Laugardagur, 24. febrúar 2018
Efasemdir eru ekki rasismi
Rasismi fer vaxandi í Evrópu. Kemur það einhverjum á óvart?
Efasemdir um ágæti þess að hleypa tugþúsundum af innflytjendum inn í ríki Evrópu fer vaxandi. Kemur það á óvart?
Efasemdir um ágæti innflytjendastraumsins eru samt ekki rasismi í sjálfu sér.
Í Englandi eru starfræktir tugir dómstóla sem framfylgja ströngum múslímskum lögum og kennisetningum. Þessir dómstólar starfa algjörlega til hliðar við dómskerfi innfæddra. Þetta er ekki öllum að skapi. Kemur það einhverjum á óvart?
Mörg hverfi í mörgum borgum Evrópu eru í raun lokað land fyrir innlenda lögreglu. Þetta er ekki öllum að skapi. Kemur það einhverjum á óvart?
Innan Evrópu er hægt að finna stóra hópa fólks sem hefur búið í tilteknu ríki í áratug eða áratugi en kann ekki stakt orð í tungumáli innfæddra og finnur enga vinnu nema hjá nánustu ættingjum eða vinum, eða bara alls ekki en kann að þefa uppi bætur. Kemur einhverjum á óvart að það sé ekki að skapi allra kjósenda?
Ruglum ekki saman rasisma - hatur á ákveðnum kynþáttum af ýmsum ástæðum - og efasemdum gagnvart stórstreymi fólks í leit að ölmusa og öryggi án áhuga á því samfélagi sem réttir því framfærsluna.
Ekki flytja til Danmerkur ef þú hatar beikon og bjór.
Ekki flytja til Íslands ef þú hatar "þetta reddast" hugarfarið, fermingarfræðslu og lárétta rigningu.
Ekki flytja til Sómalíu ef þú ert andsnúinn múslímskum siðum og líður illa í hita.
Ekki flytja til ríkis sem þú þolir ekki en vilt samt að framfæri þér.
Mótmæltu rasisma á Ítalíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:10 | Facebook
Athugasemdir
Hvítir efuðust um getu svartra til að sjá um sig sjálfa og því væri þrælahald þeim fyrir bestu. Lengi efuðust menn, karlmenn, um að konur hefðu gáfur til að verða læknar, að þær gætu ekið bíl eða myndað sér sjálfstæðar skoðanir og tekið þátt í pólitík. Efast var um heiðarleika Gyðinga, getu Íra til að vera edrú o.s.frv.. Efi, fáfræði og ranghugmyndir afsaka ekki þannig hugsunarhátt og réttlæta hann ekki. Hvort menn kalla það efasemdir eða rasisma fer svo eftir því hvort menn þurfi að afsaka og fegra skoðanir sínar eða ekki.
Ekki búa í landi sem býður fólk velkomið sem þú þolir ekki að búi í sama landi og þú. Þolir þú ekki innflytjendurnar þá er það þitt að flytja. Þú ert hinn óvelkomni.
Gústi (IP-tala skráð) 25.2.2018 kl. 01:04
Gústi segir "Ekki búa í landi sem býður fólk velkomið..." Hver bauð velkomna tæplega 1000 tilhæfulausa hælisleitendur til Íslands árið 2018? Það er nákvæmlega ekkert sem segir að tæplega 1000 tilhæfulausir hælisleitendur á ári séu velkomnir til Íslands, þetta "þú ert velkomin" er helber skáldskapur og tilhæfulaust þvaður!
Pési (IP-tala skráð) 25.2.2018 kl. 02:25
Í ársbyrjun 2017 voru innflytjendur, fólk sem við höfum boðið velkomið og hefur gert sér heimili hér, tæplega 36 þúsund, eða 10,6 prósent mannfjöldans. 110 hælisleitendur fengu hér vernd og teljast því hvorki tilhæfulausir né óvelkomnir. Þeir sem eru tilhæfulausir og óvelkomnir eru sendir til baka og telst því varla með fólkinu sem við bjóðum velkomið. Tæplega 36 þúsund innflytjendur segir okkur að þetta "þú ert velkominn" sé ekki helber skáldskapur og tilhæfulaust þvaður. En að halda því fram sé helber skáldskapur og tilhæfulaust þvaður.
Gústi (IP-tala skráð) 25.2.2018 kl. 04:21
Gústi reynir að blanda saman pólsku verkafólki og múslimum sem samkvæmt þýzkum rannsóknum eru með 10% atvinnuþátttöku, en einbeita sér að sósialnum og barneignum.
GB (IP-tala skráð) 25.2.2018 kl. 09:09
Þeir sem halda uppi orðinu "kynþátta hatur", eru sjálfir "kynþátta hatarar".
Það er bara til einn kynþáttur, "maðurinn". Maður sem telur einhvern vera öðruvísi, af því húð viðkomandi er svört ... talar óskiljandi tungumál, og hefur uppi siðvenjur sem eru framandi ... hefur 100% rétt fyrir sér. Að telja múslima vera öðruvísi, er ekki kynþáttahatur ... heldur rétt með farið mál. Þeir sem vilja tala um þetta, sem kynþátta-hatur, er það fólk sem sjálft heldur því fram ... að hér sé um einhverjar framandi lífverur að ræða, og við séum bara ljótir asnar að halda að þeir séu öðruvísi.
Þetta er eitthvað sem ætti að vera ykkur, alveg greinilega ljóst ... frá fyrsta orði "góða" fólksins.
Hvað varðar trúarbrögð og ég fer ekkert felur með það, að mér er déskotans sama hvaða trúarbrögð eiga í hlut ... hvort sem þeir kalla sig búddista, kristna, gyðinga, múslima eða apaketti. Að trúa á Jólasveinin má vel vera að séu réttindi ... en að lög séu byggð á orðum Jólasveinsins er slík frásinna, að ef að þessu heldur áfram er ástæða til að ýta á "Reset button".
Það á ekki að þurfa að tala um fyrir fólki, að slíkt sé slík frásinna ... og sé verið að hverfa aftur í mið aldir. Ef þetta trúaða fólk, hverrar trúar sem það er ... er svona afskaplega trúað. Og telur þetta vera svona ferlega mikið mál ... á það að fara heim til síns "Mecca" og það er ekkert kynþátta hatur að segja slíkt.
Það er kynþátta hatur, að troða þessum "ósóma" ofan í okkur hina.
Fyrir þúsund árum, flúðu forfeður okkar til eyju á ballarhafi, með allt sitt hafurtask ... lifði þar við örbyrgð og þurfi að láta af öllu sínu, vegna "kristni" faraldar um alla Evrópu. Þeir voru eltir hingað, og þvingaðir að lifa við "kristni" í stað sinnar eigin hefðar. Það tók 700 ár, að losna undan oka miðalda.
Nú á að "troða" þessum mjöð ofan í okkur á ný? Nei takk ... þeir sem vilja halda uppi þessu, geta bara farið aftur til síns "heilaga" lands og trúað þar. Og ef það vill það ekki, verður það að sætta sig við okkar lög hér ... og trúa á jólasveininn í kirkjunni. Og fyrir utan þessa kirkju, hef ég engann áhuga á að vita hvaða vitleysu þar hafa í skallanum, frekar en ég hef áhuga á að vita eitthvað annað um aðra.
Og þetta hefur ekkert með kynþætti að gera ... því það finns bara einn kynþáttur.
Homo Sapiens
Örn Einar Hansen, 25.2.2018 kl. 09:39
Í Þýskalandi verður skortur á vinnuafli vegna fárra barnsfæðinga, í Bretlandi vegna Brexit og í Bandaríkjunum vegna brottrekstrar fólks frá Mið-Ameríku.
Hér á Íslandi er nú þegar mikill skortur á vinnuafli og hann væri miklu meiri ef Ísland væri ekki á Evrópska efnahagssvæðinu og því de facto í Evrópusambandinu.
Þorsteinn Briem, 25.2.2018 kl. 10:05
Tyrkir hafa átt stóran þátt í velgengni Þýskalands og innflytjendur hafa haldið sjávarútveginum gangandi hér á Íslandi.
Turks in Germany
Þorsteinn Briem, 25.2.2018 kl. 10:07
27.3.2015:
"The number of people of working age in Germany will fall by around a third by 2050 if the biggest economy in Europe does not increase immigration from countries outside the European Union, a study published on Friday said.
Germany will need between 276,000 and 491,000 net immigrants from non-EU countries each year to safeguard its levels of prosperity and economic activity, said the study by the Bertelsmann foundation.
It predicted the working-age population would drop to under 29 million from about 45 million today if immigration did not pick up. Raising the retirement age to 70 and increasing the number of women in the workforce would only add around 4.4 million to the number of employed, the study added.
According to latest statistics, the number of foreigners living in Germany grew by 519,340, or 6.8 percent, in 2014 against the previous year -- many of them Syrians fleeing war and Romanians and Bulgarians seeking work."
Germany needs more immigration from non-EU-countries - study
Þorsteinn Briem, 25.2.2018 kl. 10:09
8.1.2016:
"Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að á næstu árum breytist Íslendingar í innflytjendaþjóð.
Eftir tiltölulega skamman tíma verði útlendingar um fimmtungur þjóðarinnar.
Fyrirsjáanlegur sé skortur á vinnuafli sem kalli á að hingað komi tvö til þrjú þúsund útlendingar til starfa á ári.
Það er óhætt að fullyrða að samsetning íslensku þjóðarinnar er að breytast og muni breytast mikið á næstu árum. Þetta á einnig við um aldurssamsetninguna.
Þeim sem eru eldri en sjötugir á eftir að fjölga ört. Árgangar sem komu í heiminn eftir seinni heimsstyrjöldina eru nú að komast á þennan aldur."
Íslendingar að breytast í innflytjendaþjóð
Þorsteinn Briem, 25.2.2018 kl. 10:10
8.1.2016:
"Fæðingar á Landspítalanum og sjúkrahúsinu á Akureyri hafa ekki verið færri en í fyrra í áratugi.
Fæðingar á þessum tveimur stærstu fæðingarstöðum landsins voru rúmlega fimm hundruð fleiri árið 2010 en á síðastliðnu ári, 2015."
Ekki færri fæðingar á Landspítalanum og sjúkrahúsinu á Akureyri í áratugi
Þorsteinn Briem, 25.2.2018 kl. 10:12
Albanía:
"According to 2011 census, 59% of Albania adheres to Islam."
Kosovó:
Um 96% íbúanna eru múslímar.
Bosnía:
"45 percent of the population identify religiously as Muslim."
Makedónía:
"Muslims comprise 33% of the population."
Þýskaland:
"A 2009 estimate calculated that there were 4.3 million Muslims in Germany."
Bretland:
"The Muslim population was 2.7 million in 2011, making it the second-largest religion group in the United Kingdom."
Frakkland:
"In 2003, the French Ministry of the Interior estimated the total number of people of Muslim background to be between 5 and 6 million."
Rússland:
"There are 9,400,000 Muslims in Russia as of 2012."
Þorsteinn Briem, 25.2.2018 kl. 10:13
"233. gr. a. Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á mann eða hóp manna vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar sæti sektum eða fangelsi allt að 2 árum."
Almenn hegningarlög nr. 19/1940
Þorsteinn Briem, 25.2.2018 kl. 10:15
Steini Spam enn á ferðinni.
Alltaf að tala um minnkandi fólksfjölgun - eins og að það sé ekki rökréttara að sinna því máli beint í stað þess að flytja inn nýtt fólk. Slík "lausn" virkar einungis ef þróunarlönd verða fátæk og með offjölgun um ókomna tíð. Fyrr eða síðar þarf að taka á málinu beint með aðgerðum innanlands, og við getum eins vel gert það fyrr frekar en síðar.
Kemur síðan með tölfræði varðandi vaxandi fjölbreytni í Evrópu eins og slíkt sé sönnun um ágæti opinna landamæra og fjölmenningar, þegar sýnt er að það valdi aukinni félagslegri spennu.
Það snýst ekki allt um aurinn, og aukinheldur hefur hagvöxtur vesturlanda á hnatvæðingaröld runnið að mestu til auðugra manna og stórfyrirtækja. Skítt með verkafólk.
Og svo lýkur spaminu með tilvitnun í hegningarlög, svona til þess að hóta mönnum í þokkabót. Laglegt er það eða hitt þó heldur.
Egill Vondi, 25.2.2018 kl. 14:15
Kannski ekki svo vitlaust að velta þessu fyrir sér í samhengi við nýlendustefnuna: Þú býrð í Afríkulandi, átt eigin menningu og lífshætti þar. Svo birtast skip full af vopnuðum mönnum frá annarri heimsálfu. Allt í einu ert þú þvingaður inn í samfélag, réttarkerfi, siði og venjur sem eru þér framandi. Hvernig bregst þú við? Ein leiðin er að láta sig hafa þetta og aðlagast. Um það eru fjöldamörg dæmi í sögunni við svipaðar aðstæður. Hin leiðin er að berjast á móti. Um það eru líka fjöldamörg dæmi.
Punkturinn er kannski þessi: Sá sem berst á móti hefur fullan rétt til þess að verja eigin lífshætti. Þar með er hann ekki rasisti eða útlendingahatari. Sá sem aðlagast er ekki svikari heldur telur hann sig einfaldlega breyta af skynsemi.
Þorsteinn Siglaugsson, 25.2.2018 kl. 14:40
Góð færsla, Geir. Steini Spam skilur ekki að lausnin á fækkandi barnsfæðingum í Evrópu er EKKI að flytja inn ofbeldissinnaða karlkyns islamista í hundruðþúsundatali. Það gerir allt mikið verra.
Pétur D. (IP-tala skráð) 25.2.2018 kl. 15:53
Tek undir með Agli og Pétri D. Hvað er svona flókið við að fara upp í rúm og byrja að gera do do? Þannig verða börnin til, ef sú staðreynd hefur farið framhjá einhverjum. Þau koma ekki með storkinum og eiga ekki að koma með villimönnum úr ónýtum múslimaríkjum með miðaldamenningu ríkjandi, sem flestir setjast á félagslega spenann og verður ekki haggað þaðan.
Theódór Norðkvist, 25.2.2018 kl. 16:44
Steini Breim...
Þú talar um ógn ... um hvað var ég að tala? Ég sagði að allir værum við menn, og engir okkar eru af mismunandi kynstofni því það er bara einn kynstofn. Við erum öll öðruvísi, og ekkert óeðlilegt við það ... né óeðlilegt að sjá aðra sem öðruvísi.
Ef við snúum dæminu við, eins og Þorsteinn bendir á. Og ég færi til Saudi Arabíu og hegðaði mér þar eins og mér sýndist. Yrði ég halshöggvinn innan skamms tíma.
Ég og allir aðrir í Evrópu, höfum rétt á því að andmæla trúarbrögðum ... sem eru "ógnun" við tilveru okkar. Fólk, eins og ég ... er hengt á torgum í Íran. Þeir hafa kanski breitt háttalaginu, en ég hef ekki séð af "fjölda" hengingum þeirra síðustu ár ... en mér og öðrum stafar engu af síður, ógn af Shia lögum.
Er mér ekki frjálst að kalla Guð minn Jólasvein?
Hvað á að gera við mig, fyrir að hafa nafn Guðs míns í flymtingum? Á að gera það sama við mig, og Salman Rusti ...
Hugsaðu nú málið vel, hverjum stafi ógn af hverjum ...
Örn Einar Hansen, 25.2.2018 kl. 20:31
Fjármálakerfið hirti eignirnar af fólkinu, fjölskyldunum.
Þá stóðu fjölskyldurnar uppi án íbúða.
Fjöldi ungs fólks verður að vera heima, getur ekki keypt húsnæði.
Þannig hefur svindl fjármálakerfið eyðilagt fjölskyldurnar.
Þú getur lært allt um fjármálakerfið á internetinu,
Ég hef reynt að kynna, að peningar eru aðeins bókhald, og banki lánar aldrei neitt, hann skrifar aðeins bókhald.
Banki vill alls ekki fá bókhaldið til baka, talan er aðeins bókhald.
Bankinn vill fá eignina til baka, hún er verðmætið.
Þessvegna býr fjármálakerfið til kreppufléttuna, til að fá íbúðina, húsið, fyrirtækið, atvinnuhúsæðið, það er allt sem var byggt upp.
Og það besta, ég lánaði þér ekki neitt.
Peningar, seðlar.
Kreppufléttan, endurtekið
Íbúðalánasjóður, Hinn nýi.
Íbúðalánasjóður, láttu ekki plata þig.
Íbúðalánasjóður, láttu ekki plata þig.
https://jonasg-egi.blog.is/
Egilsstaðir, 26.02.2018 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 26.2.2018 kl. 08:46
Slóðirnar virka ekki frá þessari tölvu, og þeim forritum sem eru í henni.
Set þetta á bloggið hjá mér.
Slóðin:
Ástæðan til þess, að fólki fækkar á Íslandi, er að fjármálakerfið hirti íbúðirnar, með kreppufléttunni. Þú þarft aðeins að læra um, hvernig þú varst féflettur. Það gerir þú á blogginu mínu. Láta mig vita ef einhver hefur ruglað blogginu.
26.2.2018 | 08:55
https://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/entry/2211994/
og auðvitað virkar slóðin ekki hér.
Þú copy erar slóðina yfir í addressu línuna.
Egilsstaðir, 25.02.2018 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 26.2.2018 kl. 09:01
Þú hefur held ég ruglað blogginu hjá honum Geir. Hann var að tala um rasisma, ekki banka.
Þorsteinn Siglaugsson, 27.2.2018 kl. 23:40
Ég bið mikið afsökunar ef ég hef gert, eitthvað sem er til skaða.
Þetta er allt rétt hjá þér Geir Ágústson.
Þarna eru komin mikil vandræði í löndunum.
Við eigum að hjálpa fólkinu heima hjá sér, eða í nálægum löndum, með líka menningu.
Við eigum að stöðva banka stríðin, strax.
Við græðum á því allir.
Marshall Plan, aðstoð, strax.
Þarna kemur það mér í huga, einhverjir búa til vandræði fyrir þjóðirnar og fyrir þjóðina Ísland.
Bankarnir í heiminum settu fjármálamarkaðinn, og þá heimilin í mikil vandræði, þegar þeir fóru í banka stríðin, þau komu þessu öllu af stað.
Bankarnir, NWO, New World Order, kom öllum í vandræði.
Ég setti hér ummæli um hvernig bankarnir, settu allt í vandræði á Íslandi.
Ég veit ekki betur en þetta sé allt satt.
Ég setti slóðirnar til að þetta yrði augljósara.
Ég þakka allar ébendingar og kennslu, Þersteinn Sigurlaugsson
Egilsstaðir, 02.03.2018 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 2.3.2018 kl. 13:52
Ég skal vanda mig betur og ekki nota
forritalausa vél.
Hér virka slóðirnar.
Og það besta, ég lánaði þér ekki neitt.
Peningar, seðlar.
Kreppufléttan, endurtekið
Íbúðalánasjóður, Hinn nýi.
Íbúðalánasjóður, láttu ekki plata þig.
https://jonasg-egi.blog.is/
Egilsstaðir, 02.03.2018 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 2.3.2018 kl. 21:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.