Ónei, hvað verður um heimsendaspárnar þá?

Vísindamenn gæla nú við tækni sem getur flýtt niðurbroti á plasti í sjónum.

Þetta eru slæmar fréttir fyrir þá sem þrífast á heimsendaspádómum. 

Einu sinni var fátækt að drepa mannkynið. Í stað hennar kom mengun sem átti að drepa mannkynið. Þá átti fæðuskortur að drepa mannkynið. Núna á vistkerfið að hrynja og taka allt líf með sér. 

Í hvert skipti sem heimsendaspá fæðist kemur lausn fram á sjónarsviðið. Þetta finnst mörgum vera alveg óþolandi. Sjávarmálið er ekki að hækka, Jörðin er ekki að hlýna, hungur og stríð eru ekki að breiðast út, menn eru ekki að slást um vatnslindir og námur og enginn sjúkdómafaraldur er að útrýma heilu samfélögunum. 

Fátækt er á undanhaldi, átök eru í sögulegu lágmarki og lífslíkur eru að aukast um allan heim um leið og fæðingatíðnin er víðast hvar að minnka og fjölgun mannkyns að fletjast út.

Óþolandi!

Menn þurfa hreinlega að búa til vandamál til að hafa eitthvað að kvarta yfir. Tugþúsundum einstaklinga úr framandi menningu er hleypt inn í lönd þar sem gilda allt aðrir siðir. Skattfé er dælt í vindmyllur og annað dúllerí ríka mannsins. Iðjuleysi er niðurgreitt. Duglegu fólki er mokað inn í innihaldslaust háskólanám og gert að svefngenglum. Vinnandi fólk er kaffært í sköttum sem fjármagna heilaþvott á börnum þess. Ritskoðun á óvinsælum skoðunum er tekin upp í nafni tillitssemi. Peningaprentun er leyft að blása í bólur sem springa jafnharðan. Það vantar ekki heimatilbúnu vandamálin. Öll hin virðast samt vera að leysast, smátt og smátt.


mbl.is Ensím sem étur upp plast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Hef sömu skoðunn á þessu og þú, heimur versnandi fer!

Eyjólfur G Svavarsson, 17.4.2018 kl. 13:53

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fáviskan er greinilega ekki að minnka hjá hægriöfgakörlunum.

Þeir eru sannkallaðir fáfræðingar.

Þorsteinn Briem, 17.4.2018 kl. 15:03

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Heimurinn endar að sjálfsögðu ekki þó mannkynið deyi út.

En sá sem ekki ber virðingu fyrir náttúrunni og umhverfi sínu ber heldur ekki virðingu fyrir sjálfum sér.

Rúmlega átta milljónir tonna af plasti fara í sjóinn ár hvert og menga höf heimsins næstu aldirnar.

Við Íslendingar fáum hátt verð erlendis fyrir fisk sem við veiðum hér við Ísland meðal annars vegna þess að við auglýsum að fiskurinn komi úr hreinu hafi.

Við þurfum hins vegar einnig að huga að fleiru en plasti í hafinu, til að mynda þungmálmum í fiski.

Og mengunin endar að lokum í maga fáráðlinganna.

Þorsteinn Briem, 17.4.2018 kl. 15:21

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Mér skilst að megnið af þessu plasti renni úr örfáum fljótum í fátækari heimshlutum. 

Geir Ágústsson, 17.4.2018 kl. 16:28

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það er rétt, stór hluti af plastinu rennur í höfin frá óupplýstum almúganum í svokölluðum 3ja heimi, sem hefur sennilega ekki verið kennt að bera virðingu fyrir sjálfum sér. En eins og Steini segir; yrði það lagfært þá má alltaf kenna öðrum þáttum um, svo sem þungamálmum.  Næsta skref yrði þá að finna hvaðan þeir koma...

Kolbrún Hilmars, 17.4.2018 kl. 17:36

6 identicon

Engar áhyggjur.  Við munum fljótlega uppgötva annann heimsendisspádóm.

Hvað með þá hugmynd að þetta ensím eti meira og annað en eingöngu plast, en vísindamennirnir gleymdu bara að athuga það.  Kannski ensímið hafi víxláhrif á örverur, sem stökkbreytast og munu eyðileggja allt líf á jörðinni eins og við þekkjum það í dag.

Það mundaði víst litlu, fyrir ekki mjög mörgum árum, að slíkt gerðist, þegar vísindamenn voru að þróa örveru til að breyta plöntu og matarleyfum yfir í vistvænt eldsneyti.  Sem betur fer komust þeir að því að örveran varð stjórnlaus, ef hún slyppi út úr lökuðu umhverfi og gerði engan mun á dauðum plöntum eða lifandi.  Hún hefði etið allt upp.

Jóhannes (IP-tala skráð) 17.4.2018 kl. 18:32

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Það er jú þetta með virðingu fyrir eignaréttinum sem vefst fyrir mörgum.

Og því að setja ströng ákvæði á þau ríki þar sem slík virðing er til staðar og senda allan mengandi iðnað til svæða þar sem engin slík virðing er til staðar. Kyoto-sáttmálinn er hér ofarlega á blaði. 

Geir Ágústsson, 17.4.2018 kl. 20:15

8 identicon

Geir. Ég skil ekki heimspólitíkina, né "Iceland" pólitíkina á nokkrum sviðum samfélagsins á skerinu.

Væri ekki rétt að búa til reiðhjól á viðráðanlegu verði úr þessu fjandans plasti, þannig að vargslögmanna-kerfissviknir öryrkjar og kaupmáttar útborgunar-launalausir þrælar áratuganna og aldanna á eyjunni, hefðu þó einhvern möguleika á að létta álagið á þrælaða stoðkerfið, með því að hjóla?

Eða tapa þá læknar Klínikkunnar einareknu, og Klínikkunnar opinberlega reknu of miklum "peningum"? Læknaeiðurinn týndist eins og sum vegabréfin sem þurfti yfir hafið?

Það er einungis fyrir lúxus-kaupmáttugu tískuhjólarana að eignast hjól til að hjóla sig aðeins til og frá í áttina út úr vandanum? Hvers vegna svona dýrt að kaupa einfalt hjól, sem mætti mín vegna vera úr endurunnu plasti?

Það eru ekki bara íbúðarúrræðin á Iceland sem eru flestu fólki óyfirstíganlegt víti óverjandi dópglæpaokursins, heldur eru það líka reiðhjólin sem gætu þó bætt heilsu og vegferð margra kaupmáttarlaunalausra þræla og öryrkja hér á þessu þrælaskeri, Iceland!

Skömm að því hvernig kerfisins hauslaus, eigingjörn, og tortímandi græðgi á sér engin takmörk á Iceland, og víðar í veröldinni.

Snöggslátrið frekar varnarlausu þrælandi fólki, og vinnuskertu fólki af ýmsum aldurs/sjúkdóms-tegundum ástæðum, heldur en að kjöldraga það hægt og rólega á pyntingarfullan hátt til dauða, þið heimsstjórarnir hauslausu og ábyrðarfríuðu!

Láglaunafólk (útborgargað láglaunafólk Iceland), ósjálfbjarga/lítilbjarga, og kerfisrænt fólk til áratuga og alda, hér á Iceland, eru bara sláturfé í augum þeirra sem í heimsveldis-þrælabrúnni ósýnilegu standa.

Ef yrði sett upp sársaukalaust aftökusláturhús réttindalauss þrælafólks á Iceland, væri það miklu mannúðlegra en andlegu og líkamlegu pyntingarnar, sem nú viðgangast á harðbýla vetrar-skerinu. Þar sem má ekki einu sinni byggja sér torfkofa núorðið til að lifa af!

Mannúðlegra að snöggslátra, heldur en sú raunverulega hægdrepandi og fordæmandi aftökuför, sem svikakerfi Iceland, á öllum opinberum skattreknum/skattrændum/lífeyrissjóðs-rændum/dæmandi sviðum opinbera ræningjakerfisins á Iceland!

Skömmin er svo hroðaleg, á öllum sviðum samfélags Iceland!

Og það blikkar enginn Iceland-íbúi augum í tárasorg yfir óverjandi hrottagangi handrukkaramafíu ólöglegrar ræktunar, mannsals og þrælahaldi, sem viðgengst hér á Iceland!

Það er árið 2018!

Það verður enginn heimsendir akkúrat núna frekar en fyrri daginn, enda heimurinn miklu stærri heldur en jörðin.

Það verður siðmenntaðra mannlegra endir.

Þegar NATO og NASA ljúga því að jarðarþrælabúum, að vélmennin sem þeir eru búnir í áratugi og aldir að þróa í samvinnu við klónana og yfir-villimannalæknavísindin, að "VÉLMENNIN KOMU ÚR GEIMINUM". Þvílíkt bull frá svika-yfirvísindalæknunum og ábyrgðarlausum "topp gírs gæjum" þeirrar heims-Háskóla-blekkingar!

"Við vissum ekkert", segja höfuðpaurar yfir-svikalæknanna í svikatúlkaða vísindafræða-geira ,,HEILAÞVOTTA-HÁSKÓLUM ILLRA OG GUÐLAUSRA AFLA", sem ráða öllu hér á jörðu í dag!

"Til hamingju"  (eða þannig), með að misnota vitið og vísindin sem GUÐSORKAN gaf!

Gaf valdafólki jarðar til kærleiksræktunar og kærleiksþróunar, upp í gegnum allan valdapíramídann á jörðinni! Misnotkun á Guðsorkunnar gjöfum jarðar er það sem jarðarbúar lifa við í dag!

Græðgin siðlausa á toppi valdapíramída jarðar í dag, er í mínum huga vafalaust án ábyrgðar góðu Guðsorkunnar í alheimsgeimi. Mennirnir í kauphöllunum geta ekki verið staðgenglar góðu GUÐSORKUNNAR hér á jörðu. (þótt þeir haldi það sumir).

Ég bið góðu Guðsorkuna um mennskunnar kærleika, visku og frið á allri jörðinni. Takk fyrir mig, og fyrir bænheyrsluna.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 17.4.2018 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband