Fimmtudagur, 10. maí 2018
Það skiptir máli að skulda sem minnst
Sum sveitarfélög kvarta nú yfir því að fá lélegar einkunnir því þau skulda mikið. Skuldir eru jú bara eyðsla fortíðar. Mikilvægara sé að líta til þróun skuldastöðu, skattstofna og annars.
Gott og vel, það er alveg hægt að skulda mikið án þess að vera í slæmum málum. Flestir skulda töluverðar fjárhæðir í húsnæði sínu og jafnvel bíl. Það er auðveldlega hægt í hófi.
Skuldastaða skiptir hins vegar máli, og í tilviki opinberra rekstrareininga skiptir skuldastaðan gríðarlegu máli. Það er því rétt að láta skuldastöðuna vega mikið þegar staða sveitarfélaga er metin.
Í náinni framtíð ríður yfir heimsbyggðina fjármálakreppan árið 2008 á sterum. Heilu ríkin munu fara á hausinn. Gjaldmiðlastríð munu kynda undir vopnuð stríð. Vaxtastig fer í himinhæðir. Skattstofnar munu þorna upp. Slæm skuldastaða mun drepa handhafa sína í hvelli.
Það getur vel verið að skuldsettar opinberar einingar geti gengið að mjólkurbeljum sínum vísum. Spurningin er hins vegar: Hvað gerist þegar þær hætta að mjólka í sama mæli?
Samanburður SA sagður villandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ha ha ha ha.,... Meiri látalætin
Hvenær á EKKI að horfa á skuldir !
Þarna er bara verið að kasta ryki í augu fólks.
Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 11.5.2018 kl. 07:40
Skuldastaðan segir lítið ef ekki er tillit tekið til eigna og sérstaklega eigna sem gefa af sér tekjur.
Einstaklingur sem á eignir upp á hundrað milljónir en skuldar 30 milljónir er auðvitað miklu betur settur en sá sem á 10 milljónir en skuldar þrjár.
Sama á við um sveitarfélög. Skuldir Reykjavíkur eru að mestu leyti hlutdeild í skuldum Orkuveitunnar. Þær skuldir eru ekki byrði a skattborgurum vegna þess að þær eru greiddar niður með afnotagjöldum. Auk þess fær Reykjavík arð af Orkuveitunni.
Ég tek undir með þeim sem telja þetta frekar ómerkilegt plagg hjá SA.
Ásmundur (IP-tala skráð) 12.5.2018 kl. 21:22
OR hefur lengi verið notuð eins og mjólkurbelja af Reykjavík. Nú er sú belja að niðurlotum komin með ónýtar höfuðstöðvar, skuldir í rjáfur og gjaldtöku í hæstu hæðum.
Geir Ágústsson, 17.5.2018 kl. 07:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.