Of lítið, of seint

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hvetur seðlabanka iðnríkja til þess að herða peningastefnu sína í hægum skrefum svo að koma megi í veg fyrir efnahagsáföll. 

Vandamálið er að það er orðið of seint að gera eitthvað í hægum skrefum.

Hækki vextir svo einhverju máli skiptir (til að örva sparnað og halda aftur af verðhækkunum) munu skuldir verða óviðráðanlegar fyrir mjög marga, þar á meðal heilu hagkerfin og óteljandi lántekendur húsnæðislána í fjölmörgum ríkjum.

Leyfi menn vöxtum ekki að hækka (með því að takmarka peningaprentun) mun kaupmáttur gjaldmiðla halda áfram að rýrna og það mun koma fram í (snar)hækkandi verðlagi.

Það hefði verið gott ráð að leyfa gjaldþrota fyrirtækjum að verða gjaldþrota í kjölfar hrunsins 2008. Það var ekki gert. Þess í stað var áfengi bætt við bolluna og þannig reynt að halda timburmönnunum í skefjum. Slíkt endar bara með einhverju skelfilegu.


mbl.is Herði peningastefnuna hægum skrefum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband