Föstudagur, 7. september 2018
Kvóti hefur kosti og galla
Kvótakerfið svokallaða hefur kosti og galla.
Það hefur þann stóra galla að kvótinn er ákveðinn af opinberri stofnun sem fylgir ákveðnum kenningum sem tekur langan tíma að gefast upp á. Menn hafa í áratugi deilt um það hvort sé betra að grisja eða vernda en yfirvöld hafa engan áhuga á slíkri umræðu.
Annar stór galli kerfisins er miðstýringarvald ríkisins. Yfirvöld eru alltaf að hringla í því hvar má veiða og hvað og hvenær. Getur einhver ímyndað sér bónda sem þyrfti að búa við slíka stjórnun? Honum yrði daglega sagt fyrir verkum í smölun, slátrun, fóðrun, meðhöndlun og vinnslu. Hann yrði að athuga nýjustu reglugerð til að sjá hvenær hann megi slátra hvaða kind og með hvaða vopni má taka kindina af lífi. Viðkomandi bóndi yrði æfur.
Um leið hefur kvótakerfið líka kosti. Útgerðirnar eru aðeins nær því en ella að geta kallað sig eigendur atvinnutækja og þora því að byggja upp til lengri tíma án þess að óttast að hið opinbera setji þá á hausinn.
Útgerðirnar geta sérhæft sig og ráðið til sín sérfræðinga til að reyna fá sem mest verðmæti út þeim takmörkuðu veiðiheimildum sem eru í boði. Þeim hefur tekist það svo vel að á Íslandi borgar útgerðin skatt frekar en að vera ölmusaþegi á spena skattgreiðenda eins og útgerðir víðast hvar í heiminum.
Það sem útgerðunum vantar er að gera gert tilkall til heilu hafsvæðanna og fengið að ráða því - eins og bændur á landi - hvenær á að veiða og grisja og hvenær þarf að vernda og bíða. Slík hafsvæði geta svo gengið kaupum og sölum og endað í höndum þeirra sem geta nýtt þau best.
Það getur vel verið að einhver lagatexti tali um fiskiðmiðin sem sameiginlega auðlind þjóðarinnar en það vita samt allir að kaffiþambandi spekingar í miðbæ Reykjavíkur vita ekkert um útgerð annað en að hún aflar peninga sem má hirða af henni.
Hljótum að þurfa að doka við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Íslenska þjóðin á samkvæmt lögum fiskimiðin hér við Ísland en ekki útgerðarmenn.
Og íslenska þjóðin er allir íslenskir ríkisborgarar, bæði þeir sem búa hér á Íslandi og erlendis.
Stærsta útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki landsins, HB Grandi hf., er í 101 Reykjavík, ásamt fleiri sjávarútvegsfyrirtækjum, og í engu öðru póstnúmeri á landinu er aflað meiri erlends gjaldeyris.
Vestan Kringlumýrarbrautar í Reykjavík eru um tvö hundruð hótel og gistiheimili og ferðaþjónustan hér á Íslandi aflar um þrisvar sinnum meiri erlendis gjaldeyris en íslenskur sjávarútvegur.
Í póstnúmerinu 101 Reykjavík er einnig tölvufyrirtækið CCP, sem aflað hefur andvirðis margra tuga milljarða króna í erlendum gjaldeyri.
Sjávarútvegsráðherra úthlutar hér útgerðum aflakvóta á ári hverju í umboði eigenda fiskimiðanna hér við land, íslensku þjóðarinnar.
Aflakvótarnir eru hins vegar eign útgerðanna í þeim skilningi að kvótarnir geta gengið kaupum og sölum á milli útgerðanna.
Og útgerðirnar greiða eiganda fiskimiðanna, íslensku þjóðinni, auðlindagjald fyrir aflaheimildirnar.
Þorsteinn Briem, 7.9.2018 kl. 09:29
2.3.2018:
Útflutningsverðmæti ferðaþjónustunnar rúmlega fimm hundruð milljarðar króna í fyrra - Um þrefalt meira en útflutningsverðmæti sjávarafurða
Þorsteinn Briem, 7.9.2018 kl. 09:31
Á höfuðborgarsvæðinu eru langflest hótel, gistiheimili, veitingastaðir og kaffihús vestan Kringlumýrarbrautar í Reykjavík og öll þessi fyrirtæki afla erlends gjaldeyris.
Mars 2015:
"Störf í ferðaþjónustu og tengdum greinum eins og veitingarekstri eru yfir 22% allra starfa á Íslandi.
Sé tekið mið af meðaltali undanfarinna sjö ára gegna konur 54% þessara starfa en karlar 46%."
Í ferðaþjónustunni eru 69% starfa á höfuðborgarsvæðinu.
Ferðaþjónusturit Landsbankans - Mars 2015
Þorsteinn Briem, 7.9.2018 kl. 09:37
Vandinn er að þjóðin öll á fiskimiðin - út að 200 mílum. Um það er ekki deilt, heldur hver má nýta þau, hvernig og hvert afgjaldið á að vera. Þeir sem ákveða þurfa að vera afar diplómatískir, því auk þess að byggja á fræðilegum veiðiforsendum þarf að huga að staðbundnum aðstæðum í sjávarbyggðunum kringum landið og atvinnumálum þar.
Kolbrún Hilmars, 7.9.2018 kl. 17:40
Alþingi hefur framselt nýtingarrétt á sjávarauðlindum, þ.e. fiskveiðum, til einstakra útgerða. Sá réttur er til lífstíðar þar sem engar tímaskorður voru settar þegar kvótakerfi var sett á, og því breytt síðar, m.a. með frjálsu framsali.
Nú kann að vera að einhver telji að ríkið geti bara hrifsað kvótann til baka, en það verður ekki gert nema að uppfylla ákvæði Stjórnarskrár um að fullar bætur komi til. Og þær bætur gætu sligað íslenska þjóðfélagið, þar sem um ævarandi nýtingarrétt er að ræða.
Nú, hugmyndin um úthlutun hafsvæða er arfavond. Sennilega versta hugmynd sem ég hef heyrt, síðan heimskir stjórnmálamenn álitu það góða hugmynd að éta pipar og drekka ógeðsdrykki fyrir fjölmiðlamenn, í von um auknar vinsældir.
Fiskur er ekki vara í búðarhillum. Hann ferðast um, í leit að æti, og förin fer eftir ætinu og sjávarhita. Fiskiskið fylgja á eftir. Hrygningasvæði er t.d. ekki endilega sá staður þar sem fiskast best, utan hrygningatíma. Og veiðar á hrygningatíma er ekkert sérlega góð hugmynd.
Fiskur er ekki gras sem bóndi bíður eftir að spretti nægilega til að slá.
Bóndi veit þess utan hversu margar skepnur hann getur haft á fóðrum, eftir slátt. Hann getur því slátrað fleiri, eða færri, skepnum eftir árstíð, eða keypt/selt hey.
Og stærsta málið, hver á að fá Kolluálinn? Hver á að fá Halann?
Það eru tiltölulega fá afar góð veiðisvæði við Ísland, þó svo að þau séu nokkuð stór. Á Halanum má á hverjum tíma finna tugi skipa, ef vel viðrast. Þetta eru skip víða af á landinu. Á að banna þeim veiðar ef sjór verður of heitur við Kolluálinn og norður af honum, og fiskurinn leitar norður?
Og verndunin, hvaða útgerðamaður velur að fara á hausinn með því að hætta veiðum á "sínu svæði" vegna smáfisks?
Hver einasti útgerðarmaður og skipstjóri myndi veiða smáfisk, ef það væri það eina í boði, til að halda útgerðinni á floti.
Og svo annað lítilræði. Úthlutun svæða er bara eitt lénskerfið í viðbót. Enginn lénsherra með sjálfsvirðingu hefur sjálfur ræktað landið. Hann lætur leiguliða um slíka óþrifavinnu, og klípur eins margar krónur af honum og mögulegt er.
Hilmar (IP-tala skráð) 7.9.2018 kl. 18:49
Hilmar - þessar hugmyndir Geirs eru bara kenningar hans og skoðanabræðra hans í hnotskurn - Falleg hugsjón en algjörlega óraunhæf í framkvæmd.
Starbuck, 7.9.2018 kl. 21:01
Sennilega fannst einhverjum heimskulegt að girða af landskika. Sem betur fer fengu þeir ekki að ráða.
Geir Ágústsson, 8.9.2018 kl. 13:14
Menn girða af landskika til að rækta þá. Þannig verður landið verðmætt og sá sem gerir það verðmætt á eðlilega tilkall til verðmætanna sem hann hefur þannig skapað. Hann á svo auðvitað tilkall til afrakstursins þegar hann hefur ræktað eitthvað. Útgerðarmaðurinn á líka tilkall til fiskjarins sem hann hefur veitt. En fiskistofnarnir verða ekki verðmætari við það að veitt sé úr þeim. Þarna liggur munurinn á þessu tvennu Geir.
Þorsteinn Siglaugsson, 8.9.2018 kl. 14:21
Ég hef nokkrum sinnum rekið niður girðingastaura í gegnum tíðina, til að afmarka land, en ég hef aldrei haft það hugarflug, að gera það úti á rúmsjó.
Kannski hefur einhver góður maður fundið aðferðina. Og í leiðinni komið í veg fyrir að fiskur syndi undir girðinguna, og skip yfir hana.
Aldrei að vita...
Hilmar (IP-tala skráð) 8.9.2018 kl. 19:07
Tæknin getur hjálpað en vandamálið er þessi "sameign". Ef mannkynið ætlar einhvern tímann að fara út í "landbúnaðarbyltingu" á hafinu þá þarf að koma því í hendur einkaaðila.
Á einum stað er vandamálinu lýst svo:
https://www.amazon.com/Water-Capitalism-Privatizing-Capitalist-Philosophy/dp/1498518826/ref=sr_1_7?ie=UTF8&qid=1536561123&sr=8-7&keywords=walter+block
Water covers some 75% of the earth’s surface, while land covers 25%, approximately. Yet the former accounts for less than 1% of world GDP, the latter 99% plus. Part of the reason for this imbalance is that there are more people located on land than water. But a more important explanation is that while land is privately owned, water is unowned (with the exception of a few small lakes and ponds), or governmentally owned (rivers, large lakes). This gives rise to the tragedy of the commons: when something is unowned, people have less of an incentive to care for it, preserve it, and protect it, than when they own it. As a result we have oil spills, depletion of fish stocks, threatened extinction of some species (e.g. whales), shark attacks, polluted and dried-up rivers, misallocated water, unsafe boating, piracy, and other indices of economic disarray which, if they had occurred on the land, would have been more easily identified as the result of the tragedy of the commons and/or government ownership and mismanagement. The purpose of this book is to make the case for privatization of all bodies of water, without exception. In the tragic example of the Soviet Union, the 97% of the land owned by the state accounted for 75% of the crops. On the 3% of the land privately owned, 25% of the crops were grown. The obvious mandate requires that we privatize the land, and prosper. The present volume applies this lesson, in detail, to bodies of water.
Geir Ágústsson, 10.9.2018 kl. 06:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.