Fimmtudagur, 17. maí 2018
Flestar rollur og hæstu skattarnir
Ekki veit ég hvort það vinni saman að í Reykjavík eru flestar rollur allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og um leið hæstu skattarnir. Tölfræðin segir sjaldan alla söguna ein og sér.
Reykjavík er í auknum mæli orðin barátta úthverfanna við miðbæinn. Þetta er ekki hollt fyrir neinn. Úthverfin ættu að fá að stækka og mynda sína eigin fyrirtækjakjarna. Miðbærinn á ekki að þurfa skipta svona miklu máli og toga svona mikið af fólki til sín.
Fyrirtækin eru að gefast upp á Reykjavík. Höfuðstöðvar þeirra stærstu eru á leið í nágrannasveitarfélögin. Hvenær kemur að íbúunum? Hvenær fækkar kindunum í borginni?
Höfuðborgarsvæðið í tölum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Geir. Er þetta kindarlega línu-notenda-ritsafns baktjalda-stjóralið, með kosningarétt einhversstaðar á jarðarkringlunni? (kannski bara með SA-frípassa á global-visum og yfirtöku-hernað?
Hvað ætli Íslands-lykils-Þjóðskránni "alvitru" og "réttarlögverjandi" detti tilviljanakennt (hverju sinni) í hug að segja, til að útskýra bullið og vitleysuna sem er í gangi hjá baktjalda-faldavaldinu, sem aldrei þarf að koma fram í eigin persónu, né svara sjálfir fyrir sín siðferðislega ólögverjandi, og ómannúðlegu, og illskunnar heimsveldis stýrðu hótana/kúgunar-verkstjórn?
Er Lögmannafélag Íslands, ásamt dómsstólum Íslands, einungis siðleysisins verndarar illrar-orku-afla? Fjarstýrðir frá London City, og kampavíns-gervigrímu-co?
Er undarlegt að maður spyrji? Eftir allt glæpsamlega og "lögmanna/dómstólavarða" ruglið sem gengið hefur á, á Íslandi og á heimsveldis-stýrðu jarðarkringlunni allri, upp í gegnum árin, áratugina, aldirnar og árþúsundin?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 17.5.2018 kl. 13:33
Það er einkum tvennt sem mér finnst athyglisvert í þessum samanburði í hlekknum.
Annars vegar að Reykvíkingar hjóla eða ganga langmest allra úr og í vinnu eða skóla og hins vegar að rekstur borgarinnar skilar langbestri afkomu allra þessara sveitarfélaga.
Áhersla á hjóla- og göngustíga virðist því hafa borið góðan árangur með bættri heilsu viðkomandi. Eiturspúandi og svifryksmengandi bílum fækkar að sama skapi og það bætir heilsu annarra borgarbúa. Útsvarið er nokkurn veginn það sama í öllum þessum sveitarfélögum nema auðmannaúthverfunum tveim.
Borgarstjórnarmeirihlutinn virðist á réttri leið.
Ásmundur (IP-tala skráð) 17.5.2018 kl. 14:50
Hjóla og göngustígar mega ekki vera á kostnað þeirra sem hvorki geta hjóðað né gengið. Höfuðborg er með allar helstu þjónustustövar fyrir alla Íslands-íbúa.
ó-upplýstar og raunverulegar ástæður togstreitu um velferð heildarinnar, er vægast sagt gagnrýniverð. Það er engum sagt satt um eitt eða neitt? Hvorki fyrir kosningar né eftir kosningar!
Ekki trúi ég því að einhver einn flokkur umfram annan, sé þess megnugur að breyta einu né einu á bankaræningja/lífeyrissjóðs-hertekna Íslandi í dag.
Grímubúninga-klæddir mafíunnar frontsins-svarmenn, og glæpamafíustýrðir lögmenn/dómstólar, og allir blekkingafjölmiðlarnir mafíustýrðu, ættu að vera hverjum kosningabærum einstaklingi umhugsunarefni, svo ekki sé sterkar að orði kveðið.
Ekki er farsælt að fá aftur til stjórnsýslunnar, alla þá skiptimarkaðs-örfáu-daga borgarstjóra fyrri ára!
Lista-fólkið nær ekki einu sinni að búa til höfuð-stoltmyndir í tæka tíð, áður en enn einn borgarstjórinn hefur tekið við, og allt er stjórnlaust?
Eða hvað?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 17.5.2018 kl. 15:35
Það virðist vera þörf á því að halda því til haga að fjárhagsstaða Reykjavíkur er hræðileg.
Það er gríðarleg skuldasöfnun í gangi.
Það er búið að fegra svokallaðan A-hluta rekstursins á kostnað B-hluta (veitufyrirtækin og annað).
Í blússandi góðæri eru í stuttu máli skattar í hámarki og skuldasöfnun í botni. Þetta hefur greinilega alls ekki verið auglýst nægilega vel í kosningabaráttunni.
Geir Ágústsson, 17.5.2018 kl. 16:33
Geir. Það hefur heldur ekki verið auglýst, hverjir stjórna í raun og veru þessu leikriti lyganna og þöggunarinnar bak við tjöldin?
Rót vandans er lögmanna/dómsstólavarin og þöggun, af fjölmiðlaeigendum. Í "lögmanna/dómara-réttar-ríkinu"?
Eða hvað?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 17.5.2018 kl. 17:13
Geir, það er rangt að það sé gríðarleg skuldasöfnun í gangi hjá borginni. Skuldaaukningin á árinu var 6.8 milljarðar sem er 2.4% aukning. Það er nánast engin raunaukning þegar verðbólgan 2.1% hefur verið tekin inn í dæmið.
Þar að auki er þessi aukning tilkomin vegna hækkunar á lífeyrisskuldbindingum en ekki vegna aukinnar lántöku. Ríkið telur ekki lífeyrisskuldbindingar með i sínum uppgjörum. Hvernig er því háttað hjá öðrum sveitarfélögum?
Eitt ár segir að vísu ekki mikið. Þess vegna skoðaði ég þróunina allt frá 2010. Þá voru skuldirnar hærri en núna og hefur þá ekki verið leiðrétt vegna verðbólgu. Á sama tíma rúmlega tvöfaldaðist eigið fé borgarinnar.
Skuldir borgarinnar eru að mestu skuldir Orkuveitunnar. Þær eru greiddar með afnotagjöldum og eru því ekki baggi á skattgreiðendum. Þvert á móti fær borgin arð frá Orkuveitunni.
Orkuveitan fór illa út úr hruninu en hefur tekist að rétta vel úr kútnum. Auðviðað væri æskilegt að skuldirnar væru minni en þær hafa þó lækkað mikið frá 2010 þegar verðbólgan er reiknuð inn í dæmið.
https://reykjavik.is/arsreikningar-reykjavikurborgar
Ásmundur (IP-tala skráð) 17.5.2018 kl. 18:25
Orkuveitan er eitt dæmi um hvernig eigi EKKI að reka opinbert fyrirtæki. Stjórnendur OR voru duglausir, spilltir og ábyrgðarlausir, og sólunduðu fé almennings í eintómt bruðl og vitleysu: Létu byggja hálfónýta lúxusbyggingu og fjárfestu milljörðum í netþjónustu sem varð sögulega gjaldþrota vegna óhæfni stjórnenda. Svo þegar Gnarristarnir komust til valda, var enginn látinn axla ábyrgð og það eina sem gerðist var að spilltum, duglausum og ábyrgðarlausum Gnarristum var potað í stjórn OR. Það fyrsta sem þeir gerðu var að velta öllum skuldunum yfir á neytendur, rafmagnsverðið hækkaði um 40% á einum mánuði.
Hefur tekizt vel að rétta úr kútnum með því að ræna fólk um hábjartan dag. Enginn var látinn sæta ábyrgð, því að í stjórnsýslu Reykjavíkur flýtur skíturinn ofan á.
Annar útgjaldaliður sem minnihlutinn hefur bent á eru óútskýrðar stöðuveitingar og aukin launaútgjöld vegna þeirra. Þetta hefur meirihlutinn neitað að útskýra, en látið mig gizka: Þetta voru óþarfa stöður/bitlingar sem voru búnar til handa flokksgæðingum meirihlutans, vinum og fjölskyldumeðlimum í því augnamiði að mjólka skattgreiðendur. Stundum dulbúin sem hálfvitaleg femínisk verkefni.
Aztec, 17.5.2018 kl. 19:24
En ég er viss um að vitgrönnu femínisturnar eigi eftir að verða kolvitlausar yfir því að það búa 1.911 fleiri karlar á höfuðborgarsvæðinu og heimti leiðréttingu á þessum kynjahalla.
Etv. kynjaleiðréttingu.
Aztec, 17.5.2018 kl. 19:28
Hér vaknar sú spurning hvort í raun sé eðlilegt að undanskilja veitu- og orkufyrirtæki í útreikningum á skuldaviðmiði? Hvað Reykjavík snertir þá virðist skuldaviðmiðið gefa kolranga mynd af raunverulegri fjárhagsstöðu borgarinnar.
http://www.vb.is/skodun/hver-er-skuldastada-reykjavikur/142730/
Geir Ágústsson, 17.5.2018 kl. 20:53
Og ekki síður beitt grein:
http://www.vb.is/skodun/atvinnumalin-kjani/146941/
Rvk er á hálum og þunnum ís.
Geir Ágústsson, 17.5.2018 kl. 20:55
Finnst ykkur þetta góð þróun ?
https://valur-arnarson.blog.is/users/22/valur-arnarson/img/skuldir_1321743.jpg
emil (IP-tala skráð) 17.5.2018 kl. 21:14
Emil, það eru heildarskuldirnar sem mestu máli skipta. Þær voru 318.169.687 kr. í árslok 2011 en 297.305.997 í arslok 2017. Skuldirnar hafa lækkað jafnvel í krónum talið. Þegar leiðrétt hefur verið vegna verðlags er lækkunin mun meiri.
Munurinn í súluritunum er einnig villandi vegna þess að þar hefur ekki verið leiðrétt vegna verðlags.
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 17.5.2018 kl. 22:02
Geir, þessi tilhneiging Viðskiptablaðsins til að fara á svig við reglur og taka Orkuveit8na inn í skuldaviðmiðið endurspeglar aðeins löngun til að fá út óhagstæða niðurstöðu fyrir borgina.
Skuldir Orkuveitunnar eru allt annars eðlis en skuldir A-hluta vegna þess að Orkuveitan gefur af sér tekjur til að greiða niður þessar skuldir. Grein Viðskiptablaðsins er frá 2017 og tölur því úreltar.
Vonandi verður Orkuveitan aldrei seld einkaaðilum enda ljóst að þá mundi raforkuverð hækka upp úr öllu valdi eins og reynslan erlendis hefur sýnt.
Ásmundur (IP-tala skráð) 17.5.2018 kl. 22:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.