Þegar hinn hraðskreiði nær hinum staðnaða

Það er talið fréttnæmt að nefna að bílaleigur velti nú jafnmiklu og landbúnaður á Íslandi.

Það er af því að bílaleigur eru eins og arfi sem sprettur upp þegar hann finnur næringu í jörðinni. Ferðamenn biðja um fleiri og fleiri bíla og fleiri og fleiri bílaleigur fæðast. Fækki fyrirspurnum ferðamanna fækkar bílaleigum. Bílaleigumarkaðurinn er lifandi, aðlögunarhæfur, nýjungagjarn og framsækinn.

Landbúnaðurinn býr yfir þveröfugum eiginleikum. Hann er fastur í kæfandi faðmi ríkisvaldsins sem veitir vissulega næringu og súrefni en enga hreyfigetu. Hann er staðnaður. Hann býr við verðlagshöft sem senda bjöguð skilaboð til bænda. Hann framleiðir annaðhvort of mikið eða lítið og sama hvað halda bændur áfram að vera fátækir.

Íslenskur landbúnaður framleiðir einhverjar bestu landbúnaðarvörur í heimi. Það jafnast ekkert á við ofneldað íslenskt lambalæri sem er búið að strá íslenskum kryddjurtum yfir. Íslenskar kartöflur eru bragðgóðar. Íslenskt nautakjöt bráðnar í munni. Íslenskar landbúnaðarvörur ættu að vera til sölu um allan heim á uppsprengdu verði og bændur ættu að vera í kapphlaupi til að anna eftirspurn. Þetta er samt ekki staðan.

Það eina sem kemst að í íslenskri umræðu um landbúnað er sú óheppilega staðreynd að Bandaríkin og Evrópusambandið niðurgreiða sinn landbúnað og að þar með þurfi hinn kæfandi faðmur að halda íslenskum landbúnaðir föstum líka.

Væri kannski ráð að fá nýsjálenskan bónda til að halda fyrirlestur á Íslandi?


mbl.is Orðnar jafn stórar landbúnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband