Hvað með rafrænar kosningar?

Það er ekki margt sem tölva getur gert sem blýantur og pappír getur ekki líka gert, þótt á því séu auðvitað veigamiklar undantekningar.

Það er hægt að kjósa með blýanti.

Það er hægt að fylla út eyðublað með blýanti.

Það er hægt að rita hugleiðingar með blýanti.

Það er hægt að fylla út próf með blýanti.

Það er hægt að framkvæma útreikninga með blýanti.

Menn tala um rafrænar kosningar. Þó er saga þeirra ekki beinlínis glæsileg og eru til íslensk dæmi um ýmislegt sem fór fram í hugbúnaði en fór e.t.v. ekki fram í raunveruleikanum. Auðvitað virka flest kerfi yfirleitt vel en þegar þau gera það ekki er ekkert hægt að gera. Próf fara forgörðum. Kosningar verða ógildar eða niðurstaða þeirra verður röng. 

Vonandi muna menn gamalt lögmál smiðsins: Mældu tvisvar og sagaðu einu sinni. Það verður ekki aftur snúið ef eitthvað fer úrskeiðis.


mbl.is Gagnrýnivert að hafa ekkert „plan B“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónsson

"Það er ekki margt sem tölva getur gert sem blýantur og pappír getur ekki líka gert, þótt á því séu auðvitað veigamiklar undantekningar."

Vandi kennara á íslandi (og verkfræðinga) er sá að þeir nota tölvu í grunnin eins og blýant. Mitt aðal starf undanfarin 20 hefur verið að nota tölvur til að hanna og greina tæknibúnað og velgegni í því byggist á því að nota tölvuna ekki eins og blýant.

En tölva virkar vissulega svipað og blýantur í höndunum á þeim sem ekki kunna á tölvur og þar liggur kannski vandinn. 

Guðmundur Jónsson, 13.3.2018 kl. 10:19

2 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Guðmundur Jónsson, vilt þú ekki kenna okkur einfeldningunum, sem notum tölvuna eins og blíant, svo að við getum nýtt þessa ágætu þekkingu.

Með fyrirfram þakklæti.

Egilsstaðir, 13.03.2018  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 13.3.2018 kl. 14:42

3 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Dæmi :

Kúla í tölvu er skipanaröð   4/3 sinnum pí sinnum  radíus í þriðjaveldi.

Sá sem ekki kann á tölvu teiknar kúlu sem hring á flötum skjá alveg eins hann gerir á blaði.

Guðmundur Jónsson, 13.3.2018 kl. 18:03

4 Smámynd: Örn Einar Hansen

Guðmundur, af HVERJU er rúmmál kúlu 4/3 π**3.

Örn Einar Hansen, 13.3.2018 kl. 21:01

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Tölvan er frábær blýantur líka. Hér er hægt að skrifa hratt og geyma á skipulegan hátt, senda skeyti á hraða rafeinda til fólks hinum megin á hnettinum og skrifa samhengislausar hugleiðingar sem aðrir geta lesið (eða sleppt því).

En hvað gerist þegar hið rafræna gufar upp? Eða er falsað? Eða stendur á sér? Þá erum við flest varnarlaus. Atkvæði tapast. Próf komast ekki til skila.

Ég geng um með minnisblokk og blýant. Margir hafa sagt mér að það séu til forrit fyrir símann til að taka niður glósur eða gera innkaupalista. Já, gott og vel, en stundum er betra að vera með hlut í vasanum með einn tilgang frekar en annan hlut með svo marga möguleika að batteríið hefur ekki undan og deyr.

Geir Ágústsson, 13.3.2018 kl. 21:02

6 Smámynd: Guðmundur Jónsson

" Já, gott og vel, en stundum er betra að vera með hlut í vasanum með einn tilgang frekar en annan hlut með svo marga möguleika að batteríið hefur ekki undan og deyr."

Þetta er  skemmtilegt.

Fyrir 5 árum síðan keypti ég mér síma hlunk sem var vatnsheldur og með 6 Ah batteríi sem er um að bil 5 sinnum stærra en það sem var í gangi þá. Þetta gerði ég vegna þess að ég nennti ekki að vera með auka batterí með mér á fjöllum þegar ég var að nota símann til að nafigera (í staðinn fyrir GPS). 

Eftir að hafa átt og notað síma sem verður "aldrei" batteríslaus sama hvað þú notar hann mikið áttaði ég mig á því að þannig símar eru ótrúlega mikið betri verkfæri en þessir sem eru alltaf batteríslausir sem lang flestir velja samt að nota.  En ég fattaði þetta ekki fyrr en ég fór að nota hlunkinn í vinnunni líka.

Guðmundur Jónsson, 14.3.2018 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband