Maðurinn sem segir það sem aðrir hugsa, kannski?

Það verður ekki tekið af Donald Trump að segir það sem hann er að hugsa, og kannski er það svo að hann segir það sem aðrir eru að hugsa en þora ekki að segja. Fyrir vikið þarf ekki að velkjast mikið í vafa um hvar Trump stendur, ólíkt sumum fyrirrennara hans. 

Sjálfur hef ég sagt, meðal annars á þessari síðu, að fátækt ríkja er yfirleitt þeim sjálfum að kenna (sérstaklega ef hún er langvarandi). Ef þú innleiðir stefnu sem viðheldur frátækt þá uppskerðu fátækt. Þegar auðlindalausar grjóthrúgur eins og Hong Kong og Singapore eða leirklessur eins og Danmörk og Holland efnast er það vegna frjálsra viðskipta - kapítalisma. Þeir sem spyrna við kapítalismanum halda fólki sínu í fátækt.

Fátæktin er hið náttúrulega ástand mannsins sem tekur ekki þátt í verkaskiptingu, sérhæfingu og frjálsum viðskiptum með öðru fólki. 

Kannski er það þetta sem Donald Trump er að meina en orðar svona klaufalega?

Kannski ekki. Ég hef fáar sannanir fyrir því að Donald Trump sér mjög vel að sér í hagfræði. Hann lærði sennilega ýmislegt í viðskiptalífinu, t.d. að margar reglugerðir eru verri en fáar reglugerðir og að háir skattar eru verri en lágir skattar, en hann ætlar að bæta enn í skuldir hins opinbera, gerir sig ekki líklegan til að auka viðskiptafrelsi landa sinna og ætlar að eyða fúlgum í að torvelda aðgengi að vinnumarkaði Bandaríkjanna. 

Trump er kannski og kannski ekki bara dónalegur fauti en ég er samt viss um að hann segir það sem margir hugsa en þora ekki að segja sjálfir. Það er í sjálfu sér lofsvert og mætti eiga við um fleiri en bara íþróttaþjálfara sem tjá sig um dómara.


mbl.is „Þetta fólk frá þessum skítalöndum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Tek undir þetta hjá þér Geir. Trump kemur heiðarlega fram og hreyfir við málunum með sínum kommentum.

Valdimar Samúelsson, 12.1.2018 kl. 11:40

2 identicon

Geir. Ég sagði fyrir kosningar í Bandaríkjunum, að myndi líklega alls ekki kjósa Trömp því mér fannst hann frekar mikið vanvirðandi í garð kvenna og sumra annarra. Það er ekki virðingarverð framkoma að niðurlægja aðra til að koma sjálfum sér á framfæri. En ég hef nú ekki kosningarétt í neinum ríkjum Bandaríkjanna og setti mig þess vegna ekkert á raunverulega ekki-kjörskrá þar, sem nöldrandi gömul kerling uppi á litla Íslandi.

En eftir því sem tíminn líður, þá finnst mér eins og þetta hafi verið frekar innantóm orð hjá honum Trump kallinum. Ég held að hann myndi tæplega geta drepið litla suðandi flugu í gluggakistu, hvað þá meir.

Kannski er það þess vegna sem hann er svona stóryrtur á köflum. Hann vill ekki gera neitt meir en að segja stór orð, til að sleppa við að fara í stór og ill verk. Viðvaranir eiga kannski að virka á þann hátt að ekki þurfi meir en hvöss orð.

Það eru oft mildustu manneskjurnar inn við beinið, sem er hvassyrt og stóryrt. Það hef ég svo oft séð dæmi um á lífsins ferð.

Ég velti því fyrir mér hvort afskiptasamt rétt trúnaðarlið í sumum pólitískum öfgalöndum myndu kannski taka uppá þeirri vitleysu að lýsa yfir "þjóða"-frati og mótmælum, vegna þess að Erna Sólberg forsætisráðherra Noregs skyldi voga sér að heimsækja Dónald Trömp forsætisráðherra Bandaríkjanna? Það eru sumir svo uppteknir af að kenna og banna öðrum ríkjum, án þess að geta haldið uppi siðaðra manna reglum í sínu heimaríki?

Það eru öll ríki með blandaða hjörð, og engum til gagns að ráðast á eitt ríki né annað, með gífuryrðum. Friður krefst friðsamlegra viðræðna og samfélaganna sátt.

Mig dreymdi undarlegan draum í nótt. Eins og svo oft. Dónald Trömp var í heimsókn á Íslandi með litla son sinn, og ég held að Melanía konan hans hafi verið með, en hún var frekar fyrir að halda sér til hlés og vildi ekki tala við neinn. Mér fannst ég vera að keyra hann á milli staða hér á skerinu, ásamt yngri syni mínum. Þetta var skrýtinn draumur.

Þessi leiðsögn minnir mig að hafi gengið nokkuð vel og voru þeir feðgar aðallega í ferðunum. Þeir voru báðir mjög sáttir þar til einn gististaðurinn áttaði sig á hverjir þetta voru. Það var ekkert aukavesen í móttökustöðunum meðan ekkert var verið sérstaklega að sérhanna móttökurnar. En þegar móttökustaður áttaði sig á hverjir voru á ferðinni, þá varð Trömp og sonur hans stressaðir, og leið illa yfir sérmeðferðinni sem þá fór í gang.

Hann kom þá með lítið útvarpstæki til að fylgjast með hvað væri verið að segja. Var órólegur og hætti að treysta gististöðunum vegna sérmeðferðarinnar óþægilegu. Held að konan hans og sonurinn hafi farið á undan honum úr landi, því ég varð ekki var við þau í restina.

Vaknaði upp af þessum undarlega draumi, áður en hann yfirgaf landið.

Nú getur líklega draumaráðningafólkið sem býr yfir draumaráðninga náðargáfum spekúlerað í hvað svona fyrirboði í draumi þýðir?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 12.1.2018 kl. 14:56

3 Smámynd: Örn Einar Hansen

Sko, þetta endalausa PC er orðið svo leiðigjarnt að manni verður flökurt.  Má ekki vera dónalegur í garð kvenna ... þessar tuðrur, sem ganga um með slíkan óþverra að það er með ólíkyndum, allt í nafni þess að þær séu "veikara" kynið.  Eða Gyðingar, sem nú eru á allra færi og má ekki andmæla þeim nema verða hreinlega drepinn ... þetta eru menn, sem trúa því að þeir séu "Guðir", yfir aðra hafnir og ... eru hreint og beint "lifandi" kynþáttahatur.  Allt í nafni þess, að þeir séu ... og svo Múslimar, annað eins ofbeldis hrúgald finnst ekki á jörðinni ... á meðan situr 3 miljónir manna heimilislausir í þýskalandi einu, þar sem Merkel, littla tíkin ... stóð upp og sagði þau hafa svo mikið af peningum, að þau tekið á móti öllu ruslinu ... sem er búið að setja alla Evrópu í kaf glæpa og morða.

Og þessu má bara ekki andmæla ... bara segja "já" og "amen".

Síðan er ráðist á nokkra "skinheads" ... sem eru álíka miklir nasistar, og aftur endinn á mér ... þeir eru bara að "mótmæli" þjóðfélaginu, með því að vera eins "andvígt" því og mögulega er.  En "góða" fólkið, þetta "trúaða" og vangefna lið, hefur ekki einu sinni skynsemisglóru til að sjá að það sjálft eru fasistar.

Fólki finnst gott að heira "Dóna Trump", vera kjaftfor .... þvílíkur léttir, að fá "að segja skoðanir sínar", í lýðfrjálsu landi.

Hugsaðu þér bara, við þurfum að skýla okkur á bak við "Dóna Trump", til að fá að segja skoðanir okkar í þessu landi.

Og þetta "Nasista" lýðveldi nútímans, er kallað "lýðræði" ... þvílík skömm.

Það er enginn að segja að ég sé "sammála" kauða ... það er bara gott að heira einhvern, sem vogar að segja skoðanir sínar.

Örn Einar Hansen, 12.1.2018 kl. 22:25

4 identicon

Bjarni Örn. Dónald Trömp er ekki fullkominn frekar en nokkur annar jarðarbúi. En hann er að mínu mati eins heiðarlegur og hreinskilinn, eins og honum er mögulegt að vera.

Það er vanmetinn eiginleiki að vera heiðarlegur og hreinskilinn, hér á fjölmiðlanna stríðspólitískum múgæsingshernaðar kjaftæðisins heilaþvotta-"hvítþvotta" blekkingabraut jarðarstjórnunar.

Mér fannst Erna Sólberg og Dónald Trömp bara flott í fjölmiðlunum sem þorðu að birta þeirra fundarhöld að hluta til. Það verður að sjálfsögðu að ræða málin, en ekki fara bara í ó-ábyrgar og ó-ræddar stríðs-skotgrafir. Sá ekki betur en að Dónald Trömp sýndi Ernu Sólberg verðuga virðingu? Þrátt fyrir að hún sé kona, og hann hafi oft verið kjaftfor út í konur?

Friður milli ríkja og einstaklinga krefst alltaf friðsamlegrar og lausnarmiðaðrar umræðu.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 12.1.2018 kl. 23:41

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Það eru bara örfáir hópar sem fá að segja sína skoðun umbúðalaust og vera þannig hluti af opnum, heiðarlegum en oft harðskeyttum umræðum:

- Íþróttaþjálfarar bölva dómaranum og fá að gera það. Raunar er nánast viðbúið að þjálfari í tapliðinu bölvi dómaranum. Þetta er oft ómálefnalegt en dómarar hljóta að vera á tánum og reyna þeim mun meira að vanda sig, enda er gagnrýnin óvægin og oft tekið mark á henni. 

- Konur að bölva körlum, með réttu eða röngu.

- Fólk dökkt á hörund að bölva hvíta manninum. 

- Stjórnmálamenn þegar þeir tala um hvorn annan, gefið að sá sem sætir gagnrýni sé ekki kona, dökkur á hörund eða líkamlega fatlaður (en þá má ekkert segja).

- Fólk í lokuðum vinahópum fjarri opinberri umræðu. Því miður finnst mörgum þeir ekki mega tjá sig nema í lokuðum vinahópum. Þeirra skoðanir heyrast aldrei og mæta engri opinberri gagnrýni heldur skjóta djúpum rótum sem brjótast oft fram með ofsafengnum hætti.

Þegar Trump kallar eitthvað land skítaland er hann að tala fyrir hönd mjög margra, því miður. 

Geir Ágústsson, 13.1.2018 kl. 11:57

6 Smámynd: Merry

Sæll Geir

Alveg rétt hjá þér. Hann segir nákvæmlega hvað fólk er að hugsa - hann er vitað að vera alls ekki PC (persónulega rétt).

Er það ekki rétt að það var sagt á fundi með Demokrater sem ekki voru sammála honum. Það er frekar dæmigert að skýrsla fundarins væri svona.

Hvar viltu fara í frí? El Salvador eða Háíti eða Bahama eyjar? Af hverju? Vegna þess að áðurnefndar eru skítalönd - jafnvel eftir að Bandaríkin hafa gefið mikið af peningum til þeirra.

Það er bara annað tilraun til að pirra hann og stöðva hann. Vandamálið er að fjölmiðlar eru líka á móti honum.

Merry, 13.1.2018 kl. 13:53

7 Smámynd: Merry

Geir - hér er fólk som eru að segir hvað fólk eru að hugsa

https://youtu.be/Ci89lq4hYVs

Merry, 13.1.2018 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband