Leynist ofdekraður og ósjálfbjarga eilífðarkrakki á þínu heimili?

Höfum eitt á hreinu: Skólakerfið snýst ekki nema að litlu leyti um að mennta krakka - að kenna þeim hluti sem nýtast þeim í áframhaldandi námi og í lífinu almennt.

Miklu frekar snýst skólastarf um að troða öllum í sama mótið. Þeir sem passa ekki í það fá róandi lyf. Aðrir fá að stara út í loftið í tímum og láta sér leiðast. Það má ekki lengur skipta krökkum upp eftir námsáhuga, námsgetu og áhugasviðum. Það má ekki einu sinni hafa ótalandi innflytjendur í sérstökum bekkjum lengur. Finnist enn skólar sem framfylgja slíku skipulagi þá fer þeim fækkandi.

Fyrir vikið eru strákar að flosna upp úr námi sem aldrei fyrr og sjálfstraust þeirra að molna.

Foreldrar reyna auðvitað að bregðast við. Þeir hlaupa undir börnin sín og lyfta þeim upp þegar þau detta. Þeir reyna að útvega þeim vini og tækifæri. Þeir koma þeim á æfingar sem fá tímann til að líða. Þessir foreldrar hringja brjálaðir í kennarana þegar einkunnaspjaldið kemur heim. Seinna hringja þessir foreldrar í tilvonandi atvinnurekendur og mæta jafnvel í atvinnuviðtölin með börnum sínum.

Barnið þitt er hugsanlega eitthvað annað og meira en húðlatur sérvitringur en þú munt sennilega aldrei komast að því, en til vara þegar það er orðið of seint. Skólakerfið reyndi að troða því í mót og þú reyndir að halda því uppi þegar mótið braut barnið. 

Og hvað er til ráða? Nú augljóslega að hætta miðstýrðum mótunaráætlunum og leyfa skólunum að keppa sín á milli í nýjum aðferðum til að troða námsefni í hausinn á krökkunum og styrkja þá félagslega. 

Einkavæðum skólakerfið.


mbl.is Leynist lítill Einstein á þínu heimili?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Menntakerfið er fyrir kennara. Að það skuli vera skylda að læra allskonar gagnslaust nám árið 2018 er mjög skrítið. Þar sem allir eru settir undir sama hatt er lítill metnaður. Kostnaðurinn við þetta lélega menntakerfi er óheyrilegur( hátt í 2milljónir á hvern grunnskólanema).Þegar það er orðinn hagur kennarans að nemandinn skili árangri þá erum við á réttri leið.

Ekki spurning að einkavæða skólana.

Kristinn Bjarnason (IP-tala skráð) 4.7.2018 kl. 12:57

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það tók sig upp gamalt bros,þegar ég les um foreldrana sem hringja brjálaðir út   af einkunnum barna sinna. Þetta er þá líklega svona enn í dag.

Helga Kristjánsdóttir, 5.7.2018 kl. 02:49

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Á mínum grunnskólaárum þurftu foreldrar að skrifa undir einkunnaspjaldið hjá manni. Sumir reyndu að falsa undirskriftir foreldra sinna, sennilega til að sleppa við skammir fyrir lélegar einkunnir. Það má því segja að einu sinni hafi krakkar verið skammaðir fyrir lélegar einkunnir en að nú séu kennarar skammaðir. Það þarf ekki heimspeking með doktorsgráðu til að giska á afleiðingar slíks tilflutnings á ábyrgð. 

Geir Ágústsson, 5.7.2018 kl. 06:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband