Hvað ef foreldrar keyptu þjónustuna, ekki ríkið?

Sem nýbakaður faðir í annað skipti hef ég umgengist ljósmæður töluvert á köflum og hef allt gott um þær að segja. Þetta eru fagmenn sem hafa áhuga á starfinu sínu, taka það alvarlega og bera mikla umhyggju fyrir skjólstæðingum sínum, stórum og smáum.

Foreldrar taka yfirleitt glaðir við vinnu og ráðgjöf ljósmæðra. Fæstir eignast jú fleiri en 2-3 börn á ævinni, oft með margra ára millibili, og koma því oft af fjöllum um allskyns hluti: Hvað á að gefa barni, hversu oft og hvað mikið í einu? Hvenær á að baða það? Hvað má smyrja á barnið? Hvernig á að kenna því að drekka á brjósti eða úr pela eða fá það til að taka snuð? Hvernig á að þrífa það að neðan, ofan og allt þar á milli?

Þjónusta og ráðgjöf ljósmæðra er eftirsótt.

Þó má líka nefna að oft er þjónusta ljósmæðra við móðursjúka foreldra frekar en ósjálfbjarga ungabörn. 90% af tíma ljósmæðra fer í að hughreysta óörugga foreldra á meðan heilbrigð börnin kljást í mesta lagi við smávegis meltingartruflanir og svefnraskanir sem munu ekki hafa nein áhrif á þau þegar þau eldast.

Það má líka nefna að stundum er ráðgjöf ljósmæðra jafnfjölbreytt og ljósmæðurnar eru margar. Sumir mæla með viðbótarmjólk á pela, aðrar að það sé bara reynt að mjólka meira. Sumar segja að börnin megi fá þetta eða hitt, aðrar ekki. Ljósmæður á Íslandi og í Danmörku ráðleggja ekki á sama hátt. Eldri og yngri ljósmæður ráðleggja stundum á mismunandi hátt. Sumar taka öllu með ró á meðan aðrar kalla til alla heimsins sérfræðinga. 

Vinna ljósmæðra ætti ekki að vera miðstýrð af ríkisvaldinu og alveg sérstaklega ekki sú vinna sem fer fram þegar fæðingunni sjálfri er lokið. Hún ætti að vera frjáls verktakavinna á kostnað foreldra en til vara undanþegin skatti eða að hluta niðurgreidd með litlu framlagi úr opinberum sjóðum, a.m.k. á meðan skattheimta er í hæstu hæðum.

Ljósmæður ættu sjálfar að berjast fyrir slíku fyrirkomulagi. Ljósmæður eiga að líta til starfsstétta eins og smiða, bifvélavirkja og augnlækna þar sem hæfileikar og dugnaður eru ríkulega verðlaunaðir eiginleikar. Ljósmæður eiga að átta sig á þeim möguleikum sem svigrúm frá opinberri framfærslu gefur. 

Það er leiðinlegt að sjá hvernig fer nú fyrir duglegri starfsstétt drífandi kvenna. Vonandi tekst að leysa málin á farsælan hátt, e.t.v. með nýjum nálgunum.


mbl.is Ljósmæður í heimaþjónustu óvirkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Geir. Ekki dettur mér í hug að gera lítið úr starfi ljósmæðra, í þessari flækju-stjórnsýslu. Það var eiginlega alveg skelfilegt fyrir mig að heyra það í umræðu fjölmiðlanna í dag, að ljósmæður væru orðnar verktakar?

Eru ljósmæður orðnar verktakapartur af glæpsmlega SA, án þess að vita af því sjálfar? Er það virkilega svona sem ljósmæður ætla að starfa í framtíðinni? Vertakar hjá glæpasamtökum atvinnulífsins á löglausu eyjunni Icelandi"$"?

Hvernig ætla ljósmæður að taka á planaða; (FÓSTURROFINU)? fósturdrápinu á 5 mánaða fullsköpuðu fóstri í móðurkviði? Bara vera meðvirkar í fósturdrápunum þegar þar að kemur?

Hvar er heilbrigð siðferðisvitundin, hjá öllum þessum heilbrigðis stéttum, sem ekki hafa hugleitt það, út í hvaða drápsfen er verið að leiða grunlaust heilbrigðisstarfsfólk og grunlausa foreldra ófæddra en þó fullskapaðra 5 mánaða gengna fóstra í móðulífi?

Ég fer ekki fram á neitt meira heldur en það, að ljósmæður og snarklikkaði forstjóri Sjúkratrygginga Íslands (sem var forstjóri Tryggingastofnunar Ríkisins fyrir nokkrum árum síðan, með skelfilegum afleiðingum fyrir varnarlaust sjúkt fólk), verði tekin í heiðarlegan, sanngjarnan og mátulega mikið aðgangsharðan og óvæginn spurningaþátt ríkisfjölmiðilsins?

Með allt undirheimanna framtíðarplanið UPPI Á BORÐINU!

Guð almáttugur hjálpi þeim á rétta braut, sem standa á bak við þetta glæpastýrikerfi, sem verið er að byggja upp hér á fangaeyjunni. Glæpaeyjunni sem kallast í daglegu tali Íceland"$" glæpa-fjármálakerfi spillingar og helstefnu!

Glæpamenn lögmannaklíkuvarsveita heimsins hika ekki við að drepa og selja varnarlaus börn, og 5 mánaða fóstur í móðurkviði, til að geta selt fullþroskuðu líffærin úr Börnum/fóstrum. Hagfræðin samviskulausa drepur og tortímir öllu mennsku lífi. Það eru gömul sannindi og ný, sem enginn getur véfengt með réttlætanlegum og siðmenntuðum manneskjurökum.

Græðgi helstefnan er sú, að drepa allt sem ekki er "hálf-sjálfvirkt og alsjálfvirkt sálarlaust og ómennskt vélmenni!

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 24.4.2018 kl. 00:07

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ljósmæður eru í dag verktakar ef svo má segja en hafa bara um einn viðskiptavin að velja: Hið opinbera.

Ákveði hið opinbera að mála barnahafandi konur bleikar í framan fyrir fæðingu þá verða ljósmæður að hlýða. Barnshafandi konur verða að sætta sig við meðferðina ef þær ætla að njóta þjónustu ljósmæðra.

Ákveði hið opinbera að borga ljósmæðrum 500 kr á tímann, banna fæðingar í vatni, eða standandi fæðingar, eða fæðingar á dagatalsdögum sem eru prímtölur, þá hlýða ljósmæður og barnshafandi konur þurfa að sætta sig við það.

Ljósmæður hafa ekkert val. Mæður hafa ekkert val. 

Geir Ágústsson, 24.4.2018 kl. 12:18

3 identicon

Geir. Skil alveg hvað þú ert að tala um, þegar þú segir að ljósmæður og barnshafandi konur hafi ekkert val.

Ég þekki af eigin reynslu að það er ekki hægt að verja sumt, sem opinbera og skattrekna ríkiskerfið ber ábyrgð á. Ég skrifa kannski einhverntíma bók, um allt svikasukkið á vegferð minni í gegnum áratugina. Það er ekkert grín að vera tilraunadýr svikavísindalækna í marga áratugi. Það er staðreynd.

Vandinn er sá, að eðli valdsins og græðginnar er sá sami hvort sem um er að ræða opinbera eða einkarekna siðblinda græðgi þjónustu.

Topparnir verða alltaf í öllum tilfellum valdníðandi yfirburðarvillimanna gráðugir og siðblindir stjórar. Það þarf ekki mig til að segja þetta, sem allir vita í raun innst inni í hjarta sínu.

Ég hef í mörg ár og áratugi vonast eftir heildrænni heilbrigðisþjónustu fyrir skattasjóð þjóða, þar sem ekki er bara svikagræðgi vísindalæknanna niðurgreidd af sameiginlegum skatt-ríkissjóði, heldur ólíkar og heuldrænar gagnlegar lækningar. Öfgarnar á Íslandi eru svo hroðalegar, að það er heimtað að barra annað hvort eða, fái skattniðurgreiðslu. Þetta er svo fáránlegt, að ég kann ekki nógu sterk lýsingarorð yfir þessa öfga-trúarstefnu hvítflibbanna misvitru.

Við vitum það öll að sumir verða aldrei færir um að standa á hinum svokölluðu "Sjálfstæðis-fótum". Fyrir því eru ótal margar og eðlilegar skiljanlegar ástæður.

Það er ekkert samfélagslegt né réttlætanlegt siðferði fólgið í því, að þeim frekustu og sterkustu skuli gefin öll völd til að ræna, og græða endalaust og siðlaust, á þeim sem eru varnarlausir.

Það er bara frumskógar-villimennska sem allir skammast sín fyrir að segja frá opinberlega að þeir styðji, þegar sá sem er ekki sjúkur og ekki heilaboðefnatruflaðaur níðist og brýtur á þeim sem verr eru staddir.

Lygin er einmitt kjaftæðis varnarvopn þeirra sem skammast sín fyrir að misnota yfirburði sína í formi heilbrigðs líkama, óbrotinnar sálar, eigingirnis-anda og misnotaðs vits, sem Guð gaf þeim.

Þeir sem hegða sér eins og siðlausir villimenn í frumskógi, en tala endalaust um hvað þeir séu siðmenntaðir skattborgarar og yfirburða góðmenni, eru í raun oftast misnotkunar og kúgunar verkfæri illrar og siðlausrar orku.

Lyga-svika-lögmenn og lyga-svika-dómarar, eru helsjúk villiskógardýr, en skilja þó að þeir eiga að skammast sín fyrir að misnota bæði yfirburðarvald sitt og forréttinda-heilsu, og Guðs gjafar vitið sitt til óverjandi verka.

Það situr maður í haldi í Hollandi núna. Sindri. Miðað við söguferil hans sem kom með fréttablaðinu í dag, þá er hann bæði með ógreinda lesblindu og ógreindan athyglisbrest og ofvirkni. SÁÁ mafían á Íslandi ber ábyrgð á að þessi maður, og meir en helmingur smákrimma með ADHD á Íslandi, hafa farið glæpabrautina.

Enginn annar vegur er fær fyrir einstaklinga sem eru með boðefnabrenglaðan heila (ADHD), með tilheyrandi lesblindu og bjargarleysi.

Þeir sem eru með ADHD og fleiri raskanir hafa enga aðra möguleika heldur en innbrot og dópsölu-vegferð undirheimanna hér á Íslandi. Hvítflibbarnir hirða gróðann af sölunni, og fá ofurlaunabónusa fyrir villimanna-níðingsháttinn.

Lækna-glæpirnir og lögmanna/dómsstóla-glæpirnir í gegnum áratugina eru svo hroðalegir, að þeir einstaklingar eiga sér margir hverjir ekki nokkurrar löglegrar né réttlætanlegrar vegferðar von á Íslandi.

Vandamál nýburanna og mæðranna í dag út af verkfalli vísinda-ljósmæðra-verktakanna eru í raun bara frekju-lúxusvandamál, miðað við það hvernig börn seinna á lífsleiðinni eru hálfdrepin og aldrepin af opinbera skóla-glæpakerfinu, og lækna/lögmanna/dómara-kerfinu. Þessi glæpa-kerfi lækna lögmanna og dómsstóla á Íslandi gera öll út á þessa vanrækslu við þá sem eiga rétt á þeirri skattreknu samfélagsþjónustu og réttum greiningum.

Fyrir ca. 50 árum síðan voru margar konur sem fæddu barn snemma dags, og fóru svo út í fjós að mjólka seinnipart dagsins. Hvers konar bómullar-vælukjóaháttur er þetta eiginlega, hér á glæpaskerinu í dag?

Vælukjóaháttur verktaka-villimennskunnar á Íslandi"$" eru allt lifandi að drepa í dag. Og ætla sér að halda áfram á þeirri hvítflibba-glæpabraut, eftir því sem best verður séð. Eins og tifandi tímasprengjur illra græðgi/siðblindu valdaníðs afla!

Guð hjálpi þeim hel-siðblindu og undirheima-gráðugu við að fá heilun af siðblindu-grimmdar-græðgimeina sinna.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 24.4.2018 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband