Afnemið tekjuskattinn

Stjórnvöld ættu að íhuga alvarlega að afnema tekjuskattinn og veita þannig launþegum mestu kaupmáttaraukningu í manna minnum. Eftir stæði bara útsvarið sem mætti líka hæglega lækka með því að fækka skyldum á sveitarfélög, afnema lögbundið lágmarksútsvar og koma á hressilegri samkeppni þeirra á milli um íbúa og fyrirtæki.

Um leið gæti ríkið hætt að vasast í ýmsu því sem það neyðist til að vasast í því skattgreiðendur hafa ekki efni á því vegna hinna háu skatta.

Það er ekkert víst að ríkið yrði af miklu ránsfé úr vösum skattgreiðenda og fyrirtækja. Aukinn kaupmáttur færi að hluta í aukna neyslu sem ber virðisaukaskatta. Hann færi að hluta í aukinn sparnað sem fyrirtæki gætu lánað til hagkvæmra framkvæmda og sprotafyrirtæki gætu sótt í. Um leið mætti leggja niður peningahítina Íbúðarlánasjóð, alla opinbera nýsköpunarsjóði og stóra afkima velferðarkerfisins (fólk hefði efni á því að vinna og lifa af launum sínum). Neytendur hefðu efni á að kaupa íslenskar landbúnaðarvörur á markaðsverði og bændur kæmust þannig af spenanum. Allskyns opinberar framkvæmdir, eins og vegalagning, gæti orðið að einkaframkvæmdum því neytendur hefðu efni á að borga fyrir notkun veganna, og sú verðlagning gæti miðast við álag og þannig dreift umferð mun betur. 

Það er margt unnið með því að afnema tekjuskattinn. Er eftir einhverju að bíða?


mbl.is Segir ekkert gert fyrir tekjulága
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

En: það væri góð hugmynd.

Ríkið gerir ekki góðar hugmyndir.

Ásgrímur Hartmannsson, 11.9.2018 kl. 20:28

2 identicon

Sæll Geir. Þetta skattakerfi er líklega flestum óskiljanlegt á Íslandi. Til að réttlætanlegt sé að innheimta skatta í nafni ríkissjóðs-jöfnunar velferðar allra, þarf ríkissjóðs-jöfnunin að virka fyrir alla.

Fólk og fyrirtæki á Íslandi eru pínd til að borga skatta/lífeyrissjóðsgjöld af brúttó launum, sem eftir skatta og ræningjagjöld lendir undir landsins lágmarks afkomuviðmiðum siðaðra ríkja. Allir vita og skilja að slíkt er siðferðislega og lagalega óréttlætanlegt, og leiðir til glæpsamlegs þrælahalds og villimennsku.

Með lögum skal land byggja og ólögum eyða. Ef lögin brjóta niður og eyða allri siðmenntaðri réttarríkja mennsku landa, þá er einungis unnið eftir frumskógarlögmáli villimennskunnar í þeim löndum/ríkjum.

Ísland er ekki siðmenntað réttarríki í dag.

Fjölmiðlar á Íslandi og víðar gegna lykilhlutverki í að kúga og brjóta niður alla siðaða mennsku og réttaríkja réttlætingu skatta og félagsgjalda. Með því að hampa og verja þá sem hvítflibbaræna sköttunum/gjöldunum í siðlausa starfsemi einkahvítflibba glæpastarfsemi heimsins. Saklausir eru settir kúgaðir og varnarlausir til illra verka, og svo settir varnarlausir í fangelsi, meðan sekir toppar herlögguvarinnar mafíurnar stjórna lögmönnum og réttarkerfum.

Margar þjóðir halda að Ísland sé siðmenntað og heiðarlega skattrekið skattjöfnunar velferðarríki.

Fólk frá siðmenntuðum ríkjum trúir hreinlega ekki að Íslands ríkið sé í raun ræningjastýrt frumskógarlögmálsins villimannaríki. Varið af blekkingarfjölmiðlum, háskóluðum og siðblindum lögfræðingum, og yfirlöggudómsstólum Íslands.

Engin siðmenntuð rannsóknarlögregla er starfandi á marktækan siðaðara ríkja hátt hér á Íslandi. Mafían ræður hverjir skulu dæmdir og útskúfaðir, af fjölmiðlum og yfirlöggu-lögmannamafíunni með járnhjörtun. Eru jafnvel fjarstýrð og sálarlaus vélmenni. Og siðblind tæknin er misnotuð og dásömuð í öllum heilaþvotta glæpaskólunum. Án nokkurra fyrirvara um siðferðislegar kröfur til að siðblindu-misnota ekki tæknina.

Þetta er Ísland í dag. Og þetta er ekkert nýtt ástand hér á Íslandi tvöfeldninnar og yfirvalda-fjölmiðlalyginnar. Sumir þykjast vera að tala fyrir nýju Íslandi. En hjakka í sömu eineltis mafíuglæpa hjólförunum og hefur viðgengist hér á landi villimennsku stjórnsýslunnar, í mörg hundruð ár.

Ef einhver talar gegn þessari rótgrónu mafíu, er farið eins illa með viðkomandi og mögulegt er. Án þess að slátra viðkomandi alveg. Skepnuskapurinn er sálarlaus hjá þeim sem stjórna fjarstýringunni á hálfsjálfvirkum velmennum Íslands.

Nú geta allir hneykslast og hallelújað sig í bak og fyrir yfir því sem ég er að skrifa. Því fólk trúir auðvitað ekki að ástandið sé svona á Íslandi. Trúir því ekki, vegna þess að mafíustýrðir heims-fjölmiðlarnir, keyptir leikarar, og heilaþvotta-skólarnir fjölmörgu, hafa ekki upplýst almenning á öllum aldri, samkvæmt því sem er sannast og réttast.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 11.9.2018 kl. 20:45

3 identicon

Athylgisvert. En ná þeir sem eru með lágar tekjur hvort sem er að borga tekjuskatt í dag? Ég er með lágar tekjur og borga bara útsvar. 

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 11.9.2018 kl. 21:20

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það eru skattleysismörk - svo tekur persónuafsláttur við.  Það eru aðallega einhverjir skólakrakkar virðist mér sem hafa hann.  Þeir lægst launuðu yrðu ekki varir við neitt, og skólakrakkar í tímabundinni vinnu myndu sleppa við leiðinlega pappírsvinnu.

Þetta er allt gífurlega flókið og dýrt kerfi sem myndi ekkert þurfa ef það væri hreinlega enginn tekjuskattur.

Það gleymist nefnilega alltaf að skattheimtan sem slík kostar.

Ásgrímur Hartmannsson, 11.9.2018 kl. 22:01

5 identicon

Sigrún. Tekjurnar þurfa að duga fyrir lýðheilsumarkmiðaðri fæðunæringu og húsaskjóli. Þeir sem bara borga útsvar á Íslandi geta ekki framfleytt sjálfum sér né fjölskyldu í húsnæðisokrinu á húsnæðismarkaði Íslands. 

Lágmarksframfærslu viðmið eftir skatta og gjöld voru reiknuð út í tíð Guðbjarts Hannessonar heitins. Blessuð sé minning hans og þökk fyrir heiðarleikans verkin í hans ráðherratíð. Það eru nokkur ár síðan hann var ráðherrann sem stóð með almenningi í lægstu þrepunum. Nú er hann dáinn, en óeigingjörnu hugsjónaverkin hans eru ekki gleymd.

Þau lögfestu lágmarksframfærslu viðmið voru eftir skatta og gjöld hins opinbera aftökuskattakerfis, nægileg til að búa í mannabústað og geta fætt og klætt fjölskyldur á mannréttindaverjandi hátt. Ég er ekki með upphæðina fyrir framan mig akkúrat núna, og man hana ekki nákvæmlega, en eftir skatt náði sú upphæð ca 300.000. Ég á pappírsgögnin um þetta allt. Því lögmennirnir hjá umboðsmanni skuldara rukkuðu og heimtuðu allt sem var undir þessum lögbundnu nettó framfærslu viðmiðum, ca. 300.000 eftir skatta og gjöld.

Lágmarksframfærslu viðmiðin eftir skatta og gjöld eru í gildandi lögum Íslands í dag. Lögmannamafían hjá umboðsmanni skuldara fór bara ekkert eftir gildandi lögum Íslands. Því lögin voru ekki virk fyrir skuldarana. Bara rukkarana.

Þau lög virkuðu ekki í raunveruleikanum, nema bara fyrir rukkaralögmenn hjá umboðsmanni skuldara. Sem voru í raunveruleikanum bara lögbrjótandi lögmenn og innheimtumenn/konur fyrir bankaræningja lánastofnanirnar. Lögmennirnir sem áttu að gæta réttar skuldara, sviku og rændu á frumskógar villimennskunnar hátt, þá sem þeir áttu að verja og semja við bankana fyrir, hér á Íslandi eftir bankaránin 2008. Mismunandi svikin voru í boði þess valds, sem kallað er í daglegu tali: ríkið. Lífeyrissjóðir borguðu umboðsmanni skuldara og lögmönnum þar á bæ, ásamt ríkinu.

Svona er helkaldur sannleikurinn sem fjölmiðlar heimsbanka glæpamafíunnar lögmannastýrðu segja ekki frá. Þeir eru fjölmiðlar heimsmafíunnar, en ekki fjölmiðlar almennings.

Ísland er ekki réttarríki, heldur villimannaríki banka og lífeyrissjóðsræningja, sem ekki vinna samkvæmt lögum og reglum siðmenntaðs réttarríkis. Lögmenn og dómsstólar verja lögbrotin og mannréttindabrotin, í boði glæpabanka/sjóðaræningja mafíunnar yfirborgandi og götumarkaðs þræla/dópseljandi.

Og lögregluyfirvöld lögmanna/dómsstóla mafíunnar eru verndarar hvítflibbaræningjanna. Líklega varnarlaus og fjarstýrð vélmenni án sálarmennskunnar hjarta. Svona er Ísland í dag, hvort sem fólki líkar það betur eða verr.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 11.9.2018 kl. 22:41

6 identicon

Það er mikið sem láglaunafólkið á að kaupa fyrir þennan tuttugu og fimm þúsund kall á mánuði sem þeir greiða núna í tekjuskattinn.

Ef að nú hjá pabba einn fimmeyring ég fengi,
fjarskalega hrifin og glöð ég yrði þá.  
Ég klappa skyldi pabba og kyssa vel og lengi
og kaupa síðan allt sem mig langar til að fá. 

Fyrst kaupi ég mér brúðu sem leggur aftur augun
og armbandsúrið fína af fallegustu gerð.
Og af því hvað hún mamma er orðin þreytt á taugum
þá ætla ég að kaupa bíl í hverja sendiferð.

Hjólhest og járnbraut ég ætla að gefa Geira,
gríðarstóra flugvél ég kaupi fyrir Finn.
Svo kaupi ég mér döðlur og súkkulaði’ og fleira
og síðan skal ég gefa pabba allan afganginn.

Vagn (IP-tala skráð) 12.9.2018 kl. 01:45

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Annaðhvort munar um að hækka persónuafslátt og þannig kaupmátt launþega sem nýta sér hann, eða ekki. Og ef það borgar sig, eins og talsmenn stjórnarandstöðunnar tala, þá borgar sig að afnema tekjuskatta alveg, því það borgar sig best.

Til að auka kaupmátt þeirra tekjulægstu, t.d. þeirra sem borga nú þegar lítinn tekjuskatt (aðallega útsvar), þá mætti hugleiða að lækka virðisaukaskatt líka.

Til að auðvelda fyrirtækjum að hækka laun má svo lækka tryggingagjaldið, en það er blóðugur skattur á veltu óháð hagnaði. 

Það græðir enginn á því að hafa skatta svona háa, nema auðvitað þeir sem fá að ráðskast með fé annarra og skammta sér svolítið af því í leiðinni.

Geir Ágústsson, 12.9.2018 kl. 07:46

8 identicon

Það er að sjálfsögðu verið að því með persónuafslættinum. En hann er bara alltof lágur. Ég hefði viljað sjá persónuafsláttinn hækkaðan í 120000 upp að tekjum sem eru 300000 og síðan stiglækkandi á hærri tekjur og afnuminn á hæðstu. Sennilega hefði það kostað ríkissjóð jafnmikið ef ekki minna.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 12.9.2018 kl. 12:50

9 identicon

Tekjuskattur er tekjujöfnunartæki. Nú þegar ójöfnuðurinn er kominn langt út yfir öll velsæmismörk og er talinn vera ein helsta meinsemd nútímans, skyti það skökku við að afnema hann.

Þvert á móti ætti að breyta tekjuskattinum þannig að hann yrði mun meira tekjujafnandi. Hækkun skattleysismarka og fjölgun skattþrepa myndi þjóna slíkum tilgangi. Lægsta skattþrep ætti að lækka til muna og hæstu skattþrep að hækka mikið.

Ásmundur (IP-tala skráð) 12.9.2018 kl. 13:31

10 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Tekjuskattur á ekki að vera tekjujöfnunartæki.  Það er öfugsnúið að það er hið opinbera sem greiðir hæstu launin - sem greidd eru úr sameiginlegum skattálögusjóðum, og svo er helmingurinn dreginn af laununum til jöfnunar.
Heilan her manna þarf svo til viðbótar í vinnu við allar þessar tilfærslur.

Kolbrún Hilmars, 12.9.2018 kl. 14:26

11 Smámynd: Geir Ágústsson

Lögbundið hlutverk skatta er að afla ríkinu tekna. Að berja hestinn til dauða gagnast engum nema sadistum.

Geir Ágústsson, 12.9.2018 kl. 17:48

12 identicon

Það er rétt hjá þér Geir að það er sadismi að leggja tekjuskatt á fólk sem er með laun undir framfærslumörkum.

Hins vegar væri það mjög góð ráðstöfun að hækka verulega skatta á þá sem hafa svo mikið aukreitis að þeir koma því úr landi til aflandseyja í stað þess að það fari i uppbyggingu hér í formi skattekna ríkisins.

Skrítið hvað Íslendingar eru gjarnir á að lemja hausnum við steininn þó að staðreyndirnar blasi við í nágrannalöndunum þar sem slík skattheimta hefur skapað bestu þjóðfélög í heimi.

Jafnvel Bandaríkin höfðu þennan hátt á þegar þau þóttu fyrirmyndarríki og ameríski draumurinn lifði enn góðu lífi. Þá var hæsta skattþrep um 90% seinustu ár stríðsins og fyrstu árin eftir stríð. Það lækkaði síðan niður í um 70% og hélst þar þangað til Ronald Reagen tók við sem forseti.

Hins vegar hefur lágur tekjuskattur á háar tekjur leitt til hruns bæði 1929 og 2008 kannski fyrst og fremst vegna þess ójafnaðar sem af slíku hlýst.

Ásmundur (IP-tala skráð) 12.9.2018 kl. 18:31

13 Smámynd: Geir Ágústsson

Ásmundur,

Í paradísinni Danmörku flýja allir milljónamæringar til Sviss og ellilaunaþegar til Spánar. Í staðinn fær almenningur 25% virðisaukaskatt á allar vörur og þjónustu og svimandi tekjuskatta. Kolbrún hittir naglann á höfuðið í að útskýra hversu rökrétt þetta kerfi er. 

Talandi um Sviss. Það hefur haldið áfram að vera lágskattaríki eftir að Svíþjóð hætti að vera þar. Þar skilar 25% skattheimta sömu upphæð í skattheimtu og 50% skattheimta í Svíþjóð. Háskattastefnan leiðir til stöðnunar. Sumum líður best þannig. Bara ekki þeim sem hafa ekki komið sér vel fyrir nú þegar.

Geir Ágústsson, 12.9.2018 kl. 19:41

14 identicon

Geir, þetta sýnir frábæran árangur af skattastefnu Dana.

Auðmenn og ellilífeyrisþe3gar geta flutt úr landi og gera það í einhverjum mæli. Þrátt fyrir það er ástandið í Danmörku með því allra besta sem þekkist í heiminum. Danir borga sína skatta með glöðu geði enda átta þeir sig á því að þannig leggja þeir sitt af mörkum til að halda uppi velferðarkerfinu. 

Og svo mælast Danir hamingjusamasta þjóð i heimi.

Ásmundur (IP-tala skráð) 13.9.2018 kl. 08:32

15 Smámynd: Geir Ágústsson

Það er greinlegt að við þekkjum ekki sömu Dani. Það er svo eitt að vera heiðarlegur (eins og flestir Danir) og löghlýðinn, annað að fylgja lögum "með glöðu geði".

Geir Ágústsson, 13.9.2018 kl. 11:55

16 identicon

Þetta er auðvitað misjafnt. En ég held að Danir skilji almennt að þrepaskiptur tekjuskattur sé nauðsynlegur fyrir velferðarkerfið. Þeir sætta sig því vel við hann.

Íslendingar vilja hins vegar að skattar lækki en opinber þjónusta og uppbygging batni og aukist. Þeir sjá enga mótsögn í slíkum kröfum.

Ásmundur (IP-tala skráð) 13.9.2018 kl. 20:33

17 Smámynd: Geir Ágústsson

Danir þola ekki þrepakerfið í skattkerfinu þeirra. Stjórnmálamenn hafa áttað sig á þessu. Fyrir nokkrum árum tóku þeir milliþrepið út. Þeir eru alltaf að hækka þrepið í hátekjuskattinn, en þó er það ekki hærra en svo að margir háskólamenntaðir einstaklingar í millistétt eru flengdir ef þeir fá launahækkun eða vinna aðeins meira en venjulega. 

Megnið af skattbyrðinni er alltaf borið uppi af venjulegu launafólki. Örfáir milljónamæringar leggja, sem hlutfall af heildarskatttekjum, aldrei meira en örfá prósent í púkkið. 

Geir Ágústsson, 14.9.2018 kl. 13:43

18 identicon

Það er gömul lumma - notuð til að réttlæta lága skatta á háar tekjur - að það sé hvort sem er eftir litlu að slægjast með hækkun hátekjuskatts.

Þetta fer auðvitað allt eftir því hvar þrepaskiptingin er og hve háa prósentu hvert þrep er með. Það er auðvelt að stilla þetta þannig af að veruleg tekjujöfnun náist og að fé sem annars færi úr landi myndi nýtast hér til uppbyggingar.

Áróður um að hátekjumenn myndu flýja land ef skattar hækkuðu, á í fæstum tilvikum við rök að styðjast. Fæstir þeirra fengju jafnvellaunaða vinnu erlendis auk þess sem fjölskyldumál kæmu í veg fyrir flutning úr landi.

Ásmundur (IP-tala skráð) 14.9.2018 kl. 17:37

19 Smámynd: Geir Ágústsson

Ásmundur,

Hvernig ætlar þú að ná inn miklum sköttum án þess að höggva rækilega í miðstéttina? Þú getur það ekki. Og svo máttu svara einni spurningu: Í hvaða ríki búa flestir Formúlu 1 ökumenn í heiminum?

Geir Ágústsson, 16.9.2018 kl. 07:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband