Ungur maður með markmið

„Þetta var aðeins skemmtilegra en ég átti von á,“ segir Andri Fannar Einarsson, 12 ára strákur úr Grindavík, eftir níu daga túr á frystitogaranum Hrafni Sveinbjarnasyni. 

Gott hjá honum! Þarna er greinilega á ferðinni maður með markmið og eindreginn vilja til að prófa eitthvað nýtt, öðlast þroska, leggja á sig mikla vinnu og taka áhættu.

Það má vel vera að þessi sjóferð hafi verið ólögleg en þá þarf að breyta lögum. Lögin eiga ekki að hindra fólk sem gerir uppbyggilega hluti.

Því miður eru 12 ára sjómenn undantekningin frekar en reglan. Reglan er miklu frekar sú að 12-15 ára ungmenni rotni lifandi fyrir framan tölvuskjá, hrjáð af D-vítamínskorti vegna sólarleysis, félagslegri fötlun vegna brenglunar og minnisglöpum vegna skjágláps. Þau vita ekki hvað markríll er en eru með það alveg á hreinu hvaða dansspor eru tekin í Fortnite-tölvuleiknum.

Þeir eru til sem segja að stærsta áskorun ungra karlmanna í dag sé skortur á tilgangi og ábyrgð í lífinu. Þeim er yfirleitt bara ætlað að segja já og amen við aðra, sitja kyrrir og helst skammast sín fyrir kynferði sitt. Er skrýtið að þeir hætti snemma í skóla og fremji margfalt fleiri sjálfsmorð en kvenfólk?


mbl.is Tólf ára á frystitogara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband