Konur lifa lengur, eru heilbrigðari og drepa sig síður

Karlmenn drepa sig miklu frekar en stelpur.

Karlmenn eru óheilbrigðari en konur. Þeir lifa skemur.

Þeir eru meira að segja dæmdir harðar af dómstólunum en kvenfólk, fyrir sömu glæpi!

Karlmenn eru undir álagi. Sumt má skrifa á þá sjálfa: Eltingaleikur eftir peningum, völdum og titlum - þráin til að skara fram úr og gera eitthvað magnað. Annað má skrifa á kröfurnar sem gerðar eru á þá: Að hafa góðar tekjur og vera í góðu formi til að einhver kvenmaður velji þá, en um leið að sinna bæði fullri vinnu og heimilishaldinu. 

Karlmenn alast upp við leiðbeiningar frá kvenkyns leikskóla- og grunnskólakennurum sem reyna bæði að móta þá að höfði kvenkynsins og halda aftur af eðlishvöt þeirra sem ungra karlmanna. 

Það getur vel verið að margar stelpur séu orðnar drulluþreyttar á hinu óskilgreinda feðraveldi. En ætli margir piltar séu ekki líka orðnir þreyttir á mæðraveldinu?

Ég legg til að menn stofni til gönguferðar frá Hallgrímskirkju til Lækjartorgs og gangi þar berir að neðan (skór samt heimilaðir). 

Um leið legg ég til að við hættum að tala um samfélagið eins og samkeppni karla og kvenna og tölum í staðinn um að bæta samvinnu allra í samfélaginu, óháð kyni. 


mbl.is Stelpur „drulluþreyttar á feðraveldinu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband