Er verið að lofa fyrir ranga kjósendur?

Samfylkingin í Reykjavík vill setja vegi í stokk og dreifa fjármögnun loforða sinna yfir lengri tíma með notkun kennitala sem ríki og önnur sveitarfélög deila með borginni.

Gott og blessað. Kosningaloforð þarf jú að gefa út.

Ég velti því hins vegar fyrir mér hvort Samfylkingin sé búin að gleyma því hverjir kjósa hana og hvort hún sé farin að sækja á önnur mið og hætti jafnvel á að tapa kjarnafylgi sínu.

Kjósendur Samfylkingarinnar í Reykjavík eru ekki þeir sem festast í umferð á hverjum degi, heyra demparana molna úr bílum sínum og klára frídagana sína heima af því börn komast ekki í dagvistun.

Kjósendur Samfylkingarinnar búa nálægt miðbænum, geta hjólað í vinnuna og hafa fyrir löngu komið börnum sínum inn í grunnskólakerfið.

Samfylkingin þarf að hafa varann á. Margir eru búnir að sjá í gegnum borgarstjóra og áhuga hans á að klippa borða og um leið forðast fjölmiðlafólk þegar saurinn lekur í sjóinn.

Hún ætti kannski að halda betur utan um sína hörðustu stuðningsmenn en hættir annars á að missa þá í eltingaleik við kjósendur annarra flokka.


mbl.is Borgarlínu og Miklubraut í stokk strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Kjósendur Samfylkingarinnar í Reykjavík búa ekki í Danmörku og Kópavogi eins og langflestir hægriöfgakarlarnir hér á Moggablogginu, sem hafa greinilega miklu meiri áhuga á Reykjavík en sínu eigin sveitarfélagi.

Þorsteinn Briem, 21.4.2018 kl. 21:24

2 Smámynd: Tryggvi Helgason

Miklubraut í stokk, segir Dagur. En hvernig á umferð að fara inn í, og út úr stokknum ? Hvar eru teikningar af stokknum og allri útfærslu ? Hvar er þverskurðarteikning af stokknum, með nákvæmum málum, - hæð og breidd, fyrir flutningabíla, - ásamt með teikningu af innkeyrslu og útgangi úr stokknum við helstu hliðarvegi, og hversu margar akreinar verða í báðar áttir í stokknum ? Ef þessar teikningar verða ekki byrtar, þá verður að líta svo á, að þetta Miklubrautar "stokkatal", - sé innantómt hjal.

Tryggvi Helgason, 22.4.2018 kl. 00:30

3 identicon

Hvernig verða loforðin á lokametrunum

fyrst þau núna strax að fara með himinskautum hugyndaflugsins

Grímur (IP-tala skráð) 22.4.2018 kl. 16:55

4 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Dagur B er búin að vera með margar góða hugmyndir.

Engin ef þeim í þessi ár sem borgarstjóri hefur ræst.

Hans tíð litast af góðum hugmyndum og algjöru framtaksleysi.

Hans framtak hefur nær undantekningalaust verið í óþökk

íbúa og þeirra sem þurfa að sækja Reykjavík heim.

Gott að hafa góðar hugmyndir.

En að fylgja þeim eftir er sorgarsaga.

Merkilegt, og kannski ekki, hvað þessar góðu hugmyndir

dúkka alltaf upp rétt fyrir kosningar.

Gullfiskamynni almúgans er eitt það sem þeir treysta á.

Þetta veit öll alþjóð.

Steini Briem vill að höfuðborg Íslands sé einungis

fyrir 101 latteljepandi lið á reiðhjólum.

Enda ekki furðulegt að allt samgöngukerfi OKKAR höfuðborgar

er í rúst.

Íslendingar, ekki búsettir í Reykajvík, mega ekki hafa skoðn

á OKKAR höfuðborg samkvæmt Steina Briem.

Fyrir hverja er þessi höfuðborg Íslands...???

Reiðhjól...???

Sigurður Kristján Hjaltested, 22.4.2018 kl. 18:18

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Vegurinn til glötunar er varðaður góðum áformum.

Þorsteinn Siglaugsson, 24.4.2018 kl. 19:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband