Af hverju þarf að leggja til?

Þegar verslunar- og þjónustufyrirtæki auglýsa eftir starfsfólki í hlutastörf á yfirvinnutíma berst fjöldi umsókna. Illa gengur hins vegar að manna fullar stöður á hefðbundnum dagvinnutíma. 

Hvað gera fyrirtæki þá? 

Af hverju þurfa einhver samtök að leggja til að einhverju sé breytt? Af hverju aðlagast fyrirtækin ekki bara að breytilegum aðstæðum og gera það strax?

Mega fyrirtæki ekki breyta launatöxtum eða öðrum vinnutengdum atriðum?

Þarf allt að fara í gegnum samninganefndir sem hittast á nokkurra mánaða fresti?

Ég spyr því ég veit ekki, og ég skil ekki hvað er svona erfitt við að leysa vandamál þegar það kemur upp og gera það strax. Verslanir og þjónustufyrirtæki þurfa jú að geta mannað rekstur sinn á hverjum degi en ekki bara að afloknum samningaviðræðum aðila vinnumarkaðarins.


mbl.is Hátt yfirvinnukaup kann að skýra langa vinnuviku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Yfirvinna greiðist með tímakaupi sem samsvarar 80% álagi á dagvinnutímakaup. Álagið á dagvinnuna þegar unnin er yfirvinna er bundið í samninga og þó fyrirtæki vildi hækka dagvinnu- og lækka yfirvinnukaup þá er það þeim ekki heimilt. Það sem þarna er lagt til er aðeins hægt að gera með kjarasamningum.

Einnig má benda á það að stærstu þjónustufyrirtækin eru með tekjur sínar frá ríkinu og þá er ekki mikið svigrúm til frávika frá launatöxtum. Framlögin þar miðast við launataxtana en ekki hvað rekstraraðilar vilja borga starfsmönnum.

Gústi (IP-tala skráð) 19.3.2018 kl. 09:11

2 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Laungreiðendum er fjáls að hækka laun og það er hægt að semja um hvað sem svo fremi að það sé ekki undir lámargslaunum. það mundi þá heita álag á dagvinnu ef menn vilja endilega fá greitt eftir launtöxtum. 

Guðmundur Jónsson, 19.3.2018 kl. 10:56

3 identicon

Laungreiðendum er ekki fjáls að hækka dagvinnulaun nema hækka yfirvinnulaun til samræmis. Allt sem heita ætti álag á dagvinnu kæmi þá einnig á yfirvinnu. Laun í yfirvinnu reiknast út frá greiddu dagvinnukaupi, ekki lágmarkslaunum eða samningsbundnum launum. Launþegar halda sömu kjörum og réttindum í yfirvinnu og í dagvinnu.

Gústi (IP-tala skráð) 19.3.2018 kl. 11:55

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Einu sinni vann ég á svokölluðu jafnaðarkaupi á byggingasvæði. Það var frábært þegar maður var bara í dagvinnu og í mjög lítilli yfirvinnu sem varð auðvitað sjaldan raunin. En þetta var í boði. 

Geir Ágústsson, 19.3.2018 kl. 12:11

5 identicon

Jafnaðarkaup er ekki til í kjarasamningum og er strangt til tekið ólöglegt. En ekki hefur verið skipt sér af því þó samið sé um jafnaðarkaup ef það hefur ekki leitt til þess að starfsmaður beri minna úr býtum en ef hann hefði fengið greitt samkvæmt kjarasamningi.

Gústi (IP-tala skráð) 19.3.2018 kl. 14:19

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Þegar eitthvað kerfi er orðið alltof niðurnjörvað (að því marki að fyrirtæki geta ekki fundið starfsmenn) er gott að menn geti samið sín á milli og bara látið eiga sig að bera allt undir stéttarfélögin. 

Geir Ágústsson, 19.3.2018 kl. 14:31

7 identicon

Ef fyrirtækin væru ekki stöðugt að leitast við að fá sem ódýrast starfsfólk og helst að svíkja það um sanngjörn kjör þá væri ekki þörf á að niðurnjörfa allt og bera undir stéttarfélög. Fyrirtæki sem greiða sanngjörn laun og virða rétt starfsfólks eiga ekki í nokkrum vandræðum með að fá starfsfólk. Því miður eru þau í minnihluta.

Gústi (IP-tala skráð) 19.3.2018 kl. 16:04

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Gústi,

Það mætti halda að þú hafir farið í gegnum ævina umkringdur eilífum svikum og prettum. Mín upplifun er aðeins önnur og sú að það sé best fyrir alla þegar það er hægt að semja beint og á eigin forsendum þótt vissulega verði hlutir eins og löggjöf og reglugerðir í gildi sama hvað. 

Stundum hefur mig vantað vinnu í hvelli og þá gert hóflegar launakröfur. Stundum hef ég skipt um vinnu því vinnustaðurinn var nær heimili mínu en borgaði minna. Stundum hef ég hætt því ég var ósáttur við kjörin án þess að hafa aðra vinnu í bakhöndinni. Mín upplifun er sú að það séu ekki atvinnurekendur að keppa á móti launagreiðendum (frekar en neytendur að keppa á móti stórmörkuðum), heldur að menn séu sífellt að semja og aðlagast og að það sé best fyrir alla að menn hafi þann sveigjanleika. 

Geir Ágústsson, 20.3.2018 kl. 10:01

9 identicon

"Einu sinni vann ég á svokölluðu jafnaðarkaupi á byggingasvæði. Það var frábært þegar maður var bara í dagvinnu og í mjög lítilli yfirvinnu sem varð auðvitað sjaldan raunin. En þetta var í boði. " Þarna talar maður sem var tekinn ósmurt í ra....tið. Plataður til að vinna á skertum réttindum og svikinn um réttmæt laun. Sennilega hefur hann haft oftrú á getu sinni í samningagerð, heiðarleika vinnuveitandans og gagnsleysi kjarasamninga launþegahreyfinganna og brosað allan tíman.

Gústi (IP-tala skráð) 20.3.2018 kl. 23:34

10 Smámynd: Geir Ágústsson

Veistu, það má vel vera að ég hafi tekið á mig að meðaltali 5-10% skerðingu á tímakaupi mínu (svipuð heildarlaun) en ég er svo feginn að ég fékk þetta þroskandi tækifæri á sínum tíma til að hætta í vinnu, finna aðra og vinna hana á mínum forsendum með þá tilfinningu í brjósti að hafa samið um mín eigin laun. Það var mjög huggulegt að standa ofan í steyptum jarðvegi í miðborg Reykjavíkur (þar sem nú stendur viðbyggingin við Alþingishúsið) og naglhreinsa spýtur fram á kvöld. Samstarfsmaður minn var Spánverji og honum fannst gott að kveikja sér í einni jónu þegar allir (nema ég) voru farnir heim. Síðan rölti ég yfir á Ingólfstorg og keypti ís. 

Ef þetta hefði verið tekið af mér, t.d. af því eitthvert verkalýðsfélagið hefði skipt sér af, þá hefði ég verið fátækari maður í dag á allan hátt.

Geir Ágústsson, 21.3.2018 kl. 08:03

11 Smámynd: Geir Ágústsson

Annars má nú geta þess að í barbararíkinu Danmörku, þar sem ég bý og starfa, er yfirvinnuálagið mitt 50% af dagvinnukaupi fyrstu 3 tíma yfirvinnu, og tímakaupið tvöfalt eftir það. Vægi yfirvinnu í launaumslaginu er því ekkert svakalegt nema leggja inn marga tíma. Á Íslandi er 80% álag svo fyrirtæki hafa varla efni á að greiða hátt dagvinnukaup ef yfirvinnutímar starfsfólks eru margir. 

Geir Ágústsson, 21.3.2018 kl. 08:05

12 identicon

En þú samdir ekki um þín laun. Það var búið að semja um þín laun og það eina sem þú gerðir var að gefa eftir af þeim samningum og fá ekkert í staðinn. Það er ekki eitthvað sem eðlilegt fólk hreykir sér af og telur sér til tekna.

Á Íslandi er 80% álag svo fyrirtæki hafa varla efni á yfirvinnu. Og sá er tilgangurinn. Yfirvinna á ekki að þekkjast nema sem neyðarúrræði og fyrirtækin eiga ekki að hagnast á henni. Yfirvinna á að vera til að lágmarka tap en ekki auka hagnað.

Þegar hætt var með skiptinguna dagvinna, yfirvinna, næturvinna og næturvinna og yfirvinna urðu að yfirvinnu þá hækkaði dagvinnukaupið og yfirvinna minnkaði. Flestir voru sáttir við það að vinna 40 tíma frekar en 48 og fá samt sama útborgað. Og fyrirtækin sáu að það borgaði sig að ráða frekar fleira fólk en að þræla fáum starfsmönnum út með yfirvinnu.

Gústi (IP-tala skráð) 21.3.2018 kl. 09:40

13 Smámynd: Geir Ágústsson

Er eitthvað að þínu mati sem fólk á og má gera án yfirboðs?

Geir Ágústsson, 21.3.2018 kl. 14:18

14 identicon

Fólk á og má semja um meira en kjarasamningar tryggja þeim.

Gústi (IP-tala skráð) 21.3.2018 kl. 20:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband