Fimmtudagur, 31. maí 2018
Meirihluti til eins árs
Meirihluti er að myndast í Reykjavík og að honum koma fjórir flokkar: Samfylkingin, Viðreisn, Píratar og VG.
Það varð strax eftir kosningar óumflýjanlegt að flókinn meirihluti ólíkra flokka yrði að verða til. Á Íslandi er engin hefð fyrir minnihlutastjórnum.
Það blasti við að meirihlutinn væri fallinn.
Það blasti við að hinum fallna meirihluta vantaði hækju ef hann ætlaði að halda velli.
Nú virðist vera hinn fallni meirihluti vera að endurfæðast með aðstoð Viðreisnar. Það kemur ekki á óvart. Viðreisn styður borgarlínuna. Hún hefur samt bent á að fjármál borgarinnar eru í klessu og að samkeppnishæfni borgarinnar sé töluvert skert vegna hárra skatta á fyrirtæki.
Ekki veit ég hvernig Viðreisn ætlar að samræma óskir sínar um lægri skatta og aukin útgjöld. Ég efast um að Viðreisn berjist fyrir hærri opinberum skuldum. Kannski það eigi að veðja á að lóðabrask fráfarandi meirihluta og aukið innstreymi fyrirtækja í borgina bjargi málunum.
Ekki veit ég hvernig hófstillt Viðreisn ætlar að vinna með æstum Pírötum (eins konar ungliðahreyfing Samfylkingarinnar), athyglissjúkum borgarstjóra og einmanna Vinstri-grænum. Það kemur í ljós.
Það getur vel verið að menn semji nú um meirihluta til eins árs en ekki fjögurra.
Meirihlutinn féll en fékk hækju. Það er niðurstaðan... í bili!
Eiga eftir að ræða verkaskiptingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:39 | Facebook
Athugasemdir
Kjósendur Viðreisnar hljóta að vera mjög ánægðir með hvernig atkvæði þeirra tryggir áframhaldandi setu Dags í borgarstjórastólnum
Borgari (IP-tala skráð) 31.5.2018 kl. 17:20
Sæll Geir. Það sem "hreppa"-stjórar og "ríkis"-stjórar eru með í ó-skráðum þögguðu fréttapípunum heimsveldishótandi í stjórnsýslukúgandi fjölmiðlunum herteknu, er ekki til umræðu hér í dag, á Íslandi?
Það er gripið til gamla fiski-krókanna þrætuefnisins, með fjölmiðlaeigenda upphrópunum í dag á althingi.is. (alþingi.is).
Til að þagga niður það sem í raun ætti að vera aðalumfjöllunarefni fréttaveitandi fjölmiðla á Íslandi og víðar í dag?
Þeir sem ekki skilja norsku ættu að ráða sér heiðarlegan túlk, til að komast að staðreyndum sem eru í gangi, hjá mafíuklíku Íslands og mafíuklíku Noregs!
googla:
vg.no/nyheter/innenriks/i/224lr/barnevernselskaper-kontrollere-fra-skatteparadiser
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 31.5.2018 kl. 17:31
Geir. Ég er ekki að gera lítið úr mikilvægi þess að fiskimanna réttlætið sé rætt á hinu "háa" lögmanna/dómsstóla/yfirlækna-kúgaða alþingi. Ég er að benda á hvers konar óverjandi planaðir mannréttindabrots-glæpir eru óræddir á öllum umræðu vettvangs-fjölmiðlun Íslands.
Breiðavíkurmálin eru á endurreisnar-braut hvítflibbaglæpamafíu-stjóra, á svo hroðalegan hátt, að engum dettur í hug "að svona geti gerst aftur í dag".
Almættisins góðu og leiðbeinandi englarnir hjálpi öllu fólki allsstaðar, að takast á við ó-mennskuna vélrænu og miskunnarlausu.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 31.5.2018 kl. 18:06
Geir. Fyrst ég settist niður við að rifja upp allt sem ekki er sagt frá á Íslandi, er best að bæta við, þessu sem viðgengst í sumum ríkjum.
googla:
fosterhjemskongen
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 31.5.2018 kl. 18:26
Þetta er ágætis greining… „athyglissjúkum borgarstjóra“
#brosoglokkar
Nonni (IP-tala skráð) 31.5.2018 kl. 23:36
Meirihlutinn fékk tíu fulltrúa en minnihlutinn aðeins átta. Restin fór á ný framboð.
Þetta var því sigur meirihlutans yfir minnihlutanum. Það var nokkuð sætur sigur ekki síst í ljósi þess að einn meirihlutaflokkurinn bauð ekki fram en báðir minnihlutaflokkarnir voru í framboði.
Sá meirihluti sem nú er verið að mynda er líklega eini raunhæfi kosturinn. Stefna Viðreisnar í helstu kosningamálunum er mjög í takt við fyrri meirihluta en á skjön við stefnu annarra flokka.
Það væri glapræði fyrir Viðreisn að ganga til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn eftir samstarf þessara flokka í ríkisstjórn sem næstum gerði endanlega út af við Viðreisn. Vigdís er auk þess ekki talin samstarfshæf.
Einnig eru kröfurnar sem Flokkur fólksins setur sem skilyrði fyrir samstarfi augljóslega pólitískur ómöguleiki í Sjálfstæðisflokknum.
Ásmundur (IP-tala skráð) 2.6.2018 kl. 23:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.