Hvernig eigum við þá að drepa okkur?

Nú hefur einhverjum vísindamanninum dottið í hug að gerast stjórnmálamaður og notar rannsóknir sínar til að rökstyðja hert kverkatak ríkisins á einstaklingum:

Aðal­höf­und­ur rann­sókn­ar­inn­ar, doktor, Emm­anu­ela Gakidou, seg­ir að herða eigi regl­ur um sölu áfeng­is og að skatt­ar á því eigi að vera háir. „Það fylg­ir því mik­il heil­brigðisáhætta að neyta áfeng­is,“ seg­ir Gakidou.

En hvernig eigum við þá að drepa okkur?

Löglegur varningur er þrátt fyrir allt aðeins öruggari en ólöglegur varningur jafnvel þótt hinn löglegi varningur sé í sjálfu sér skaðlegur heilsunni. Vodkinn er svipaður í styrkleika og innihaldi og landinn, en landinn getur hafa komið úr notuðu klósetti á meðan vodkinn er líklega bruggaður í hreinni og snyrtilegri verksmiðju. Sé hinn löglegi varningur hækkaður of mikið í verði eða gerður óaðgengilegur mun sá ólöglegi engu að síður eiga upp á pallborðið hjá sumum neytendum.

(Ég man vel eftir því að hafa keypt landa á hagstæðum kjörum á mínum menntaskólaárum og stundum þurft að blanda hann í bragðsterku gosi til að fá þokkalegt bragð út úr honum. Vodkinn var einfaldlega of dýr eða óaðgengilegur eða bæði.)

Í sumum ríkjum sem banna áfengi notar fólk bara sterkari vímuefni. 

Í sumum ríkjum hafa ungmennin ekki efni á áfenginu eða hafa ekki aðgang að því og þefa þá í staðinn af lími eða dæla lofti í endaþarminn á sér.

Í Bandaríkjum bannáranna var ólögleg framleiðsla og sala á áfengi að helstu tekjulind harðsvíraðra glæpamanna. Venjulegt fólk sótti staði þeirra, keypti af þeim áfengi og fjármagnaði glæpastarfsemi þeirra.

Hert aðgengi að áfengi og hærri skattlagning á því hefur margar og neikvæðar afleiðingar sem eru miklu verri en nokkrum árum styttra líf þeirra sem njóta sopans.

Nú fyrir utan að við, sem einstaklingar, eigum líkama okkar og eigum að fá að umgangast hann sem slíkan.

Skál!


mbl.is Öruggast að drekka ekkert
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Áhugaverður pistill.

Mikið ´rett, við eigum likama okkar og berum þ´vi ábyrgð á hverning við umgöngumst hann, svo framalega sem við höfum andlegan þroska til þess.  Þá er önnur spurning, hvað ef líkmai okkar bilar eða veikist ?  Er þá ekki réttlætanlegt, að opinberlega rekið heilbrigiskerfi myndi spyrja, "Hverng lífi lifðir þú ? " áðurn en heilbrigðsiskerfið tækitil við að hjálpa okkur ?   Ef við miðum við fullyrðingu þína um, að við eigum likama okkar sjálf ?   Varðandi boð og bönn vegna áfengis, annara vímugjafa og margs annars sem er bannað.  Var það ekki svo á okkar menntaskóaárum, að margt það sem var bannað, var eftirsóknarvert ?  Ég man eftir bjórbanninu, þá þótti eftirsóknarvert að geta boðið fjólki bjór, löglegan jafnt sem ólöglegan. Ég vann starf á þeim tíma, sem fól í sér, að ég gat löglega komið með takmarkað magn af bjór til landsins. Það var næstum slegist um það sem ég kom með. Í dag þykir ekkert merkilegt að eiga eða bjóða upp á bjór. Persónulega hef ég aldrei skilið bjórdrykkju, mer finnst bjór einfaldlega vondur. Á þó eftir að prufa að baða mig upp úr honum,það er í boði í dag, ég hef mikin unað af böðum í heitum og köldum pottum, svo ekki er öll von út enn, með mig og bjórinn. 

Heimir H. Karlsson (IP-tala skráð) 24.8.2018 kl. 10:28

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ef ríkisrekið heilbrigðiskerfi sviptir einstaklinga sjálfseignarréttinum þá ber að leggja það niður og gefa heilbrigðisþjónustu frjálsa (um leið og skattar eru lækkaðir og reglugerðahindranir lækkaðar).

Hvað sagði þrælaeigandinn við þrælinn sem barði hausnum í vegg?
"Hættu þessu! Ég á þig!"

Geir Ágústsson, 24.8.2018 kl. 12:03

3 identicon

Og þá er það spurningin, hvers vegna eigum við að lifa lengur?
Lífslíkur eru bísna góðar, einhver staðar í kringum 80 ár í flestum löndum vestur Evrópu. 
Ef sú statistík er rétt, að um 20% dauðsfalla séu af völdum áfengis, þá er ljóst að 80% eru það alls ekki. Og ef þessi 20% geta lifað lengur, þá hversu lengi?

Við skulum gefa okkur að þessi 20% deyji alls ekki af völdum áfengis, þá hlýtur þetta fólk að deyja af öðrum orsökum, sömu orsökum og restin, 80%. 

Við getum líka útvíkkað þetta, og reiknað með að hluti af þessum 20% deyji vegna alkóhólisma. Ef það er á annað borð aðgengi að áfengi, þá deyr þetta fólk örugglega áfram, því alkóhólismi er ekkert að fara að hverfa, þó svo að það sé lífseigt í sósíalistum, að nóg sé að banna eitthvað, til að það hverfi.
Af hverju hefur ekki eitthvað af þessum sæluríkjum hreinlega bannað krabbamein?

Ég drekk afar lítið, reyndar eiginlega ekki neitt. En það er mér engin sérstök gleðitíðindi að lifa kannski árinu lengur. Því þegar öllu er á botninn hvolft, þá hefur sósíalistaruglinu tekist að gera lífið óbærilega leiðinlegt með boðum og bönnum, og mannskemmandi "rétthugsunarpólitík". 

Ef ég hefði valið um tvennt, að vera sauðdrukkinn alla daga, og deyja snemma, eða að afkomendurnir væru allir sósíalistar, og lifa árinu lengur, þá myndi ég glaður velja brennivínið.

Hilmar (IP-tala skráð) 24.8.2018 kl. 12:15

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta er heilbrigð afstaða Hilmar.

En annars varðandi þessa rannsókn. Það eina sem hún sýnir er að líklega sé sú skoðun röng að hófdrykkjumenn njóti betri heilsu en þeir sem ekki drekka. Munurinn er hins vegar svo lítill að það er varla að hann sé marktækur. Það kæmi því ekki á óvart ef næsta rannsókn staðfesti aftur það sem áður var talið rétt.

Gerist það hins vegar ekki, hverju breytir þetta þá í raun og veru? Jú, þú getur dregið úr líkum á ótímabærum dauða um einhver prómill með því að sleppa hófdrykkju. En heilbrigðissjónarmið eru hins vegar fjarri því að vera það eina sem skiptir máli. Ávinningurinn af því að dreypa á góðu víni er nefnilega margvíslegur og hann verður að taka með í reikninginn.

Þorsteinn Siglaugsson, 24.8.2018 kl. 12:22

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

"Lífsins táradalur" dregur ekki nafn sitt af þeim sem gráta ofan í vínglasið sitt.  Hitt er svo að árlega birtast nýjar og leiðréttar lífsstílskannanir, fram og til baka varðandi hollustu og hegðun. Öruggast er að halda bara sínu hóflega "striki".

Kolbrún Hilmars, 24.8.2018 kl. 14:00

6 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Hmm... ef verð á áfengi hækkar þaðmikið að það hefur áhrif á söluna, þá er ljóst að fólk snýr sér í staðinn að eiturlyfjum.  Þau eru jú send heim á hvaða tíma sólarhringsins sem er.

Ásgrímur Hartmannsson, 24.8.2018 kl. 19:26

7 identicon

Ég renndi lauslega yfir þessa rosastóru skýrslu. Ýmislegt má lesa út úr henni, t.d. að talið er að 2,8 milljónir deyji úr áfengi af þeim 2,8 milljörðum sem neyta þess, það er einn af hverju 1000. Einnig að því eldri sem þú ert því minni líkur. Svo má skoða það t.d. að karlmenn sem drekka minnst í heiminum eru í Pakistan. Samt eru lífslíkur þeirra þær minnstu í heiminum (þetta segir þessi skýrsla samt ekki), gúgglað annars staðar. Svo segir skýrslan okkur ekki frá því (en Hagsofa Íslands gerir það) að áfengisverð hér á landi er það langhæsta í heimi, að meðaltali t.d. 81% dýrara hér en í Danmörku og nær sama í Svíþjóð.  

Örn Johnson (IP-tala skráð) 24.8.2018 kl. 22:16

8 identicon

Líka má birta tölur, eins og víða er ert í útlöndum en ekki hér á landi, um ótímabæra dauða vegna mengunnar sem að verulegu stafar af umferð. Td. má benda á að mengun tvöfaldast við hverja hraðahindrun en þær eru nú 1345 bara í Reykjavík. Þetta er ekki viðurkennt af Borgaryfirvöldum, sei sei nei. (hentar ekki Degi og Hjálmari), mengunarstjórum Reykjavíkurborgar sem vilja svo færa hjólreiðamenn á umferðaeyju á miðri Miklabraut!!!!! 

Örn Johnson (IP-tala skráð) 24.8.2018 kl. 22:35

9 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Góður Geir.

Það hlakkar í mér. Brátt munu myndir af skorpulifur, skorpnum heila úr höfðum vinstrimanna, limlest niðurkeyrð börn og gamalmenni og af fólki stjörfu í delerium-tremens horfandi á strætisvagna Reykjavíkur koma akandi á móti því á fullri ferð en sem hverfa svo niður í niðurfallið í vaskinum við tannburstun, prýða miðann á vínflöskum með betu vínum heims og á 200 ára gömlu viskí og ungverskum Tokaj-vínum. Bjórinn fæst þá bara í blóð-flöskum og sama litarefni verður hellt í hann og spritti og dísil á traktora. 

Þetta er hefnd mín fyrir að taka bestu tóbakstegundir í heimi og pakka þeim inn skrímslamyndir.

Aðvörun áfengi drepur. Aðvörun sósíalismi drepur. Enginn má deyja nema úr sósíalisma. Og brátt verður það gert enn erfiðara að fá lyf sem lækna fólk en að vera íhaldsmaður. Lyf verða aðeins afgreidd geng framvísun flokksskírteinis í 1984-flokki sósíalista í vissum apótekum. Og aðeins með því að kvitta með fingraförum á hverja magnýltölfu. 

Ha ha ha ha ha. Þarna fengu þeir sem hata okkur reykingamenn aldeilis á baukinn. Engum verður meint af einni sígarettu á dag. Og einn vindill bætir úr táfýlustinki veintignahúsa.

Tralla la la 

Kveðjur 

Gunnar Rögnvaldsson, 24.8.2018 kl. 22:38

10 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Aðbúnaður gamals fólks á Íslandi er ekki beinlínis hvati fyrir löngun til lengra lífs. Fyrir suma er sherrystaupið hátindur dagsins.

En þegar horft er til þess að á Íslandi þykir sjálfsagt að eyða 20% þess lífs sem kviknar í móðurkviði er það nokkuð ankannalegt að agnúast út í fólk sem nýtur þess að fá sér í glas eftir langan dag eða við hátíðleg tækifæri.

Þeir sem vilja stjórna lífi fólks vilja líka fá að ráða hverjir lifa og hverjir deyja. Þeir berjast m.a. fyrir “rétti” konunnar yfir líkama sínum en gráta nú fögrum tárum yfir dauða hvalakálfs í kviði hvalamóður, þótt dauði hans sé í engu frábrugðin dauða 20 prósentanna.

Rökhugsunin sem vestræn menning var reist á er fyrir löngu komin í rusladallinn.

Ragnhildur Kolka, 25.8.2018 kl. 09:13

11 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

HEILBRIGÐISRÁÐHERRA DREPUR OKKUR LÖNGU ÁÐUR EN VIÐ DREPUMST AF VODKANUM- HANN ER SKÁRRI EN VERKJATÖFLUR- ÞÆR DREPA Í BOÐI RÁÐHERRA !money-mouth

Erla Magna Alexandersdóttir, 25.8.2018 kl. 17:26

12 Smámynd: Örn Einar Hansen

Mesta bölvun sem ég gæti ímyndað mér, er að lifa að eilífu.  Hvað sögðu ekki rómverjar?

Quem di diligunt adulescens moritur, dum valet sentit sapit.

Quem deus vult perdere, dementat prius.

Ég er sammála Ragnhildi, svolítill dreitill af "Aqua Vitae" er bara gott.

Örn Einar Hansen, 25.8.2018 kl. 18:27

13 identicon

Fái ég einhven tíman krabbamein eða annan lífshótandi sjúkdóm þá mun ég prófa LSD, kókaín og bara allt sem yfirvöld banna og ég hef ekki þorað að prófa  hingað til

Grímur (IP-tala skráð) 25.8.2018 kl. 19:50

14 identicon

Sæll Geir. Það er vandlifað hér á jörðinni, fyrir okkur öll ólík og sérstöku, hvert og eitt.

Las það í vandaðri bók, (man ekki hvað bókin heitir), að viðbætti sykurinn væri krabbameinsvaldandi, vegna þess að hann gerir líkamann súran. Viðbætti sykurinn í áfengi er krabbameinsvaldandi.

Las það í vandaðri bók, (man ekki nafnið á henni), að hóflega notað áfengi þynnir blóðið. Það var ekki talað um hættuna af blóðþynnandi kemískum blóðþynningarlyfjum, í þessari áratuga rándýru "rannsókn"?

Allt er gott í hófi, og allt er einstaklingsbundið.

Hver og einn á sinn líkama og sína sál. Og allir eru sérstakir, hver á sinn hátt.

Eins gott að vísindakirkju-skurðlæknamafíu forstjórar heimsins fari að átta sig á þeirri ábyrgðarinnar staðreynd!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 25.8.2018 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband