Þriðjudagur, 3. apríl 2018
Alltaf heiðskýrt við Borgarlínuna
Ég tek eftir því að á öllu kynningarefni Borgarlínunnar er heiðskýrt, logn og götur eru auðar. Ég hef nú bætt aðeins úr þessu ástandi og hér má sjá Borgarlínuna við íslenskar aðstæður: Hellirigningu á mann sem bíður í biðskýli. Hjá honum standa engar mæður með lítil börn eða fólk með innkaupapoka því þannig fólk stendur ekki blautt í biðskýli ótilneitt. Það er því við hæfi að manneskjan sem bíður er einstaklingur einn á ferð, án farangurs, poka eða annarra byrða. Ég hef haldið þessu frá upprunalegri mynd. Það er heldur engin ástæða til að breyta því að vagninn á myndinni er tómur fyrir utan bílstjórann sem endurspeglar ágætlega núverandi strætóa utan annatíma.
Telja hugmyndir um borgarlínu hæpnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:29 | Facebook
Athugasemdir
Mæðurnar með börnin og innkaupapokana bruna hjá í rangeroverum og skvetturnar ganga yfir farþegann þinn.
Þorsteinn Siglaugsson, 3.4.2018 kl. 11:25
Er þetta Borgarlínu verkefni ekki fallið um sjálft sig? Eftir að hætt var við allar hugmyndir um lestir á teinum þá er þetta bara orðið að forgangsakreinum fyrir venjulega strætóa. Það í sjálfu sér er ágætis lausn en hlýtur að verða án aðkomu ríkisins og þar með er ljóst að aldrei tekst að selja íbúunum þessa hugmynd. Alveg sama hvernig arkitektarnir reyna að fegra kynningarefnið með rómantísku yfirbragði.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 3.4.2018 kl. 11:50
Það hefur enginn svo ég viti til útskýrt hvað fólk í meira en 300m fjarlægð frá næsta skýli á að gera. Í Danmörku, sem er töluvert veðurblíðara, er talið ólíklegt að fólk nenni að labba meira en 400-500m.
Skutl-þjónustur og rútufyrirtæki ættu að fá frjálsari hendur. Það er nóg af vegum. Vandamálið er miklu frekar að fólk velur að teppa þá með bílum þar sem situr ein manneskja í hverjum bíl, og gera það á sama tíma enda ekki verðlagt eftir framboði og eftirspurn.
Geir Ágústsson, 3.4.2018 kl. 12:08
HEIÐSKÍRT !
Jón Valur Jensson, 3.4.2018 kl. 13:26
Það stendur ekki til að leggja niður strætókrfið og því munu þeir sem búa í meiri fjarlægð en þetta geta tekið strætó að biðstöðvum borgarlínunnar. Og svo verður líka hægt að taka reiðhjól með í vagna borgarlínunnar og það meira að setja rafmagnsreiðhjól.
Sigurður M Grétarsson, 3.4.2018 kl. 15:05
Fjölga strætóferðum, nota minni vagna á milli álagstíma og gleyma þessu með borgarlínuna. Gera fólki auðvelt að "hoppa" ókeypis inní opinn vagn til þess að spara sér sporin í stað þess að gera það að frágangsatriði með einhverjum kortakaupum á sérvöldum stöðum úr alfaraleið.
Kolbrún Hilmars, 3.4.2018 kl. 16:14
Það að vera með tvo umganga af vögnum það er stóra vagna til að nota á annatíma og litla utan þess kostar griðarlega mikið. Það er því ekki góð lausn.
Það að vera með stofnleiðir á sér akreinum með "lestarstöðvum" þar sem fólk greiðir fargjaldið áður en það fer í vagninn og fer inn og út um allar dyr vagnsins eykur hraða vagnanna um 50% eða þar um bil. Það gerir því almenningssamgöngur fljótlegri.
Sigurður M Grétarsson, 3.4.2018 kl. 16:35
Sigurður, það kostar kannski að vera með auka vagna en það væri hægt að reka þá í yfir 100+ ár fyrir áætlaðan kostnað á borgarlínu, þannig að það er allan daginn ódýrara og betra fyrir alla.
Halldór Björgvin Jóhannsson, 3.4.2018 kl. 16:59
Það hlýtur nú að kosta eitthvað líka að hafa alla þessa stóru vagna sem keyra nær tómir útum allar trissur utan álagstíma? Hver segir að það geti ekki verið ódýrara að hafa marga litla vagna, tengda saman á álagstímum sem má kúpla frá þess utan?
Kolbrún Hilmars, 3.4.2018 kl. 17:04
Stundum, þegar ég dvel á Íslandi, er ég í Breiðholti og stundum Grafarvogi. Þar er í boði: Risavagnar, galtómir, sem keyra sjaldan. Hvað ætli lítill vagn sem hringsólar þarna kosti í samanburðinum? Vagn sem mokar mér niður á Mjódd eða Ártún þar sem stærri vagn tekur við, jafnvel undir yfirbyggðu skýli svipað lestarstöðvum (plastþak yfir stóru svæði)?
En nú er ég ekki frumkvöðull sem hef lagt fé undir að viðskiptamódel gangi vel. Né heldur stjórnendur Strætó. Það er engin frumkvöðlastarfsemi í gangi, ýmist bönnuð eða gerð óhagkvæm af niðurgreiddri lélegri þjónustu fjármagnaðari með himinhárri skattheimtu sem lamar veski flestra launþega.
Það er nóg af vegum og bifreiðum. Það vantar að stilla þetta tvennt af, rétt eins og kvikmyndahús, leikhús, tónleikahaldarar og aðrir gera með frjálsri verðlagningu á markaði ótakmarkaðs aðgengis nýrra aðila.
Geir Ágústsson, 3.4.2018 kl. 19:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.