Mánudagur, 12. mars 2018
Koma skotvopn í veg fyrir skotárásir?
Einhliða umfjöllun fjölmiðla í Evrópu um byssueign og skotvopnaglæpi segir eitt og bara eitt: Vopnaeign er slæm því hún leiðir til notkunar vopna.
En hvað ef hið gagnstæða er rétt? Að vopnaeign dragi úr vopnanotkun?
Þetta er kenning sem er ekki hægt að aflífa með því einu að benda á skólaskotárás í Bandaríkjunum eða Finnlandi.
Kenningin er e.t.v. ekki rétt en hið gagnstæða er það ekki heldur.
Það er létt fyrir einn mann með eitt vopn að brytja niður óvopnaða nemendur og kennara. Þegar allir eru óvopnaðir er einmitt mjög freistandi fyrir örvæntingarfullan ungan mann að hefna sín á heiminum með einni lítilli byssu. Hann hefur nægan tíma til að særa og drepa á meðan lögreglan mætir á svæðið með sín vopn.
Í einni frétt er sagt frá bæ nokkrum í fylkinu Georgíu í Bandaríkjunum.
Þar á bæ voru menn orðnir þreyttir á ofbeldi og morðum. Bærinn setti því ákvæði í lög sem skylduðu eða hvöttu almenning til að ganga um með skotvopn. Hvað gerðist? Glæpatíðni hríðféll.
Auðvitað sannar svona dæmi ekki neitt. Kannski eru íbúar þessa bæjar bara heppnir. Kannski fengu allir glæpamennirnir vinnu. Kannski mönnuðust öll áttavilltu ungmennin.
Stjórnmálamenn vilja afvopna almenning. Þannig hefur það alltaf verið. Það er léttara að bæla niður fólk með heygaffla en riffla. Gleymum samt ekki að óvopnaður almenningur er eins og hænsn í kofa þar sem þarf bara einn ref til að drepa alla.
Í lífshættu eftir skotárás | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
15.2.2018:
The unique gun violence problem in the USA explained in 17 maps and charts
Þorsteinn Briem, 12.3.2018 kl. 14:33
Hluti af málinu er að fólk virðist ekki treysta hvort öðru, en hefur á sama tíma einhverja ofur-trú á yfirvaldinu.
Það er eitthvað Freudískt hér að baki, svo maður orði það á óvísindalegasta ahugsanlega hátt.
Fyrir pólitíkus sem sækist eftir fylgi er betra að höfða til vitlausustu einstaklingana, sem nenna ekkert að spökulera í ástæðum á bakvið eitt eða neitt, en einblýna í staðinn á einkenni. Einfaldara að ráðast á verkfærið en kúltúrinn sem veldur ofbeldinu (eða kemur ekki í veg fyrir það.)
Ásgrímur Hartmannsson, 12.3.2018 kl. 15:47
Það á náttúrulega ekki að koma neinum á óvart, að þeir sem krefjast afvopnunar almennra borgara í Bandaríkjunum, eru vinstrimenn.
Eins og allir menn eiga að vita, þá eru vinstrimenn almennt hallir undir alræðishyggju, og alræðishyggju er erfitt að koma á, ef borgararnir geta varið sig sjálfir.
Þegar málið er krufið dálítið til mergjar, hvaða borgir það eru helst sem eiga við alvarleg glæpavandamál, kemur sú sláandi staðreynd í ljós, að helstu glæpaborgir Bandaríkjanna eru undir stjórn demókrata, og oftast með strangari byssulöggjöf en gengur og gerist.
Vandamálið með glæpatíðni í Bandaríkjunum er að stórum hluta tengt kynþætti.
Hér er listi yfir þær borgir (með íbúafjölda yfir 200.000) Bandaríkjanna með hæstu morðtíðnina, Hlutafall svartra er í sviga:
1. St louis (47%)
2. Baltimore 63%)
3. Detroid (83%)
4. New Orleans (61%)
5. Birmingham (73%)
6. Baton Rouge (50%)
7. Milwaukee (40%)
8. Washington (47%)
9. Kansas (30%)
10. Cincinnati (45%)
Landsmeðaltal svartra er 12.6%
Svartir eru 8 sinnum líklegri til að fremja morð en hvítir, og eru ábyrgir fyrir 53% af öllum morðum. Bendi aftur á að svartir eru 12.6% mannfjöldans.
Með sömu tölfræði má benda á að þær 10 borgir sem eru með lægstu morðtíðni, eru allar með yfirgnæfandi hlutfall hvítra, fyrir utan Honululu þar sem asíubúar eru fjölmennastir, og svartir einungis um 1%. Í þessum borgum flestum er byssulöggjöf frjálslegri en gengur og gerist.
Hilmar (IP-tala skráð) 12.3.2018 kl. 17:57
Ég man ekki betur en þegar það var bannað að bera vopn sem farþegi í flugvélum þá byrjuðu flugránin Hijack. Isrealar höfðu alltaf vopnaðan vörð bæði fram og afturí. Það verður að hafa lög sem leifa vopnaburð því annars vita glæpamennirnir að þeir eru óhultir.
