Hið opinbera í fasteignabraski

Í Reykjavík er svo komið að borgin er orðin háð tekjum af fasteignabraski til að halda uppi loforðaflaumnum. Lóðaframboði er haldið lágu svo sem hæst verð fáist fyrir lóðirnar. Þær eru orðnar svo dýrar að það er engin leið að græða á þeim nema með því að byggja lúxusíbúðir. Byggingareglugerðin styður við þessa lúxus-væðingu húsnæðis með allskyns skilyrðum sem fáir hafa áhuga á. 

Núna er hið opinbera búið að taka enn eitt skrefið í fasteignabraski sínu með því að kaupa dauða verslunarkjarna með það í hug að selja þá seinna þegar er búið að gera þá að aðlaðandi fasteignum. Það má ekki bara afnema hindranir í dag og gera þá aðlaðandi. Nei, hér ætlar hið opinbera að beita völdum sínum til að kreista út hagnað.

En gott og vel, verslunarkjarnar úthverfanna eru að deyja. Hvað er til ráða? Ráðið er einfalt. Heimilið áfengissölu í venjulegum verslunum. Þá þarf fólk ekki lengur að keyra í Mjóddina, Spöngina, Smáralindina eða Kringluna til að kaupa bjórkippu. Það er nóg að heimsækja hverfisbúðina og versla í matinn í leiðinni.

Ég býð spenntur eftir að Reykjavíkurborg knýi á ríkisvaldið að heimila áfengissölu í venjulegum verslunum. Til bjargar hverfisbúðinni!


mbl.is Lánaheimild borgarinnar aukin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Már Elíson

Það stóð ekki á því að yfirlýstur sjálfstæðiskjammi og braskari með fasteignir, slóð afskrifta og gjaldþrota í farteskinu, færi að rífa kjaft og rífa allt niður sem gert er. - Eins og Árborgarævintýrið, lóðabraskið o.fl. þá vill hann (og hans líkir) komast "direct" í kjötkatlana. - Þetta er eins og skipulagt hjá Flokknum, að koma Trójuhestum allsstaðar inn til að taka allt og rífa niður innanfrá.- Áran á þessum manni segir sig langar leiðir. Hvílík óværa.

Már Elíson, 2.7.2018 kl. 12:58

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ef satt er þá ætti oddviti Sjálfstæðismanna að þekkja braskið þegar hann sér það (byggt á reynslu með slíkt) og þeim mun meiri ástæða til að taka orð hans alvarlega. 

En þú meinar að hér séu einhverjir kjötkatlar á ferðinni? Draugabyggingar í Breiðholti? Eða var það hið opinbera sem flæmdi fólkið út og bauð draugana velkomna? Og ætlar nú að flæma draugana út og laða verktakana að?

Geir Ágústsson, 2.7.2018 kl. 13:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband