En ruslatunnan er full!

Kannski hefur einhver hugsað eftirfarandi hugsun:

Ruslatunnur hafa minnkað, þeim hefur fjölgað, þær eru sóttar sjaldnar og kostnaður við þær hefur aukist. Krafan um fleiri ferðir á endurvinnslustöðina hefur undið upp á sig. Það má ekki henda rusli í ruslið - það þarf að henda ákveðnu rusli á ákveðna staði. Það þarf jafnvel að þrífa ruslið. 

En það kostar alltaf jafnmikið að sturta niður. Og er alltaf jafnauðvelt.

Niðurstaða: Fólk sturtar niður því sem það getur til að spara sér kostnaðinn við að henda rusli í ruslið.

Ekki nei?


mbl.is 200% aukning á skólpsorpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Geir. Margir, og margt, eru í ræsinu, og af margvíslegum ástæðum.

Meira að segja plastið í skólpinu gæti nýst í nytsamlega endurnýtingu. Ef maður hefur ekki vit eða heilsu til að sortera ruslið áfram til endastöðvanna, þá sturtar maður niður ruslinu, frekar en að flokka það til endurnýtingar?

Ertu að meina það?

Það er ekki auðvelt að miðstýra öllum ólíkum jarðarbúum, svo vel verði við unað á allan hátt.

Maður er oft alveg í rusli yfir því að ráða ekki við ruslflokkunina.

Plast er endurvinnanlegt, og ekki væri verra ef reiðhjólin fengju að vera úr ódýru og endurnýttu plasti. Ef plastið er hreinsað, þá er mér sama þótt reiðhjólin umhverfisvænu væru úr endurunnu plasti.

Bara að verðið sé viðráðanlegt fyrir þá kaupmáttarskertu, af öllum sortum í samfélaginu.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 17.4.2018 kl. 23:11

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ekki veit ég hvaða viðskiptatækifæri eru í notuðu plasti. Sum endurvinnsla leiðir hreinlega til meiri notkunar á orku og eiturefnum en að henda/urða/brenna og framleiða nýtt. 

En já, þessi endurvinnsla er orðin að hálfgerðum trúarbrögðum og mín kenning er sú að fólk nenni ekki að standa í þessu, og hafi heldur ekki almennilegt pláss í ruslatunnunni, og sturti niður öllu sem það getur. 

Enn aðrir koma sér upp ruslakvörn í eldhúsvaskinum og reyna að losna við sem mest niður í holræsin þaðan. Þessu fagna auðvitað rottur í ræsinu og fitna á hökkuðum matarleifum.

Ég held að sveitarfélagið sem ég bý í (í Danmörku) hafi fundið ágæta málamiðlun: Ruslatunnan er lítil og dugir varla fyrir fjölskyldu með bleiubarn, en brennanlegu rusli má safna í stóra og glæra plastpoka - óflokkað - og stilla því utan við lóðina einu sinni í mánuði þaðan sem það er hirt. Að auki er pappírstunna sem er líka tæmd mánaðarlega. Svo get ég líka stillt upp garðúrgangi í bréfpokum og allskyns öðru tilfallandi: Húsgögnum, eldhústækjum, málmi og hvaðeina. Engin ástæða til að fara nokkurn tímann í bíltúra með rusl, gefið að maður hafi 2-3 fermetra til að geyma ruslið í allt að því 4 vikur.

Mér skilst að Akureyri bjóði líka upp á þjónustu - aðkeypt af Gámaþjónustunni - þar sem íbúar geta mokað rusli ofan í sérstakar tunnur, án þess að spá mikið í flokkun. Fagmennirnir sjá svo um að finna verðmætin í ruslinu. Gott ef þetta er ekki sú þjónusta.

Geir Ágústsson, 18.4.2018 kl. 06:29

3 Smámynd: Örn Einar Hansen

Sammála Geir í þessu ... ég nenni ekki að sortera ruslið.  Af hverju, á ég að sortera rusl sem ég var ekki spurður um í hvað umbúðum áttu að vera, áður en þessu var troðið ofan í mig og ég neyddur til að kaupa þetta drasl. Þetta er bara "skemmdar" baunir, í nýjum umbúðum.  Eina sem hefur gerst frá Hansa tímanum, er að við erum farin að sætta okkur við að éta rusl.  Síðan finnst okkur fínt, að gera vinnuna ókeypis að sortera þetta svo einhver galgopi verður ríkur.

Örn Einar Hansen, 18.4.2018 kl. 07:29

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Anna,

Kannski er Adidas að lesa hugsanir þínar. Þeir eru að framleiða skó úr plastrusli úr sjónum, og þeir seljast vel!

https://www.cnbc.com/2018/03/14/adidas-sold-1-million-shoes-made-out-of-ocean-plastic-in-2017.html

Ég er hissa.

Einkafyrirtæki, með réttu aðhaldi, munu bjarga heiminum. Risavaxin opinber batterí munu draga hann niður. 

Geir Ágústsson, 25.4.2018 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband