Sunnudagur, 1. apríl 2018
Mínar 3 vikur á hjúkrunarheimili
Ég vann einu sinni á hjúkrunarheimili. Mig vantađi eitthvađ til ađ hlaupa í í 3 vikur og fékk afleysingastöđu á hjúkrunarheimili og lćrđi mikiđ á ţví.
Starfiđ var stundum mjög krefjandi og stundum mjög auđvelt. Miklar tarnir eru í kringum máltíđir, lyfjagjafir og ţegar eitthvađ kemur upp á. Ţess á milli er nánast ekkert ađ gera nema drekka kaffi, borđa kex, spjalla, reykja og hanga á netinu. Ég man eftir einni stúlku sem vann ţarna - ung stúlka, fastráđin og hjúkrunarfrćđimenntuđ. Hún taldi ţađ nánast vera mannréttindi ađ fá ađ horfa á einhvern ákveđinn ţátt í sjónvarpinu og hreyfđist varla úr sófanum ef einhverjum vantađi hjálp. Ađrir starfsmenn létu ekki svona en ţađ kom mér á óvart ađ ţessi hafi komist upp međ svona hegđun.
Skiljanlega kosta gistirýmin ţarna mikiđ. Ţađ ber hins vegar ekki mjög mikiđ á nýsköpun (tek samt fram ađ ţetta var fyrir 14 árum). Starfsfólk lagđi bakiđ á sér undir oft á dag til ađ reisa viđ eđa leggja niđur vistmenn. Litlar konur eru jafnvel ađ lyfta ţyngri byrđum en risavaxnir karlmenn á byggingalóđ.
Sennilega kostar líka skildinginn ađ ţurfa hafa hátt hlutfall faglćrđra einstaklinga á launaskrá. Ekki hafđi ég lćrt neitt í hjúkrun eđa ađhlynningu en tel mig samt ekki hafa veitt verri ađhlynningu en nćsti mađur, ţ.e. á međan allt gekk ađ óskum. 90% af deginum fer í frekar einföld verkefni ţar sem áhugi og virđing fyrir skjólstćđingunum eru ađalhráefnin.
Ég velti fyrir mér hvort rekstur hjúkrunarheimila eigi ekki inni vćnan skammt af nýrri hugsun sem nćr langt út fyrir stađlađa ţjónustusamninga viđ ríkisvaldiđ. Aldrađir einstaklingar vilja komast inn á góđa stađi ţar sem ţeir fá nauđsynlega ţjónustu og eru oftar en ekki ágćtlega aflögufćrir ţótt ţeir vilji vissulega ekki gera sig gjaldţrota á vistinni eftir ađ hafa borgađ háa skatta alla ćvi.
Íslenskir grunnskólar kosta meira á hvern nemanda en grunnskólar flestra ríkja heims, og út úr ţeim útskrifast hátt hlutfall nemenda ólćsir og óskrifandi. Ţjáist íslensk hjúkrunarţjónusta af sömu meinsemd?
Hjúkrunarrými kostar um milljón á mánuđi | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Móđurafi minn var verkamađur og greiddi ekki háa skatta, fćddist í torfkofa í Svarfađardal og fékk nánast enga menntun, eins og langflestir á ţeim tíma, en hann varđ hundrađ ára gamall og fór aldrei á sjúkrahús fyrr en nokkrum dögum áđur en hann dó.
Margir hálaunamenn, sem greitt hafa háa skatta, hafa hins vegar kostađ íslenska ţjóđfélagiđ mun meira en ţeir hafa greitt í skatta.
Hver og einn ber ábyrgđ á sjálfum sér og undirritađur útskrifađist úr grunnskóla međ nćstum tíu í ađaleinkunn án ţess ađ hafa fengiđ mikla hvatningu til náms og ég ólst ekki upp hjá foreldrum mínum eftir sex ára aldur.
Ég hafđi ţar ósköp venjulega kennara, held ég, en auđvitađ hafa alltaf veriđ til bćđi góđir og lélegir kennarar.
Foreldrar geta hins vegar flestir ađstođađ börn sín í grunnskólanámi ef ţeim gengur ekki vel í skólanum og börnum gengur ađ sjálfsögđu misjafnlega vel ađ lćra vegna margra ástćđna.
Ţorsteinn Briem, 1.4.2018 kl. 19:59
Ég held ađ lexían í dag sé sú ađ borga sína skatta, safna sínum auđi (fasteign, sjóđur, hvađeina), eignast börn, ala ţau upp ţannig ađ ţú getir treyst ţeim, koma eigum ţínum á ţeim í ellinni og komast svo á hjúkrunarheimili án ţess ađ ţurfa sjá á eftir öllum ţínum sparnađi í leiđinni. Ţví miđur.
Geir Ágústsson, 2.4.2018 kl. 21:10
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.