Mánudagur, 30. apríl 2018
Eitt er borgin, annað bærinn
Í framtíðinni verða miðbæir lausir við fjölskyldubíla. Það blasir nánast við. Pláss miðbæjanna er takmarkað og alltof dýrmætt til að leggja undir marga vegi, og þétt umferðin eyðileggur loftgæðin. Fólk mun koma sér að miðbæjunum og hoppa þar upp í farartæki af ýmsu tagi, stór eða smá. Þau verða rafknúin og mengunin við framleiðslu raforkunnar flutt í sveitina eða til fátækari ríkja sem þurfa á peningunum að halda. Fáir sitja við stýrið. Þess í stað er tíminn nýttur til að lesa, vinna, tala í símann eða stara út um gluggann. Slys á gangandi vegfarendum eða farþegum farartækja verða fátíð. Þetta verður flott!
Utan miðbæjanna gilda hins vegar allt önnur lögmál. Þar mun fólk þurfa að komast á milli, t.d. til að versla inn eða skutlast með innkaup vikunnar, ruslið úr bílskúrnum eða krakkana á leið á æfingu. Utan miðbæjanna er plássleysi ekki sama vandamál. Þó mun það gerast að færri og færri munu hafa fyrir því að fá sér ökuskirteini. Stærri bílar sem keyra fólk á milli staða (frekar en biðskýla) taka við af mörgum smærri. Hvort sem bílar verða sjálfkeyrandi eða ekki utan miðbæjanna er aukaatriði. Menn munu vilja panta sér far á sama hátt og menn panta leigubíla í dag, en án hins himinháa verðmiða.
Úti í sveitinni verða bílar áfram við lýði um langa framtíð. Almennt má segja að eftir því sem fjær dregur frá miðbæ ríkrar borgar, þeim mun fleiri verða fjölskyldubílarnir.
Hvað geta stjórnmálamenn gert til að flýta nauðsynlegum breytingum?
Þeir geta selt vegakerfið til einkaaðila, afnumið skatta á bifreiðar og eldsneyti og komið sér úr veginum. Því fyrr því betra.
Einkabílar verði brátt óþarfir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:08 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er nú að verða meiri allsherjar vitleysan Geir. Að vera að dreifa byggðum út um allar trissur með tilheyrandi vegakerfi, bílaumferð og tilheyrandi kostnaði.
Auðvitað á bara að byggja eitt allsherjar hús, undir einu þaki, þar sem allir búa, öll starfsemi færi fram og allir geta bara gengið í vinnuna eða skólann án þess að þurfa að arka snjó, laus við rok og rigningu eða sólina sem gæti brennt okkur. Það myndi sparast ómældir fjármunir og allir ættu að geta unað vel við sitt. Allir myndu hafa það jafn gott eða jafn skítt. Er það ekki.!
Tómas Ibsen Halldórsson, 30.4.2018 kl. 14:33
Geir Ágústsson, 30.4.2018 kl. 16:25
https://en.m.wikipedia.org/wiki/Urban_planning_in_communist_countries#/media/File%3AКаменные_джунгли.jpg
Geir Ágústsson, 30.4.2018 kl. 16:25
Þetta er eitthvað í áttina. Hvaðan er þessi mynd, veistu það?
Tómas Ibsen Halldórsson, 30.4.2018 kl. 16:43
... og nú vitum við hvers vegna það er kallað "Sovétblokk."
Jájá, framtíðin er ágæt og allt það, en djö... grunar mig að hún verði leiðinleg.
Ásgrímur Hartmannsson, 30.4.2018 kl. 19:14
Mynd héðan:
https://en.m.wikipedia.org/wiki/Urban_planning_in_communist_countries
Geir Ágústsson, 30.4.2018 kl. 19:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.