Safnað á lágum vöxtum, skuldað á háum vöxtum

Ég hélt að Vefþjóðviljinn hefði endanlega skotið niður hugmyndina um svokallaðan þjóðarsjóð á sínum tíma? Ríkisvaldið skuldar um 1000 milljarða sem bera vexti. Samt á að safna í sjóð til að sukka með sem mun líklega bera lægri vexti.

Skuldlaust ríkisvald kemur sér öllum vel. Digur sjóður kemur örfáum útvöldum vel. 

Þegar allir flokkar eru sammála um eitthvað er eiginlega öruggt að hugmyndin sé slæm.


mbl.is Frumvarp um þjóðarsjóð næsta vetur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

ALLIR SJÓÐIR SEM ÞESSIR MENN STOFNA- HVERFA !

Erla Magna Alexandersdóttir, 16.4.2018 kl. 18:56

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Þetta er alveg rétt.

Fólk borgar í framkvæmdasjóð aldraðra. Hvað fæst fyrir hann?

Atvinnuleysistryggingasjóður var þurrkaður upp í fæðingarorlofsgreiðslur. Svo skall á árið 2008, atvinnuleysi jókst og ekki króna í pottinum.

Hvað fer mikið af ofanflóðasjóði í ofanflóðavarnir?

Ríkið reynir að soga yfirráð yfir ferðamannastöðum til sín í gegnum sérstaka sjóði sem eiga að styrkja uppbyggingu innviða fyrir ferðamann. Fáir sækja um. Hver fór féð þá?

Sjóðasöfnun hins opinbera er alltaf vafasöm, á alltaf að tortryggja og á aldrei að láta valda sér vandræðum.

Geir Ágústsson, 16.4.2018 kl. 19:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband