Þegar borgin malbikar loksins

Það gengur ekkert upp á Reykjavíkurborg þessi misserin. Göturnar eru holóttar og lítið gert nema korteri fyrir kosningar. Borgin ákveður loks að malbika og malbikar þá ofan í reiðleið. 

Það er ekki skrýtið að innan borgarinnar sé nefnd sem hefur það hlutverk að rannsaka hvað hinar ýmsu nefndir gera og hvernig þær eiga samskipti sín á milli og við íbúa borgarinnar. Báknið er einfaldlega að hrynja undan eigin þunga.


mbl.is Elsta reiðleið Elliðaárdals malbikuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

 Á hinn bóginn verður að viðurkennast að þetta var mjög fyndið.

Ásgrímur Hartmannsson, 11.4.2018 kl. 20:52

2 identicon

Þetta minnir á línu í kvæði eftir Stein Steinarr: "akveginn skulu menn ríða en aka reiðveginn". Bara skipta út aka fyrir hjóla.

Ingibjörg (IP-tala skráð) 11.4.2018 kl. 20:56

3 Smámynd: Hörður Halldórsson

Ég  mótmæli þessu algjörlega. Það hefur verið töluvert  verið malbikað hjá borginni undanfarin  ár. 2017 voru malbikaðir 30 kílómetrar og stefnir í 40 kílómetra á þessu ári.Menn tyggja þetta ofan í hver annan að ekkert hafi verið malbikað í reykjavík.

Hörður Halldórsson, 11.4.2018 kl. 21:18

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Hörður.: 75% af þessari guðdómlegu malbikun, sem þú bullar um, var í nýjum hverfum, sem dregist hafði árum saman. Restin voru götur sem voru allt að því í andaslitrunum að geta talist samgöngumannvirki, sökum slælegs og oftast neins viðhalds. Á hvaða rósrauða skýi ert þú eiginlega? Gerðu þér ferð í Skeifuna, eða önnur hverfi borgarinnar og sendu mér EINA mynd af fyrirmyndarviðhaldi gatnakerfisins!

 Þar til myndin berst, er málflutningur þinn ekkert annað en innantómt blaður.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 12.4.2018 kl. 01:55

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Þetta er jú ekkert annað en "hilarious". Þetta er brandari aldarinnar! Langdrægni meirihlutans nær sem sagt ekki upp fyrir Elliðaár. Ef þetta staðfestir það ekki, veit ég ekki hvað. 

 "Opin umræða", "íbúakosningar", "gegnsæi", "gott flæði", "upplýsingamiðlun", "hlusta á íbúa", .............................. jarí, jarí, jarí, jarí....

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 12.4.2018 kl. 02:09

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég veit bara að þar til fyrir um 2 árum var orðið beinlínis skaðlegt fyrir bíl að keyra um Hólahverfið í Reykjavík. Sem sjaldgæfur gestur á Íslandi hef ég ekki upplifað vegi mjög víða en fólk kvartaði sáran.

Geir Ágústsson, 12.4.2018 kl. 07:29

7 identicon

Burtséð frá malbikun á einstökum vegum, finnst manni að það er kominn

alveg tími á hugmyndafræði og áherslum þessara hópa, það væri gaman að fá 

aðrar áherslur og aðra nálgun en sú sem verið hefur með örfáum undantekningum alveg frá 1994. Fráveitumálin eru kannski bara birtingarmynd á miklu stærri vanda ...

Jónas (IP-tala skráð) 12.4.2018 kl. 10:10

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Hér er hugmynd:

Ég bý í húsi sem liggur að götu og það gera önnur hús líka. Þessi hús eru svo aðilar að svokallaðri "grundejerforening" - eigendasamtök ef svo má segja. Það er á ábyrgð þessara samtaka að viðhalda stéttum og umferðargötum á umráðasvæði sínu. 

Á seinasta aðalfundi var mikið rætt um góða umgengni um stéttar, vera ekki að keyra á kanta og annað. Því þá þarf að laga og það kostar peninga sem þurfa að koma úr vösum húseigenda. 

Það var líka rætt um ástand vegarins og lögð áætlun fyrir því hvenær þarf að laga hann næst vegna slits/hola. Niðurstaðan var sú að sennilega þyrfti þess ekki næstu 5 ár eða svo en eftir það kannski, og því vissara að hafa lagt aðeins fyrir til að eiga fyrir því.

Ég hef aldrei tilheyrt svona götufélagi áður en fannst hressandi að sjá að þegar menn þurfa sjálfir að borga, og einnig að halda við, þá er viðhorfið ekki bara það að bíða eftir að miðstjórnin í miðbænum, sem lifir í allt öðrum veruleika, ákveði að koma til móts við mann.

Geir Ágústsson, 12.4.2018 kl. 12:50

9 Smámynd: Geir Ágústsson

Eða í örstuttu máli: Einkavæðum vegakerfið (og afnemum skatta á eldsneyti og bifreiðar).

Geir Ágústsson, 12.4.2018 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband