Laugardagur, 13. janúar 2018
Skortur á áföllum geta markað alla ævina
Raunveruleg áföll hafa neikvæð áhrif á alla sem fyrir þeim verða, og sennilega þeim mun meiri sem viðkomandi er nær barnæsku og ekki í stakk búin(n) til að vinna úr áföllunum.
Þetta vita allir og hafa lengi. Það er líka mikið gert til að verja börn fyrir áföllum eins og ofbeldi, vanrækslu og vanlíðan. Og það er gott.
En ekki eru öll áföll hræðileg en um leið er líka margt gert til að forða börnum frá þeim.
Sum börn fá áfall þegar þau fá lélegar einkunnir í skóla, eða lenda í neðsta sæti í einhverri keppni, eða fá engan verðlaunapening, eða fá skammir frá kennaranum, eða dragast aðeins aftur úr í verkefnabókinni, eða er sagt að taka til í herberginu sínu, eða detta á rassinn á leikvellinum.
Að slíkum börnum þjóta foreldrar þeirra með púða sem þau geta lent á, próf sem þau klára villulaust og hrós fyrir það eitt að vera ekki með vandræði frekar en hafa staðið sig vel í einhverju.
Danir kalla þessa foreldra "curling"-foreldra í höfuðið á íþrótt sem snýst um að sópa alla fyrirstöðu frá leirkrukkum á ferð svo þær komist sem lengst, eða hæfilega langt, með sem hæfilegri áreynslu.
Krakkar þessara foreldra sækja ekki um vinnu. Það gera foreldrar þeirra. Þeir finna sér ekki húsnæði. Það gera foreldrar þeirra. Þeir safna ekki fyrir bíl, tölvu eða utanlandsferð. Mamma og pabbi borga. Kennarar þessara krakka fá skammir frá foreldrunum ef einkunnirnar eru lágar. Þessir krakkar slíta sig í raun aldrei frá spenanum.
Já, alvarleg áföll marka alla ævi barna sem verða fyrir þeim og börn ber að verja fyrir þeim. Skortur á léttvægum áföllum gerir það líka. Börn þurfa fleiri slík.
Áföll í æsku geta markað alla ævina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:17 | Facebook
Athugasemdir
Þú ert með'etta, en hvernig stendur á að svo margir foreldrar eru ekki að fatta þetta ranga uppeldi? Getur verið að þeirra áföll í æsku hafi verið á hinn veginn og þeir ætli að vernda börnin sín fyrir slíku hvað sem það kostar? Hef ekki svarið en væri til í að vita það.
Eygló (IP-tala skráð) 13.1.2018 kl. 18:23
Janteloven enn og aftur. Allir fá bikar, allir eru bestir. Þessi hugmyndafræði er ekki eingöngu slæm fyrir meðalmennin heldur er gulrótin tekin frá þeim sem mest hafa til brunns að bera. Það er ekkert sérstakt að skara frammúr. Hvers vegna leggja það á sig?
Eftir því sem við höfum það betra færist tilveran nær naflanum. Blóðug barátta er háð til að vera spez í meiningarlausum duttlungum. Það eru nú t.d. Um 32 heimatilbúnar kynskilgreiningar. Ekki má lengur ávarpa samkomur með "herrar mínir og frúr" því einhver gæti móðgast sem skilgreinir sig öðruvísi. Heilög hneikslan, vandlæting og Ólympíuleikarnir í því hver af þessum snjóflyksum er mesta fórnarlambið stendur núnsem hæst. Feitir og mjóir eru fórnarlömb fordóma af því þeir eru feitir eða mjóir. Tungumálið skal hreinsa af öllum orðum sem skilgreina, kyn, þjóðerni, líkamsvöxt, háralit, húðlit, blæti, trú, trúleysi, lífstí og þar fram eftir götunum.
Líf þessara ungu kynslóða er sýndarveruleiki á fögurra tommu skjá. Þar selur þú sýndarímynd þína og kaupir lesti annarra. Þurrkar út líf með þumlunum og helgar þig sjálfan.
Glöp þín á ævinni eru nú öll fyrir rannsóknarrétti politísk rétttrúnaðar. Það er eingöngu skotleyfi á hvíta miðaldra karlmenn. Stjaksetjum þá til að sefja vanmetakennd bómullarhnoðranna.
Ekki nota þau, því þau gætu sært, móðgað eða hneykslað einhvern af skrilljónum sjálskilgreindra minnihlutahópa.
Hashtag #mememememe
Social Marxisminn hefur yfirtekið allt.
kannski þegar allt hrynur til grunna og fólk þarf að berjast við náttúruöflin a ný til að draga fram lífið, verður allt eðlilegt á ný. Fólk verður of upptekið af lífsbaráttunni til að horfa í nafla sér og velta sér upp úr því sem aldrei hefur skipt máli.
Jón Steinar Ragnarsson, 14.1.2018 kl. 01:11
Fólk getur einatt huggað sig við það að þeir sem aldrei geta orðið neitt, geta alltaf orðið vegan.:)
Jón Steinar Ragnarsson, 14.1.2018 kl. 01:15
Sem foreldri get ég alveg séð freistingarnar í því að reyna hlífa barni sínu fyrir öllum áföllum.
"Ónei, ekki fara í klifurgrindina!"
"Ónei, ekki hnuðlast svona!"
"Ónei, ekki láta þér leiðast!"
"Ónei, ekki taka einkunnirnar of alvarlega! Þetta var bara æfingapróf!"
Þá þarf að minna sig á eigin barnæsku og hvernig ýmis áföll þar mótuðu mann og gerðu sterkari.
Geir Ágústsson, 15.1.2018 kl. 05:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.