Þriðjudagur, 14. ágúst 2018
Vinsamlegast ekki þessa viðkvæmni
Viðkvæmni er greinilega í gríðarlegri tísku. Hún gildir m.a. um homma og lesbíur, múslíma, kynskiptinga, kvenfólk sem er ekki forstjórar stórra fyrirtækja, þá með annan húðlit en ljósbleikan og þá sem vilja læra eitthvað algjörlega tilgangslaust og út í bláinn (helst á mörgum árum á kostnað skattgreiðenda). Um þessa hópa má varla segja saklausasta brandara og allt verður vitlaust.
Opin skotskífa er hins vegar á mörgum öðrum hópum, t.d. á öllum sem hafa fæðst og alist upp í kapítalískum ríkjum og njóta hinna ríkulegu ávaxta frjáls markaðshagkerfis.
Viðkvæmnin ein og sér er samt ekki vandamálið heldur er vandamálið sú athygli sem viðkvæmnin fær. Blaðamenn hlaupa á eftir þeim viðkvæmustu hverju sinni og taka við þá viðtöl og skrifa út frá þeim stóryrtar fyrirsagnir.
Viðkvæmir hafa alltaf og alla tíð fundist en yfirleitt hefur raunveruleikinn læknað viðkvæmnina að einhverju leyti. Núna eru viðkvæmnin ræktuð eins og blóm í potti og fær að vaxa og taka yfir allt nærliggjandi svæði.
En kannski skiptir viðkvæmnin engu máli. Á fésbókinni eru óteljandi lokaðar og læstar brandarasíður þar sem viðkvæmnin á ekkert erindi. Í lokuðum hópum er viðkvæmt fólk baktalað og gert að aðhlátursefni. Á vinnustöðum er viðkvæmu fólki mokað út í horn þar sem það heyrir ekkert af hinu skemmtilega vinnustaðarspjalli. Í félagslífinu er hinu viðkvæma fólki ekki boðið í bestu partýin. Á stefnumótamarkaðinum er viðkvæma fólkið sent heim eftir fyrsta hitting. Viðkvæmir sækjast í félagsskap hvers annars en kemst ekki lengra en það.
Velkomin í raunveruleikann.
Bean styður búrkubrandara Borisar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:04 | Facebook
Athugasemdir
Já viðkvæmnin selur,gamansöm kona spaugaði eitt sinn,þegar helgarblað nokkuð barst henni,með spurningu um hver ætli sé nú aumingi dagsins?
Mr Bean fær mann svo oft til að sjá spaugilegu hliðar sjálfs sín,en aðrir taka nærri sér gerist það í kirkju. Hver hefur ekki séð hann í hópi kirkjugesta taka undir með kórnum og reyna að elta textann sem hann kann ekki. En minn maður kemst á flug og yfirgnæfir kórinn eins og lúður þegar kemur að halelúja 3-4 sinnum.
Helga Kristjánsdóttir, 14.8.2018 kl. 18:19
Þeir yrðu ófáir þættirnir í sjónvarpi frá fyrri tíð sem yrðu óvinsælir í dag meðal þeirra viðkvæmu.
Sem betur fer eru til sterkir einstaklingar sem þola að verða teknir fyrir:
https://www.youtube.com/watch?v=CH4cyM0UVTc
Geir Ágústsson, 15.8.2018 kl. 06:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.