Hvernig kæmist þetta fólk annars í vinnuna?

Meirihluti borgarfulltrúa býr á svipuðu svæði í göngufjarlægð frá ráðhúsinu. Þurfi þeir á annað borð að keyra er vegalengdin ekki löng og bílastæðaaðstaða undir vinnustað þeirra. Það væri agalegt að fá slabb og saltdrullu á fínu jakkafötin eða hætta á að þung umferðin haldi þeim frá vinnunni. Nú eða bið í vindblásnu biðskýli.

Borgarfulltrúar eru mikilvægara fólk en aðrir. Almenningur á að þakka fyrir góð störf þeirra á meðan hann situr fastur í umferð eða blotnar í gegn í láréttri rigningu á meðan beðið er eftir strætisvagni.

Borgarfulltrúar vilja að allir taki strætó eða taki hjólið eða labbi. Það er bæði gott fyrir heilsuna og umhverfið. Ég man vel þegar ég bjó á tímabili á Eggertsgötu og sótti vinnustað í miðbænum. Það var ekkert mál að plægja sig í gegnum snjóinn á gagnstéttunum og standast þá freistingu að hjóla á auðum götunum. Ég þurfti mjög sjaldan að reiða hjólið vegna aðstæðna. Allt sem borgarfulltrúar hafa sagt um bíllausan lífsstíl, hreyfingu og umhverfisvernd er satt og rétt.

Borgarbúar eiga að hætta að kvarta. Hvað með það þótt viðhald í borginni sé ekki upp á sitt besta, framkvæmdir við vegakerfið snúast um að herða að fjölskyldubílum (einkabílum), skattar eru í hæstu hæðum og foreldrar ungra barna eru fastir heima vegna skorts á dagvistun? Sýnum skilning. Borgarfulltrúar vinna erfitt starf og óþakklátt. Þeim ber að hrósa. 


mbl.is Meirihluti borgarfulltrúa býr í 101
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Enginn austan Elliðaánna!

 Ekki að undra andskotans delluna í meirihlutanum, eða doðann í minnihlutanum. Já, það er erfitt líf að þurfa að hugsa fyrir "the district's" 

 "Hungergmes" anyone?

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 19.1.2018 kl. 21:58

2 identicon

Geir. Ég er svo lánsöm að geta rölt stuttar vegalengdir á milli staða, eða tekið strætó, því ég er komin framhjá þeim samfélagsins tilgangs stað í lífinu, að þurfa að mæta út um allt á of stuttum tíma hins ofhlaðna vinnandi verkamanns. Flest yngra fólk með heimili og börn, ásamt vinnu með tilheyrandi tímafrekum milliferðum þarf að hafa einkabíl. Það eru bara 24 tímar í sólarhringnum. Það er ósveigjanleg staðreynd.  

Í gær rölti ég þessa 10 mínútna leið í lyfjaleiðangur í apótekið í Firðinum. Þegar ég gekk framhjá Hafnarborg í miðbæ Hafnarfjarðar sá ég óvenjumarga setugesti fyrir innan glerið, og reiknaði með það þar væri mjög þarfur fundur. Það var fullt út úr dyrum. Ég hélt að þetta væri einhver prívat fundur og rölti áfram alla 10 mínútna leiðina aftur heim.

Þegar heim var komið eftir stuttu kaupstaðarferðina á heilsubótarinnar tveimur jafnfljótum, kíkti ég á fréttir alnetsins og sá þá að þarna var mjög þarfur kynningarfundur á almennings samgönguplaninu sem sumir kalla borgarlínu, ef ég man nafnið rétt.

Ég hef heyrt eitthvað um þessa áætlun, og skil ekki ennþá hvað amar að þeim sem eru á móti því að fólk geti nýtt sér bættar og nothæfar almenningssamgöngur. Sumir hafa ekki aðra möguleika en að koma sér milli staða með almenningssamgöngum.

Það er mér jafn mikið óskiljanlegt, að einkabíllinn skuli ekki vera jafn mikið samgönguplansins leyfilegur möguleiki af þeim sem þess þurfa, af mörgum ólíkum ástæðum.

Ég hef ekki ennþá heyrt um vegagerðar verkefni sem hafa verið ókeypis né skilað hagnaði.

Undarlegt að hlusta á suma tala um að eðlileg þjónusta við vegfarendur "skili ekki hagnaði"?

Hvert er skattráns peningunum eiginlega ætlað að fara, ef ekki til að þjónusta skattborgarana?

Ég er orðin svo þreytt á að hlusta á vælið í svokölluðu freku köllunum andlitslausu, sem tala endalaust um að þeir einkavinavæðingarstjórar "hafi ekki efni á" að nota skattpeninga almennings til að þjónusta almenning?

Það er eins og ekki sé möguleiki á að þjónusta bæði einkabílaumferð og þjónustunothæfar almenningssamgöngur samtímis? Stórfurðulegt?

Stjórnsýslu-frekjukalla-pólitíkin er eiginlega orðin alveg óþolandi einkavinavæðingar spillingar-öskurapa-pólitík Mammons-kirkjuturna-byggingakrananna helgráðugu og Guðlausu?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 20.1.2018 kl. 00:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband