Mánudagur, 10. september 2018
Næst fá Svíþjóðardemókratar 35% atkvæðanna
Stjórnmálaelítan í Svíþjóð aftengdist kjósendum sínum fyrir löngu síðan. Núna hoppa þeir í stríðum straumum á eina flokkinn sem tekur stærsta áhyggjuefni venjulegra Svía alvarlega: Innflytjendaflóðbylgjan.
Þar með er ekki sagt að Svíar séu orðnir fordómafullir rasistar eða að þeir tími ekki að borga undir aðstoð við fólk í neyð.
Þeir hafa einfaldlega áhyggjur af samfélagi sínu og skiljanlega svo.
Í Svíþjóð berjast gengi innflytjenda um yfirráðin yfir ólöglegum mörkuðum fyrir vændiskonur og eiturlyf.
Þar eru bílabrennur orðnar algengari en fólk þolir.
Innflytjendur fremja svimandi hátt hlutfall allra glæpa í Svíþjóð.
Velferðarkerfið hefur verið þanið að þolmörkum sínum til að standa undir innflytjendastraumnum. Ekki mátti sænskt samfélag við því. Þar hefur velferðarkerfið fyrir löngu kæft hagkerfið með skattheimtuþörf sinni. Raunfjölgun starfa í sænska hagkerfinu hefur ekki verið til staðar í nokkra áratugi. Ekki batnar ástandið núna.
Fólk er hætt að kaupa þá lygi að Svíar séu að hjálpa illa stöddum flóttamönnum nema að litlu leyti.
Ef stjórnmálaelítan hlustar ekki er hætt við að flokkar eins og Svíþjóðardemókratarnir, sem enginn er sérstaklega spenntur fyrir, komist í algjöra oddaaðstöðu í náinni framtíð. Hvað gera menn þá?
Rauðgrænir einum fleiri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
25% væri kannski nær lagi, þ.e. ef Svíar beygja ekki af þessum kúrs sem er að sigla þeim upp í fjöru.
En 25% er helvíti mikið. Ólíklegt að ráðandi öfl vilji gera sig sjálf atvinnulaus. Líklegra er að þau verji sig sjálf með því að þrengja að lífstílsflóttamönnum.
Það er t.d. athyglisverð statístik að Afgönum hefur fjölgað um 100% frá því að Sovétmenn réðust inn í landið. Og það þrátt fyrir lífseigan vilja Afgana til að standa í stríði við hvern annan. Það virðist því vera fremur lítil ástæða fyrir Afgana að flýja styrjaldir, þar sem þeim fjölgar eins og kanínum.
Hinsvegar skilja Svíar, að það er alger óþarfi að flytja inn Afgana sem setjast upp á kerfið, og verðlauna landið svo með glæpum og almennum ribbaldahætti.
Hilmar (IP-tala skráð) 10.9.2018 kl. 16:31
Sæll Geir. Það er ekki hægt að kenna útlendingum um það sem er heimastýrð spilling. Fjarstýrt grímuklætt fólk með ígræddan gervigreindar-minniskubb er óverjandi siðleysi, og hefur ekkert með Afganistans fólk að gera. Ísland og Svíþjóð með alla sína herteknu fjölmiðla, eiga alveg eftir að útskýra þessa óverjandi fjarstýringu opinberlega fyrir almenningi þessara landa.
Í dag var svo (rafvélmenna-plan) orkupakka-partý með rukkunar-Paradísar-einföldunar-kynningu, í beinni hjá sjónvarpi mbl.is
Kannski ekki svo vitlaust að bæta við upplýsandi rukkunar-orkupartýið í Parísarhjólinu, með því á að horfa á þetta youtube: The truth about climate change
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 10.9.2018 kl. 17:34
Það sem ég var að vísa til á youtube: The truth about climate change - John Stossel.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 10.9.2018 kl. 21:31
Þrátt fyrir mikla aukningu innflytjenda til Svíþjóðar hefur glæpum ekki fjölgað þar. Hátt hlutfall þeirra í skráðum glæpum hefur takmarkaða þýðingu af ýmsum ástæðum.
Um fjögur prósent aukning SD frá síðustu kosningum er lítið í ljósi mikillar aukningar innflytjenda á kjörtímabilinu. Þeir gætu því hafa toppað nú þegar. Lítill áhugi er á Swexit" meðal Svía.
Hinn almenni Stokkhólmsbúi verður almennt ekki fyrir neinum óþægindum vegna innflytjenda. Ég var í Stokkhólmi í fyrra og fór víða en tók ekki eftir þeim. Rasistarnir láta þá hins vegar koma sér úr jafnvægi. Þeir eru frekar vandamálið.
Ásmundur (IP-tala skráð) 10.9.2018 kl. 22:42
Stundum er sagt að glöggt sé gests augað. Það á samt ekki alltaf við. Túristar verða sjaldnast vitni að þeim vandræðum sem hrjá oft íbúa, og þurfa sjaldan eða aldrei að upplifa ótta þeirra sem heyra af nauðgunum, bílabrennum, áreiti og ofbeldi frá nágrönnum sínum.
Þess í stað leyfa gestirnir sér að dæma venjulegt fólk út frá fyrirsögnum fjölmiðlanna, skrifaðar af fólki sem veit jafnlítið og þeir sjálfir um líðan fólks í öðrum samfélögum.
Svíar eru sennilega eins fjarri því að vera rasistar og hægt er að komast. Þvert á móti hafa þeir teygt umburðarlyndi sitt svo langt að í óefni er komið. Hinir rótgrónu stjórnmálaflokkar eiga engin svör nema með því að lofa því að núna verði aðeins hægt á innflytjendastraumnum til að missa ekki alltof mörg atkvæði til hins óvinsæla flokks.
Geir Ágústsson, 11.9.2018 kl. 17:44
Sæll Geir. Ástæðan fyrir því að svo margir flóttamenn eru í Svíþjóð sem raun ber vitni, eru kannski afleiðingar skemmdarverka hergagnasölumennskunnar frá stjórnsýslunni í Svíþjóð og fleiri ríkjum.
Það er óþarfi að verja á meðvirkan hátt, það hergagnasölumennsku siðleysi sem stjórnsýslan í Svíþjóð brauðfæðir sænsku þjóðina á. Hergagnabrask sem skemmir, hálfdrepur, og aldrepur sálir, út um allan hertökuvaldníðs stríðsheiminn.
Siðlaus vísindalækna mafían í Svíþjóð þolir ekki siðmenntaðra dagsljós. Með sína Ítölsku mafíulækna og óverjandi tilraunastarfsemi á varnarlausu fólki frá fátækum ríkjum. Svíþjóðar stjórnsýslan er ekki jafn siðmenntuð og margir halda. Svo mikið er víst, miðað við glæpsamlegar sjúkrahús-tilraunirnar á útlendingum þar í landi.
Útlendingum þar í landi eins og í mörgum öðrum löndum, er kennt um það sem er siðspilltri hernaðar mafíustjórnsýslunni um að kenna.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 12.9.2018 kl. 00:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.