Eitt einfaldasta lögmál hagfræðinnar

Hagfræðin getur verið snúin en hana má oft einfalda án þess að missa mikið af upplýsingum.

Eitt lögmál hagfræðinnar er til dæmis: Ef þú gerir eitthvað dýrara þá minnkar eftirspurn, og ef þú gerir eitthvað ódýrara þá eykst eftirspurn.

Fyrir stjórnmálamanninn þýðir þetta: Ef þú skattleggur eitthvað færðu minna af því. Ef þú niðurgreiðir eitthvað færðu meira af því.

Ef þú skattleggur hagnað, veltu fyrirtækja, arðgreiðslur og rekstur almennt er dregið úr hagnaði, veltu, arðgreiðslum og rekstrartekjum. Fyrirtæki geta ekki borgað eins mikið í laun og önnur útgjöld. Þau geta síður herjað á nýja markaði. Sum fyrirtæki verða hreinlega ekki til - eru drepin í vömbinni áður en þau svo mikið sem fæðast.

Ef þú niðurgreiðir atvinnuleysi færðu meira af því en annars væri raunin.

Á Íslandi er blómlegt atvinnulíf en það gæti verið enn blómlegra. Á Íslandi eru mörg fyrirtæki sem borga góð laun en þau gætu verið fleiri og borgað enn betri laun. Skattbyrðin sér um að drepa það sem hefði kannski fæðst einhvern daginn. 

Fer ekki að vera kominn tími til að skera ríkisvaldið niður um 90% og leyfa því að einbeita sér að örfáum, vel skilgreindum verkefnum á meðan frjálst samfélagið sér um allt annað, t.d. kennslu barna, meðhöndlun sjúkdóma og stuðning við þá sem minna mega sín?


mbl.is Fyrirtækin að fara úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

9.8.2012:

"Skattlagning á hagnað fyrirtækja er með minnsta móti á Íslandi af 34 OECD-ríkjum, þó ríkisstjórnin hafi hækkað hana úr 15% 2008 í 20% nú.

Það eru einungis fimm lönd sem hafa lægri skattlagningu fyrirtækja en Ísland árið 2011. Þau eru Slóvakía, Pólland, Ungverjaland og Tékkland með 19% og svo Írland með 13%.

Fjögur lönd eru með svipaða skattbyrði fyrirtækja og Ísland, þ.e. Grikkland, Chile, Slóvenía og Tyrkland. En Japan og Bandaríkin eru með helmingi meiri skattlagningu fyrirtækja en Ísland, eða 39-40%.

Frændþjóðir okkar á Norðurlöndum leggja allar meiri skatta á fyrirtæki en Ísland.
Samt gengur flest mjög vel í þeim löndum.

Ef við skoðum hverju tekjuskattur á fyrirtæki skilar í ríkissjóð, sem % af vergri landsframleiðslu, þá er Ísland í 4. neðsta sæti 2010.

Fyrir hrun var búið að færa atvinnurekendum, fjárfestum og bröskurum ótrúleg fríðindi í skattamálum á Íslandi. Betri en í sumum erlendum skattaparadísum. Hófleg hækkun skatta á þá eftir hrun hefur litlu breytt. Skilyrðin eru enn góð.

Það eru því staðlausir stafir hjá talsmönnum atvinnulífsins og hægri róttæklingum þegar þeir fullyrða að fyrirtæki séu sérstaklega skattpínd á Íslandi.

Íslensk fyrirtæki eru með einna minnstu skattlagninguna sem þekkist í hagsælli ríkjunum.

Spurningin er þá hvort atvinnurekendur telji að þeir eigi ekki að bera kostnað af hruninu?
Eiga þeir að vera stikkfrí eftir að hafa grætt óhóflega á árunum fyrir hrun og átt sjálfir stóran hluta í orsökum hrunsins?

Margir af forystumönnum atvinnulífsins þá og nú voru framarlega í útrás og braski bulláranna."

Skattpíning fyrirtækja á Íslandi? - Stefán Ólafsson prófessor við Háskóla Íslands

Þorsteinn Briem, 3.7.2018 kl. 14:54

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Lítil og meðalstór fyrirtæki eru flest rekin um núllið - greiða hvorki tekjuskatt né arð.  Góð laun þó og há launatengd gjöld á meðan tekjurnar leyfa.  Sennilega hefur það áhrif á opinberar tölur um "minnstu skattlagninguna sem þekkist."

Kolbrún Hilmars, 3.7.2018 kl. 15:03

3 identicon

Geir. Á að setja ófæddu börnin í hagfræðilíkan líka? "Borgar sig" nokkuð að bjarga móður og barni lengur, samkvæmt siðlausum hagfræðilíkönum? Þetta er óverjandi, siðblind, peningagráðug, og óverjandi "hagfræði"!

Ber yfirlækna-hagfræðinga liðið dómarastýrandi og sprautuvopnaða á Landsspítala Íslands, virkilega enga ábyrgð í augum almennings, á því hvort ófædd börn lifa eða deyja? Hver er að stjórna hagfræði-kjarabaráttu "ljósmæðra" á yfirlæknastýrða og yfirlæknaábyrga Landsspítala Íslands?

Því verða upplýstir fjölmiðlar að svara af heiðarleika! Þöggun er DAUÐANS alvara!

Eru ljósmæður virkilega orðnar jafn siðblindar og ofurgráðugar eins og siðblinda yfirlækna og skurðlækna toppalið faldavalds stjórnenda Landsspítala Íslands?

Græðgin og siðblindan er að drepa allt siðmenntað og réttarverjandi, sem eftir er, hér á þessari spilltu Íslands djöflabankastýrðu eyju!

Hagfræði hvað!

Siðfræði?

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 3.7.2018 kl. 22:03

4 Smámynd: Örn Einar Hansen

Ég geri ráð fyrir, að Ísland sé rekið svipað og Noregur.

Hagfræði Noregs, er á eftirfarandi leið.  Ríkið leggur svo mikin skatt á allt, til þess að geta staðið undir kostnaði við flóttafólk í landinu.

Bensín líterinn, kostar 16.5 NOK.  Þetta eru heilar 18 Sænskar krónur, eða heilum 2.50 SEK dýrari bensín en í Svíþjóð.  Og þetta í landi, sem framleiðir olíu.

Maður á ekki einu sinni að þurfa að eyða orðum í, að þetta er uppáskrift upp á algert gjaldþrot landsins. En við skulum leika okkur við, að sumt fólk skilji ekki þetta atriði málsins.

Landið er langt, og vegalengdir miklar ... það er því mikilvægt fyrir að halda "jöfnum" kostnaði yfir landið, að vöruflutningar á milli landshluta séu í jafnvægi.  Þetta er bara eitt atriði, af mörgum í dæminu um ... hvernig hagfræði landsins, er að leiða það á veg glötunar.  Glötunar, sem á sér fyrirmynd í "góðmensku brjálæði" sem hefur riðið um heiminn undanfarinn áratug, ef ekki meir.  Þetta sama "góða fólk", er að skrifa greinar í moggann um hvernig "ISIS", morðóðir hundingjar séu "uppreisnarmenn".

Örn Einar Hansen, 3.7.2018 kl. 23:55

5 identicon

Bjarne Örn. Ég reikna með að Noregur sé ekki á allan hátt rekið eins og Ísland.

Ísland er svo gjörspillt, að hér á landi þrífst ólögleg kannabisframleiðsla sem dugar til mikillar innanlandsnotkunar. Og gott betur. Og látið viðgangast án þess að semja einhvern lagaramma kringum þetta opinbera brotaleyndarmál stjórnsýslandi aftökubankanna?

Margt er spillt og galið í barnaverndar spillingunni í Noregi, og þar er ástandið miklu verra á mörgum stöðum heldur en á Íslandi.

Það er ekki allt rekið á sama hátt í Noregi og á Íslandi, og það er ég næstum viss um. því almenningur í Noregi er enn með einhvern snefil af gagnrýnni réttlætishugsun, til að geta rætt mál opinberlega sem eru óverjandi í stjórnsýslukerfinu.

Ekki myndi almenningur í Noregi sitja þegjandi á hliðarlínunni, ef ætti að láta yfirlæknastýrð verkföll ljósmæðra kosta ófædd börn og mæður þeirra líf og heilsu. Svo vel tel ég mig þekkja almennings þjóðarsál Noregs, með alla sína óeigingjörnu hjálp ýmissa samtaka og einstaklinga, að slíkt fengi ekki að viðgangast þegjandi og umræðulaust þar í landi.

Eða hvað?

Er siðblind græðgihagfræðin lífshættulega og stjórnlausa líka búin að blinda alla endanlega í Noregi, eins og á Íslands sálarlausu ómennskuhagfræði læknadómarastjórnsýslunnar siðblindu, og ábyrgðarfríuðu?

Sorglegt ef svo illa er komið fyrir gagnrýnandi almenningi Noregs.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 4.7.2018 kl. 00:46

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Ekki veit ég hvað menn þykjast fá út úr því að afhenta ríkisvaldinu börnin okkar, þá öldruðu, sjúklinga, fatlaða og atvinnulausa. Ekki hefur neinn stungið upp á því í mín eyru að vilja fá ríkisvaldið til að halda við bílnum sínum eða húsnæði. 

Annars er búið að afsanna þá fölsku goðsögn að skattar á fyrirtæki séu lágir á Íslandi. Að slíkri niðurstöðu komast menn bara ef menn taka ýmis nauðungargjöld út fyrir sviga af því þau heita ekki "skattar" heldur "gjöld", og vegur þá tryggingagjaldið mestu.

Geir Ágústsson, 4.7.2018 kl. 07:21

7 identicon

Mesta svindlið á íslandi er skattur upp á 15.5% sem kallaður er lífeyrissjóður.

kristinn (IP-tala skráð) 4.7.2018 kl. 12:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband