Þegar rasismi var álitinn nauðsynlegt hreinsunarafl

Í dag þykir ekki fínt að vera rasisti, þ.e. einhver sem dæmir heilu kynþættina eða þjóðirnar út frá einhverjum meintum hópeinkennum, án tillits til ágætis tiltekinna einstaklinga hópsins. 

Að vísu eru á þessu undantekningar, svo sem "hvíti karlmaðurinn" eða "kristnir", en látum það kyrrt liggja.

Á öðrum tímum hefur rasismi hins vegar verið talinn bæði viðeigandi og nauðsynlegur (sjá t.d. grein um "Eugenics" á Wikipedia). Fína fólkið taldi það raunar vera skyldu sína að taka þátt í varðveislu kynþátts síns og bola öðrum út. Þroskaheftir voru geldir og hömlur settar á innflytjendur. Þetta átti sér ekki bara stað í Þýskalandi nasismans heldur í fjölmörgum vestrænum ríkjum, þar á meðal Bandaríkjunum (en að vísu á töluvert mannúðlegri hátt).

Svo virðist sem Einstein hafi verið afskaplega "mainstream" að þessu leyti miðað við þessa tíma. Seinni heimsstyrjöldin fékk samt marga til að hugsa sinn gang og yfirgefa hugmyndir kynþáttahreinsunar. Sem betur fer segja margir.

Lexían er samt sú að það ber að forðast að láta viðteknar skoðanir stjórna eigin skoðunum alltof mikið. Viðteknar skoðanir eru oft afurð einhvers konar tíðaranda sem er ekki endilega innblásinn af skotheldri rökfræði eða yfirvegaðri hugsun. Viðteknar skoðanir geta verið bæði hættulegar og heimskulegar. Ég sé mörg dæmi um slíkt í dag.

Nú skal uppnefna Einstein fyrir að fylgja línunni á öðrum tímum. Hvað verður sagt um okkur eftir 100 ár? Erum við kynslóðin sem fórnaði vestrænum gildum um frelsi, jafnrétti og lýðræði á altari misskilinnar góðmennsku sem endaði á að valda bæði okkur og þeim sem við hjálpuðum óendurkræfum skaða? Erum við kynslóðin sem kastaði eigin gildum fyrir önnur í stað þess að tala fyrir ágæti okkar gilda við þá sem brytja aðra niður í nafni trúar, mannfyrirlitningar og valdaþorsta?

Það mun tíminn leiða í ljós.


mbl.is Var Einstein rasisti?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Gagnleg og þörf hugleiðing.

Wilhelm Emilsson, 15.6.2018 kl. 10:14

2 identicon

 http://www.friatider.se/koranskolor-skapar-svenskfientliga-elever-jag-lyssnar-inte-p-dig-f-r-du-r-vit

Þú hefur fullkomlega rétt. 

Því miður er það satt, að kynslóðir í dag hvorki skilja né virða lýðræðið af vanþekkingu og veita steinaldar kúltur greiðan aðgang að samfélaginu. Þetta er skólum og fræðslunni að kenna, enda bróðurpartur kennara kratar, sem bera enga virðinu fyrir lýðræðinu. ( vinnubrögð ESB eru gott dæmi).
Þar sem óþroskinn er, þar fjölgar fólk sér eins og kanínur, sem endar bara á einn veg.

Valdimar Jóhannsson (IP-tala skráð) 15.6.2018 kl. 11:32

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Afburða góður pistill Geir! Í gegnum margar árstíðir máttu eigin skoðanir sín lítils gegn víðteknum,t.d.í eldhúskaffi umræðum og heimboðum,takti tíðarandans þegar mín kynslóð ól upp þá miðaldra í dag. "Erum við kynslóðin"? Mörgum mun aldrei auðnast að fá svar við því.

Helga Kristjánsdóttir, 15.6.2018 kl. 14:06

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Ekki veit ég hver örlög vestrænnar menningar eru. Núna eiga sér stað stórfelldir fólksflutningar - þjóðflutningar. Stundum hefur slíkt haft í för með sér breiðara samfélag og öflugra. Stundum hefur slíkt valdið hruni siðmenningar. Persónulega finnst mér menn vera að leika sér að eldinum - setja milljónir manna á opinbera framfærslu í lokuðum gettóum þar sem fólk fylgir öðrum lögum, siðum og venjum en aðrir (í Bretlandi eru t.d. starfræktir tugir dómstóla sem gefa lítið fyrir landslög).

Geir Ágústsson, 18.6.2018 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband