Annaðhvort 100% traust eða 0%

Það er ekkert nýtt að ákveðinn hópur þingmanna noti aðgang sinn að trúnaðarskjölum til að búa til bitastæðar fyrirsagnir í fjölmiðlum. Menn hafa jafnvel grunað ráðherra um slíkt athæfi. 

Það þarf ekki að sanna slíka hluti svo þeir hafi áhrif á hegðun - það er nóg að menn gruni þá til að traustið sé horfið. Ef þú heldur að nágranni þinn steli hnífapörum frá þér þegar hann heimsækir þig er það nóg ástæða til að þú bjóðir honum ekki aftur í heimsókn. Komi í ljós að eitt barna þinna var bara að leika sér með hlutina og þeir enduðu í dótakassanum fær nágranninn auðvitað að koma aftur en grunurinn var nægur til að breyta hegðun þinni.

Nú hefur verið kastað skugga á traust innan nefndarstarfa á Alþingi. Menn fara því um leið að passa sig meira en áður, hvort sem hægt sé að sanna ásakanirnar eða ekki. Og slíkt er slæmt.


mbl.is „Mígleki“ upplýsingum til Stundarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Páll Garðarsson

Ási ökuglaði er aulinn sem setti "replay to all" á svarið sitt, mun fleiri en nefndarmenn fengu það.

Hinn aulinn er sá sem hefur Ása fyrir átrúnaðargoð.

Jón Páll Garðarsson, 1.5.2018 kl. 07:39

2 identicon

Ný Persónuverndarlög sem taka gildi þann 25. maí ættu að auðvelda almenningi að lögsækja alþingismenn fyrir kæruleysilega meðferð á persónugreinanlegum gögnum

Grímur (IP-tala skráð) 1.5.2018 kl. 09:10

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Í mínum tölvupóstum í vinnunni stendur eftirfarandi: "This message, including any attachments, is intended only for the addressee and may contain privileged or confidential information. Any unauthorized disclosure is strictly prohibited. If you receive this message in error, please notify us immediately so that we may correct our internal records. Please then delete the original message. Thank you."

Að ég hafi sent texta óvart á einhvern réttlætir ekki að viðkomandi líti á innihald póstins sem fréttatilkynningu. Vantar svona fyrirvara í tölvupósta Alþingismanna?

Geir Ágústsson, 1.5.2018 kl. 09:14

4 Smámynd: Hörður Einarsson

Halldóra er frekar ógeðfeld manneskja og býður af sér ljótann þokka.

Hörður Einarsson, 1.5.2018 kl. 10:52

5 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Jón Páll, er það virkilega svo að tölvupóstar velferðarnefndar fari sjálfkrafa til Stundarinnar? Það er ekki hægt að skilja orð þín öðruvísi.

Ragnhildur Kolka, 1.5.2018 kl. 12:14

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

Halldóra bætti öllum þingflokk sjóræningja og uppreisnarseggja inn í Send to línuna. Það má deila um hvort Ásgrímur hefði átt að taka eftir því, en svona póstlistar eru oft mjög langir (þó þingflokkur Pírata sé mjög fámennur sem betur fer). Það er þess vegna auðvelt að missa af því ef óviðkomandi eru á póstlistanum.

Theódór Norðkvist, 1.5.2018 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband