Miðvikudagur, 8. ágúst 2018
Allt sem truflar er truflandi, og allt truflandi truflar
Það þarf ekki prófessora eða flóknar rannsóknir til að segja kennurum að allt sem er truflandi truflar.
Maður sem keyrir bíl á ekki að horfa á sjónvarp.
Maður sem saumar með saumavél á ekki að lesa stöðuuppfærslur á fésinu.
Maður sem lemur í nagla með hamri á ekki að góna út í loftið og bíða eftir stjörnuhrapi.
Nemandi sem situr í fyrirlestri á ekki að væflast um internetið.
Auðvitað er athyglisvert að sjá rannsóknir um hin ýmsu áhrif tölvuskjáa, hvort sem það er á langtímaminnið eða andlegan þroska. En fyrir kennara og prófessora er nóg að vita að allt sem er truflandi truflar.
Um leið má velta því fyrir sér af hverju sumir kennarar og margir skólar berjast af miklum móð fyrir því að fá fleiri skjái í kennslustofuna. Skólarnir vilja sennilega fá hið aukna eyðslufé sem fylgir kaupum og viðhaldi á tækjunum. Kennarar vilja sennilega reyna að færa eitthvað af vinnu sinni yfir á skjáina og kaupa sér þannig meiri tíma til að drekka kaffi. Eða hvað?
Símanotkun leiðir til lægri einkunna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 06:52 | Facebook
Athugasemdir
Þú segir ekki, allt truflandi truflar!
You call spade a spade!
Við komumst örugglega langt í umræðunni með þessu móti !
Jón Valur Jensson, 8.8.2018 kl. 12:11
Annars er þetta bara fínn pistill hjá þér og ég búinn að læka hann!
Jón Valur Jensson, 8.8.2018 kl. 12:14
Ég er einmitt að leika mér að orðum hérna. Það er eins og það komi sumum á óvart að það sem er truflandi - t.d. tölvuskjár með iðandi litabreytingum fyrir framan nef barna - trufli!
En auðvitað er þetta ekki fallegt mál.
Takk fyrir lækið.
Geir Ágústsson, 8.8.2018 kl. 12:52
Þú átt þau nú skilin fyrir marga pistlana.
Jón Valur Jensson, 8.8.2018 kl. 13:06
Skrif þín Geir, eru alveg frábær ... vel í stíl fært, og góð ádeila á samfélagið. Vildi óska þess að mér sjálfum væri jafn lægin orðin og þér.
Fyrir utan það, þá er aukin kaffi pása þarfaþing. :-)
Örn Einar Hansen, 8.8.2018 kl. 17:51
Ég þakka bæði Jóni og Bjarne hrósið. Það hvetur mann áfram!
En svona úr því skrif mín eru nefnd þá hafa menn kannski áhuga á skrifum mínum um annað en samfélagsmálefni:
https://www.amazon.com/dp/1505993059/
https://www.amazon.co.uk/dp/1548976326/
Hver veit!
Geir Ágústsson, 8.8.2018 kl. 19:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.