Valdimar Samúelsson, 12.3.2018 kl. 20:31
Það gleymist stundum að Bandaríkin eru sambandsríki 50 ríkja og að það sé ekki endilega margt sem sameinar New York og Texas nema alríkisskatturinn og tungumálið.
Annars eru þetta allt ljómandi og fræðandi athugasemdir. Þetta er ekki einhlítt mál. Það er margt sem mælir með því að almenningur megi vopna sig á sama hátt og glæpamenn, og margt mælir gegn því. Persónulega finnst mér samt að ríkið eigi ekki að banna mönnum að verja sig - stunda þá sjálfsvörn sem aðstæður krefjast á hverjum stað.
Geir Ágústsson, 12.3.2018 kl. 21:14
Vopnaeign í Bandaríkjunum er algengari í dreifbýli en þéttbýli, og um helmingi fleiri eiga vopn í dreifbýli en þéttbýli. Samt er fimmfalt líklegra að vera drepinn í borg en þéttbýli.
Langflest morð eru framin með óskráðum (ólöglegum) vopnum, af glæpamönnum sem hirða lítt um vopnaleyfi. Vopnabann, upptaka vopna af yfirvöldum, myndi því gera fólk varnarlaust gegn vopnuðum glæpamönnum.
Yfir 70% af myrtum í Bandaríkjunum eru á sakaskrá, og í flestum tilfellum með margar sakfellingar á bakinu, Lesið saman við hvar morðin eru framin, og af hverjum, er ljóst að það er enginn almennur vandi vegna löglegra skráðra vopna.
Og þegar tillit er tekið til þess, að viðbragðstími lögreglu er að meðaltali um fimmtán mínútur frá því að tilkynning um skotárás berst, og að flest morð (þ.m.t. fjöldamorð) eiga sér stað innan fimm mínútna frá tilkynningu, og jafnvel áður en tilkynning berst, er ljóst að vopnleysi þeirra sem þurfa að verjast eykur líkur á morðum.
En, þrátt fyrir allt, þrátt fyrir öll þessi morð sem framin eru í Bandaríkjunum, er landið rétt yfir meðaltali heimsins. Og enn og aftur, vandinn er bundinn við stórborgir Bandaríkjamanna, þar sem gettóin eru, og þau undir stjórn vinstrimanna í demókrataflokknum, og með stífari byssulöggjöf en gengur og gerist.
Morðin eru fæst, þar sem byssurnar eru flestr.
Hilmar (IP-tala skráð) 12.3.2018 kl. 22:25
Leiðrétting
Samt er fimmfalt líklegra að vera drepinn í borg en dreifbýli.
Hilmar (IP-tala skráð) 12.3.2018 kl. 22:26
Þarfur pistill hjá þér, Geir, og einkar fróðleg eru innleggin hans Hilmars hér, t.d. það sem hann ritar um mun þéttbýlis og dreifbýlis. Ofbeldis-"byssumenning" í lægsta kanti virðist þrífast einna helzt meðal þeldökkra og misheppnaðra einfara meðal hvítra. Það þarf að taka á þeirra vanda, með fleiri ráðum en fangelsis- og dauðadómum eftir á. En auðvitað er dauðarefsing eðlileg yfir óvinum þjóðfélagsins nr.1: harðsvíruðum fjöldamorðingum, sbr. 1. Mósebók 9.6.
Hugsið ykkur bara, hvílíkur greiði hefði verið gerður rússnesku þjóðinni og mörgum öðrum þjóðum, ef dauðadómur hefði verið kveðinn upp yfir fjöldamorðingjunum Lenín og Stalín 1918 og framfylgt með valdi.
Jón Valur Jensson, 13.3.2018 kl. 04:53
Bandaríkin eru svipaður fjöldi ríkja og svipaður fjöldi íbúa og öll Vestur-Evrópa. Það útskýrir samt ekki allt. Fíkniefnastríðið hefur einnig tekið sinn toll með harðari undirheimum, fleiri vopnum og meiri hörku almennt. Lögreglan þarna er svipað vopnuð og venjulegur her í öðru ríki. Nú fyrir utan alla þessa ungu menn sem finnst þeir útilokaðir frá samfélagi rétttrúnaðarins og bregða á það ráð að brytja niður óvopnaða nemendur og kennara - það er kafli út af fyrir sig.
Geir Ágústsson, 13.3.2018 kl. 07:25
Það ætti nú væntanlega að vera hægt að svara þessari spurningu með því að gera vandaðan samanburð á samhenginu milli vopnaeignar og tíðni skotárása.
Þorsteinn Siglaugsson, 13.3.2018 kl. 10:25
Þorsteinn: það er mikil fylgni milli þess að vera í miðjum hernaðarátökum og að lenda í skotárás.
Það er lítil fylgni milli þess að almenningur eigi vopn og að lenda í skotárás.
Þú getur athugað það á wikipediu ef þú nennir. Þeir eru með langa lista af allskyns þannig upplýsingum þar.
Þú ert með aðgang að netinu, þar af leiðandi leitarvélum, og getur feltt þessu upp og reiknað.
Ásgrímur Hartmannsson, 14.3.2018 kl. 04:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.