Miðvikudagur, 21. mars 2018
Steininn sem flýtur, í bili
Bankar virðast aftur vera orðnir arðbærir. Þeir framleiða peninga, lána þá, geyma þá (að hluta), ávaxta þá, allur pakkinn!
En svona var það líka árið 2007. Núna er árið 2018. Flestir ríkissjóðir skulda meira en þeir munu nokkurn tímann ráða við að borga. Fjármálakerfið er í grunnatriðum það sama og undanfarna áratugi. Peningaframleiðsla er gríðarleg.
Það sem virkar eins og flotholt í dag getur auðveldlega verið orðið steinn á morgun. Bankarnir eru steinar sem virðast fljóta en munu ekki gera það að eilífu.
Ekki skulda meira en þú ræður við, jafnvel á umtalsvert lægri tekjum.
Bættu við þig verðmætaskapandi þekkingu.
"Something will happen", eins og einhver orðaði það.
24,8 milljarða arðgreiðslur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Geir. Verðmæti jarðar eru ekki einungis veraldleg, þó sumir virðist raunverulega trúa á andlaus og ómennsk draslverðmæti.
Sýndarveruleiki, fjarstýrðir felugerva-talgervlar, og sýndarveruleiki er löngu orðinn raunveruleiki á Íslandi. Ó-mannlegt vítis-leikhús stýrir öllu núna.
Það er til góð og ill orka í alheimsgeimnum, sama hvað allir reyna að ljúga um slíkt í gegnum stríðandi trúarbrögð. Sú illa orka er allsráðandi með aðstoð sýndarveruleika fjölmiðla á Íslandi í dag.
Þess vegna bið ég æðsta orku andans valdið alheimsalmáttuga og algóða, utan jarðvíddar-staðsetta, um að stjórna þessu jarðlífs flækjurugli.
Ef einhver vill breytingar þá verður sá hinn sami að vera heiðarlegur hluti af þeirri breytingu. Ef einstaklingar geta það ekki, er það sorglegt.
Mennskan virðist vera endanlega að fjara út, hér á Íslandi, og hringinn í kringum jörðina.
Ég er ekki hrædd við að yfirgefa jörðina, og síst af öllu miðað við hvert stefnir, undir stjórn vélmennavæðingar og "gervigreindar" stjórnsýslunnar.
Þetta snýst allt um baráttu andans alheims orkunnar stríð milli góðu orkunnar og illu orkunnar núorðið.
Enginn jarðarbúi er undanskilinn í því falda valdsins, og tveggja tegunda andans andstæða orku stríði.
Hið illa treður sér allstaðar þar sem engar góðra andans orkuaflanna varnir eru til staðar. Hið góða virðir frelsi einstaklinga hér á jörðinni, til að biðja sjálfur fyrir sínum hugsjónum til friðar og frelsis fyrir alla.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 22.3.2018 kl. 18:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.