:16
Kílometragjald, er eitthvað til sem er réttládara en það?
Ledurhaus (IP-tala skráð) 6.10.2018 kl. 12:19
thin,
Er ríkiseinokun, og einokun almennt, ekki frekar andstæðingur neytenda en velunnari?
Geir Ágústsson, 6.10.2018 kl. 12:58
Vegakerfi og samgöngur tilheyra innviðum hvers þjóðríkis. Að einkavæða slíka framkvæmd jafngildir efnahagslegri mismunun sem eyðileggur þjóðríkið. Fyrst samgöngukerfið svo veitukerfið. Vatn, hita, rafmagn og net.Já já einkavæðum þetta því það má græða á því. En hvað með fangelsin? Afhverju biður enginn um að fá að taka yfir fangelsin? Þá fyrst væri nú hægt að fara að dæma menn til refsinga því auðvitað myndi ríkið borga með hverjum fanga! Nei Geir, enkarekstur bjargar engu á meðan fjármagnið þekkir ekki sín takmörk. Þekkir ekki muninn á hófsemi og græðgi.
Varðandi hvernig hægt er að fjármagna enduruppbyggingu vegakerfisins þá er það eðlilegt að þeir greiði fyrir afnot í samræmi við það slit sem menn valda. Þannig að við eigum að taka upp þungaskatt. Og hafa hann stighækkandi svo virkilega svíði undan. Þá fyrst getum við byggt upp eðlilegt vegakerfi fyrir eðlilegan umferðarþunga. Ekki nota almannafé til þess að kvótagreifar geti transporterað aflanum landshluta á milli í staðinn fyrir að sigla með aflann. Fiskflutningar eiga stærstan þátt í þeirri eyðileggingu sem skortur á viðhaldi veldur.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 6.10.2018 kl. 13:29
Við erum þegar búin að borga fyrir þetta. Ríkið fer bara mjög illa með peningana. Ef ríkið væri einkafyrirtæki væri búið að reka allt þetta lið fyrir löngu.
Og þvílíkir titlar sem þetta pakk hefur: "Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra."
Því lengri titill, því gagnslausri.
Ásgrímur Hartmannsson, 6.10.2018 kl. 14:37
Sæll Geir, ekki gleyma að þegar ríkið seldi símann þá fékkst fyrir hann nýr landspítali sem engin hefur séð.
Spurning er því hvað fengi ríkið fyrir vegakerfið eða jafnvel gamla landspítalann?
Ég myndi giska á fleiri og betur launaða ráðherrar auk hærri skatta fyrir okkur í bónus.
Magnús Sigurðsson, 6.10.2018 kl. 16:26
Magnús,
Vissulega, en það gerðist nokkuð annað þegar ríkið seldi símann, og er mikilvægari en söluverð hans eða nýting söluandvirðisins: Síminn hætti að vera ríkisfyrirtæki og ríkiseinokun var afnumin.
Íslendingar tala oft eins og þeir séu miklir unnendur samkeppni. Fyrirtæki eru oft ásökuð um einokunartilburði jafnvel þótt þau starfi í samkeppnisumhverfi. Ríkið rekur Samkeppniseftirlit. Fyrirtæki kæra hvort annað fyrir brot á hinum og þessum samkeppnislögum.
En um leið og menn minnast á ríkisrekstur er eins og einokun sé eina mögulega aðferðafræðin. Þá er einokunin orðin svo hagkvæm, réttlát, nýtin og nýjunagjörn.
Þetta er geðklofi sem ég áður rætt hér:
https://www.geiragustsson.blog.is/blog/geiragustsson/entry/2220357/
Geir Ágústsson, 6.10.2018 kl. 16:54
Geir, það var sagt að þjóðin ætti símann þegar hann var seldur og fengi fyrir hann nýjan landspítala, hún fékk hærri símreikninga og skatta.
Ég er ekki aðdáandi ríkisrekstrar ef þú heldur það og mér er í nöp við að láta snuða mig.
Tengillinn sem þú gefur upp virkar ekki sem skildi.
Magnús Sigurðsson, 6.10.2018 kl. 17:59
Þetta er nú ein aumasta áskorun sem ég hef séđ frá ráđherra. Ríkiđ hefur nú þegar einhverjar 70-90 milljarđa í tekjur árlega af umferđinni frá bíleigendum en ver ekki nema einhverja 20 milljarđa í samgöngukerfiđ.
Ég skal því koma međ eina hugmynd um fjármögnun vegaframkvæmda í stađ veggjalda. Skiliđ þiđ bara einfaldlega þeim tekjum sem þiđ hafiđ nú þegar af umferđinni í umferđarmannvirkin og þá hafiđ þiđ nægt fé til þess málaflokks.
Sigurđur Geirsson (IP-tala skráð) 6.10.2018 kl. 18:13
Sæll aftur Geir og takk fyrir góðan pistil. Þar sem ég hef lifað og starfað innan farsímageirans frá því að hann komst á koppinn hér á Íslandi þá tel ég mig tala af pínulítilli reynslu. Við teljumst vera 340.000 manna þjóðfélag en látum eins og við séum 3.400.000 manns. Því miður þá bera þessar fáu hræður ekki uppi 3 - 4 farsímakerfi nema með því að vera með hátt verð. Síðan. sem er annar handleggur, er hvernig verið er að drita hér niður ljósleiðarastrengjum í s.k. "einkavæðingu" þar sem menn eru látnir greiða margföld tengigjöld inn á hann. Ef þetta hefði verið á einni hendi eins og var þá væri þetta að öllu leyti rekið á skynsamari hátt en það er gert í dag. Við getum í þessu tilfelli ekki talað um einokun eða ekki.
thin (IP-tala skráð) 6.10.2018 kl. 20:33
Vandinn við að einkavæða vegakerfi er að erfitt er að koma við samkeppni því tæpast viljum við að þrjú eða fjögur fyrirtæki leggi vegi hlið við hlið og reyni svo að lokka vegfarendur yfir á sína vegi.
Þorsteinn Siglaugsson, 6.10.2018 kl. 21:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.