Sumir eru jafnari en aðrir

Leit fyrirtækisins Amazon að borg fyrir aðrar höfuðstöðvar sínar er eins og samþjöppuð saga af ástandi vestræns viðskiptaumhverfis.

Þegar litið er á magn reglugerða, álagningarstuðla hinna ýmsu skatta og ýmsan kostnað sem leggst á fyrirtæki sem starfa löglega gæti manni virst sem svo að það geti enginn rekið fyrirtæki af neinu tagi.

Þá þarf að kafa dýpra og finna ýmsar undanþágur frá reglum og sköttum sem fyrirtæki geta nýtt sér. Lítil fyrirtæki á Íslandi þurfa t.d. ekki að hafa jafnréttisáætlun og það lækkar aðeins kostnað þess. 

Sum fyrirtæki geta svo krækt sér í undanþágur sem aðrir fá ekki: Ódýrari lóð, lægri skatta eða hreinlega beina ríkisstyrki.

Auðvitað ætti ekki að þurfa að hafa svona flókið kerfi. Miklu frekar ætti viðskiptaumhverfi fyrirtækja - allra fyrirtækja! - að vera einfalt, gagnsætt og ekki íþyngt með hafsjó af sköttum og gjöldum. Ríkið gæti þá mjólkað fyrirtæki á jafnræðisgrundvelli og um svipaðar fjárhæðir og flækjufrumskógurinn í dag sýgur í hirslur hins opinbera.

Þetta vilja stjórnmálamenn hins vegar ekki. Þeir fá engin atkvæði út á slíkt. Nei, þeir komast í fréttir þegar þeir veita undanþágur eða rýmka fyrir ákveðnum tegundum af fyrirtækjum sem eru í tísku þá stundina. Embættismennirnir missa líka störfin sín ef kerfið er of einfalt og skilvirkt. Atvinnulausir embættismenn geta fljótlega orðið að fjölmennum hópi kjósenda og þá óttast stjórnmálamenn.

En af hverju rífa atvinnurekendur ekki oftar kjaft? Sumir gera það vissulega. Samtök atvinnulífsins af ýmsu tagi rífa líka oft kjaft. Það virðist bara ekki vera nóg. Það þarf að ná eyrum kjósenda svo þeir kjósi stjórnmálamenn sem vilja gera sig óþarfa. Slíkir stjórnmálamenn eru því miður í miklum minnihluta en þeir finnast samt. 

Vonum að íslenska ríkið vilji ekki lokka til sín skrifstofur Amazon. Það gæti orðið íslenskum skattgreiðendum dýrkeypt, svona eins og niðurgreiðslur á framleiðslukostnaði kvikmynda, rekstur RÚV og ívilnanir fyrir mengandi verksmiðjur og erlendar matarolíur ætlaðar bílvélum. 


mbl.is 20 borgir í skoðun hjá Amazon
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Oft er þetta bara spurning um mútur.  Fyrirtækin þurfa að vita hverjum þarf að borga, og eftir havða leiðum.
Þetta er flókið, vegna þess að það er verið/búið að finna leiðir til að fela múturnar.

Ásgrímur Hartmannsson, 20.1.2018 kl. 19:07

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Að það sé yfirleitt einhver sem er í aðstöðu til að láta eitthvað verða að veruleika með mútum (peningalegum eða öðrum) er mjög skýrt dæmi um að ríkisvaldið er einfaldlega of valdamikið. 

Ríkisvaldið segir, með einum armi sínum, hvar verkstæði á að setja ræsi, og með öðrum armi sínum að það eigi að vera annars staðar. Ríkið segir að naut eigi að drepa, en líka að þau eigi ekki að drepa. Ríkið teiknar línur á kort og allt í einu má ekki reka fyrirtæki sitt lengur. Ríkið er í öllu og flækist fyrir, en um leið tekst því ekki að sinna því sem það lofar að sinna. 

Ríkið þarf að minnka úr nálægt ví 50% af hagkerfinu í nær 5%. 

Geir Ágústsson, 20.1.2018 kl. 19:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband