Laugardagur, 25. ágúst 2018
Kapítalisminn bjargar lífum
Hrein rökhugsun komast að þessari niðurstöðu fyrir mörgum öldum.
Tölfræðilegar upplýsingar hafa sannreynt þá niðurstöðu alla tíð síðan.
Niðurstaðan er einföld:
Frjáls markaður er vænlegasta leiðin til að samstilla erfiði og vinnu mannkyns, í þágu mannkyns.
Því frjálsari sem markaðurinn er, því mun betur þjónar vinna hvers og eins okkar mannkyninu í heild sinni. Þetta gerist þótt hver og einn hugsi bara um sig og sína. Væntumþykjan fyrir eigin fjölskyldu skaðar ekki aðra.
Ég er frjálshyggjumaður af því ég vil verja eignarrétt minn á mínum eigin líkama fyrir ofbeldi, og lít á það sem réttlætisbaráttu. Um leið veit ég að sú varnarbarátta mun gagnast öðrum, beint og óbeint.
Fyrrverandi nemi gæti orðið milljarðamæringur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Geir. Siðlaus kapítalisti bjargar engum.
Þetta er ekki spurning um kapítalisma eða sósíalisma. Þetta er spurning um siðleysi eða siðmennsku.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 25.8.2018 kl. 22:03
Einhverstaðar las ég að borðspilið Monopoly hafi verið gert til að sýna virkni kapítalismans. Leikurinn hefur bara eina útkomu ef spilað er áfram, einn einstaklingur hefur allt og hinir ekkert: gjaldþrot.
Líklega virkar brauðmolakenningin ekki svo vel, hvorki í Monopoly né í raunveruleikanum.
En gott hjá þér að halda fast í útópíur.
Ragnar Kristján Gestsson, 26.8.2018 kl. 08:40
Brauðmolakenningin í raun er sú útópía að ætla féfletta þá sem framleiða mest verðmæti og gefa til annarra án þess að allt hagkerfið hrynji.
Geir Ágústsson, 26.8.2018 kl. 10:02
Anna,
Já og nei. Það skiptir máli hvernig ytri umgjörð einstaklingar búa við. Bóndi sem veit að hann verður rændur og uppskera hans brennd einu sinni á ári af flokki barbara mun skipuleggja sig til skemmri tíma en hinn sem reiknar með að geta ræktað jörð sína óáreittur um alla framtíð. Hvort sem sami bóndi er siðlaus eða dýrðlingur hefur ekki áhrif á störf hans sem bónda.
Kerfið getur svo haft áhrif á siðferði fólks. Sá sem rekur hárgreiðslustofu mun vera kurteis, vanda sig, stilla verði í hóf og hámarka þjónustulund sína til að byggja upp reksturinn og græða peninga. Sá sem vinnur hjá opinberri leyfisstofu sem enginn kemst hjá því að heimsækja og biðla til þarf ekki að vera kurteis eða hjálpsamur og getur í raun hrækt framan í alla sem tala við hann án þess að það hafi áhrif á störf hans.
Geir Ágústsson, 26.8.2018 kl. 10:13
Varðandi Monopoly þá já, þar er vissulega sýnt fram á að ítrekuð viðskipti í lokuðu rými leiði að lokum til þess að einn á allt og aðrir ekkert. En það er fróðlegt að fá svolítið lærða sýn á það fyrirbæri, t.d. á fjórum mínútum:
https://youtu.be/ds4qMMWkmkU
Það sem gerist samt í raunveruleikanum er oft svolítið annað en lítill tilraunastofuleikur á stofuborðinu (svo sem gjaldþrot, breyttur smekkur neytenda, tækniframfarir, samkeppni osfrv.).
Geir Ágústsson, 26.8.2018 kl. 10:17
Að sjálfsögðu velja "kapítalistarnir" að búa í Danmörku.
Þorsteinn Briem, 26.8.2018 kl. 12:12
Það er ágætt að miða við þennan lista við val á búsetulandi:
https://www.heritage.org/index/ranking
Geir Ágústsson, 26.8.2018 kl. 13:35
Ef einhver er í alvörunni á móti kapítalisma þá ætti viðkomandi að sýna þá trú í verki og ekki nota síma, ekki nota tölvur, ekki nota bíla og svo framvegis. Hið fyndna er að þetta sama fólk er endalaust að hvarta yfir stjórnvöldum en vilja síðan alltaf gefa pólitíkusum meiri völd. Held að þetta fólk hafi ekki alveg hugsað þetta til enda.
Fín færsla Geir!
Mofi, 27.8.2018 kl. 12:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.