Sunnudagur, 4. mars 2018
Veljum íslenskt, ekki satt?
Núna hrista margir hausinn yfir áhuga Bandaríkjaforseta á innflutningstollum. Þeir skaða bandaríska neytendur! Þeir vernda óhagkvæmni fyrir samkeppni! Þeir kveikja í viðskiptastríði! Þeir eru rangir!
En það þarf ekki að setja á tolla til að ná fram flestum ef ekki öllum ókostum þeirra. Á Íslandi er t.d. mikið talað um að velja íslenskt. Hvað þýðir það? Það þýðir að neytendur láti ekki verð og gæði angra sig heldur velji innlenda framleiðslu óháð verði og gæðum. Með því móti er verið að skaða neytendur, vernda óhagkvæmni fyrir samkeppni og setja neytendur í hugarfar viðskiptastríðs.
Íslendingar gera margt vel, bæði innlendis og á alþjóðavettvangi. Íslendingar eru góðir að veiða og selja fisk, hugbúnað, tækniþekkingu og ýmsan iðnaðarvarning, svo eitthvað sé nefnt. Þeir eru lélegir í að rækta appelsínur og sauma föt, a.m.k. borið saman við marga aðra í heiminum. Það er engum til gagns til lengri tíma að velja íslenskt nema ef hin íslenska framleiðsla stendur öðrum framar í verði og gæðum.
Heimurinn heldur vonandi áfram að gagnrýna Trump og benda á holurnar í hagfræði hans. En lítum okkur líka nær.
Hótar að tollleggja innflutta bíla frá ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
MATVÆLAÖRYGGI BJARTS Í SUMARHÚSUM NÚ OG ÞÁ:
Meirihlutinn af fatnaði og matvörum sem seldur er í verslunum hér á Íslandi er erlendur.
Þar að auki eru erlend aðföng notuð í langflestar "íslenskar" vörur, þar á meðal matvörur.
Erlend aðföng í landbúnaði hérlendis eru til að mynda dráttarvélar, alls kyns aðrar búvélar, varahlutir, tilbúinn áburður, heyrúlluplast, illgresis- og skordýraeitur, kjarnfóður og olía.
"Íslensk" fiskiskip hafa langflest verið smíðuð í öðrum löndum og þau nota að sjálfsögðu einnig olíu.
Og áður en vélvæðing hófst í landbúnaði hérlendis keyptu "Bjartur í Sumarhúsum" og hans kollegar innflutta ljái, lampaolíu, áfengi, kaffi, tóbak, sykur og hveiti.
Og hvaða hráefni er notað í "íslenskar" pönnukökur?!
Kexverksmiðjan Frón notaði eitt þúsund tonn af hveiti og sykri í framleiðslu sína árið 2000 en formaður Framsóknarflokksins heldur náttúrlega að það hafi allt verið ræktað hérlendis og "Bjartur í Sumarhúsum" hafi slegið grasið með berum höndunum.
Leggist allir flutningar af hingað til Íslands leggst því allur "íslenskur" landbúnaður einnig af.
Þorsteinn Briem, 4.3.2018 kl. 13:00
En eru þá engar holur í hagfræði ESB sem leggja á fjórfalt meiri toll á einkabíla frá USA en USA gerir á slíka bíla frá ESB? (pall-og sendibílar eru tollaðir hátt inn í USA)
https://www.caranddriver.com/features/free-trade-cars-why-a-useurope-free-trade-agreement-is-a-good-idea-feature
Bjarni Bjarnason (IP-tala skráð) 4.3.2018 kl. 13:25
Hmm.
Eða 25 prósent vask.
Og til dæmis 180 prósent "skráningargjald" á bíla til Danmerkur (dulbúinn tollur).
Gallinn við flesta þjóð-hagfræðinga er að þeir virðast ekki vita hvað þjóð er.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 4.3.2018 kl. 17:38
Hagfræði ESB er götótt eins og svissneskur ostur, sem er vel á minnst ekki ESB afurð.
Geir Ágústsson, 4.3.2018 kl. 19:15
Eiga þá Íslendingar að ganga fremstir í frjálsræðisátt og opna hér fyrir innflutningi vara sem eru ýmist eða bæði niðurgreiddar út úr ESB og USA en skattverndaðar þar, vörur sem eru í samkeppni við íslenska matvælaframleiðslu og geta steindrepið hér innlendan landbúnað?
Það væri nú svona álíka vitlaust og að ætla sér að banna með íslenskum lögum, hundruðum milljóna foreldra að umskera syni sína.
Efnahagskerfi USA er holótt og verndað og niðurgreitt, sömuleiðis efnahagskerfi ESB, litla Ísland verður í þeim aðstæðum að fara varlega og má ekki gleyma sér í útópískri frjálshyggju!
Þess vegna skulum við bara halda okkur við íslenska ostinn, enda er hann alveg afbragð.
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 4.3.2018 kl. 20:01
Skrýtið að frjálshyggjumaðurinn sjái ekki mun á hvatningu (eða umræðu) til að velja tiltekna(r) vöru(r) hvort sem það er Íslenskt eða CocaCola og því að setja tolla.
ls (IP-tala skráð) 4.3.2018 kl. 20:45
Það mætti þá benda þínum vinnuveitenda á að það sé honum ekki til gagns til lengri tíma að hafa þig sem starfsmann þar sem þú stendur ekki öðrum framar í verði og gæðum. En hægt er að fá nokkra kínverja fyrir sama kostnað sem vinna bæði hraðar og betur en þú. Að hafa þig í vinnu er því að skaða viðskiptavinina og fyrirtækið. Er eitthvað annað sem hann ætti að taka tillit til þegar hann hugar að framtíð þinni hjá fyrirtækinu?
Gústi (IP-tala skráð) 5.3.2018 kl. 02:04
Það þarf enginn að segja vestrænum verkfræðingum frá samkeppninni frá öðrum heimshlutum, við vinnu sem má þannig séð framkvæma hvar sem er fyrir hvern sem er hvar sem er. Verkfræðingar tala mjög mikið um samkeppni, hvernig á að ná samkeppnisforskoti og hvernig skal skara fram úr.
Aðrar starfsgreinar mættu taka sér þetta til fyrirmyndar í stað þess að heimta bara að almenningur féfletti sig sjálfsviljugur eða í gegnum tollamúra.
Geir Ágústsson, 5.3.2018 kl. 12:59
Breytan sem vantar í þessa umfjöllun þína Geir er að þegar frjáls samkeppni milli landa er látin alveg óáreitt í langan tíma getur tapast þekking úr landinu. Sérstakelg þegar annar aðilinn beitir lagtíma undirboðum og blekkingum.
Þýskaland framleiðir bíla inn á markað í USA með niðurgreiðslum frá EU og blekkingum, vegna þessa hefur tapast þekkingin á bílaframleiðslu frá USA til Þýskalands.
Þegar framleiðslugeta heimamarkaðar í USA er horfinn er verðið svo hægt að hkka verðið.
Sama gerist ef íslendingar hætta að framleiða landbúnaðarvörur af því að það er "hagkvæmara" í útlöndum, um leið og markaðurinn verður háður innflutningi hækkar verðið.
Verð er ekki bara kostnaður plús samgjörn "þóknun" heldur er verð kostnaður plús hvað hægt er að okra mikið á kúnnaum.
Guðmundur Jónsson, 5.3.2018 kl. 15:28
Að "erlendur" varningur, sé betri en innlendur er engan veginn rétt ... ekki nauðsynlega rangt heldur. Kínverskar vörur, eru engar gæða vörur ... þar, selja þeir þér vatnsblandað eldsneyti, þvottaefni í stað "bakpulver" ... það er ekki til það, sem ekki er "falsað" í einum eða öðrum skilningi.
Þetta "ástand" á sér stað, vegna þess að fólk eins og ég og þú ... viljum "ódýrt" en ekki gæði. Hugarfarið á bak við "Veljum Íslenskt", er meir "veljum gæði" en "þjóðerniskennd". Því Ora baunir, eru ekkert Íslenskar ... nema þær séu allar ræktaðar í Hveragerði, ásamt Chikita bönunum.
Hvað varðar að "Íslendingar eru góðir að veiða og selja fisk, hugbúnað, tækniþekkingu og ýmsan iðnaðarvarning". Er á sama meiði ... rangt. Íslendingar eru ekkert "góðir" að veiða fisk ... enda búnir að þurrausa fiskin í kringum landið, svo þeir eru farnir að leggja á miðin í Barentshafi. Eins mikið og Íslendingar "bölvuðu" Sovétríkjunum, fyrir "fljótandi fiskiverksmiðjum sem þurraustu fiskin", þá má í dag segja að slíkt hjal hafi byggst meir á öfundsýki, en raunsýni. Því Íslendingar hafa sjálfir tekið upp, þennan óföggnuð í algleimingi græðginar.
Örn Einar Hansen, 5.3.2018 kl. 18:01
Það vantar aldrei bölsýnisraddirnar, svo mikið er víst.
Það er hægt að kaupa föt í H&M sem eru hönnuð af Svíum, saumuð í Bangladesh og kosta mjög lítið. Það er um leið hægt að kaupa íslenska hönnun frá 66 gráður norður, saumað í Evrópu, og kostar morðfjár. Þegar menn telja alþjóðavæðinguna vera búna að þurrka út öll séreinkenni þjóða spretta jafnharðan upp hreyfingar sem synda í hina áttina. Sérhæfingin gerir okkur öll sterkari, betri og ríkari.
Látum Spánverja um að rækta appelsínur. Það er nóg annað að gera. Þegar hestvagnasmiðir urðu að sagnfræðilegri fortíð urðu til bifvélavirkjar í staðinn.
Geir Ágústsson, 6.3.2018 kl. 10:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.