Sara er fyrirmynd

Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands i knattspyrnu, er öflug fyrirmynd. Hún vinnur vel, gefur af sér og hefur jákvæða útgeislun. Hún lætur verkin tala. Hún leggur mikið á sig og uppsker vel. Hún kemur vel fram.

Sara mun laða óteljandi stúlkur að fótboltanum og hjálpa honum að fá meiri jákvæða athygli en hann hefði annars fengið. Hún á eftir að greiða leiðina fyrir næstu kynslóðir fótboltakvenna. 

Af hverju eru femínistar ekki Sörur heimsins? Af hverju eru femínistar - þessir háværu - yfirleitt kvenfólk með ónothæfa menntun, að vinna við eitthvað sem skiptir engu máli, gjarnan innan opinbera geirans?

Ég er aðeins að ýkja, auðvitað. Femínistar, eða þeir sem kalla sig það, eru auðvitað stór og fjölbreyttur hópur. Talsmenn þeirra eru hins vegar frekar einsleitur hópur. Þessir talsmenn vilja bara að löggjafinn tryggi þeim hærri laun án fyrirhafnar. Þeir vilja fá bæði félagslífið og yfirvinnutímana. Þeir vilja frelsið án ábyrgðar - stjórnendastöður án mannaforráða. 

Áfram, áfram, Sörur heimsins! Þið eruð hinar sönnu fyrirmyndir komandi kynslóða!


mbl.is Sara leikur til úrslita í Meistaradeildinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband